Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 14
14 28. mars 2003 FÖSTUDAGUR ÍRAK, AP Milli 30 og 40 bandarískir hermenn særðust, tveir þeirra al- varlega, þegar tveir hópar banda- rískra hermanna hófu skothríð hvor á annan nærri borginni An Nasiriyah. Hóparnir tveir höfðu verið sendir á vettvang til að reka ír- aska hersveit á brott að nætur- lagi. Ekki vildi þó betur til en að þegar hóparnir urðu á leið hvors annars síðar um nóttina töldu þeir sig hafa fundið Írakana. Þeir hófu því skothríð með fyrrnefnd- um afleiðingum. Hermálayfirvöld hafa gert ýmislegt til að reyna að koma í veg fyrir að hermenn skjóti á samherja sína fyrir mistök. Til að mynda hafa verið útbúin sendi- tæki sem eiga að sýna samherj- um að um vini er að ræða en ekki óvinahermenn. Þrátt fyrir það hefur verið nokkuð um að bresk- ir og bandarískir hermenn hafi fallið fyrir hendi félaga sinna. Ein bresk herþota var skotin nið- ur af bandarísku flugskeyti og tveir breskir hermenn voru skotnir af samherjum. Reyndar er það svo að af 22 breskum her- mönnum sem hafa látist frá því innrásin hófst hafa aðeins fjórir fallið fyrir hendi Íraka. ■ Til í notkun efnavopna LONDON, AP Yfirmenn breska hers- ins telja sig hafa fundið sannanir fyrir því að Írakar séu reiðubúnir að beita efnavopnum. Breskir hermenn fundu um hundrað varnarbúninga gegn efnavopnaárás og öndunartæki í stjórnstöð íraska hersins sem þeir hertóku. Michael Boyce aðmíráll segir að búningarnir hafi verið fyllilega nothæfir þegar þeir fundust. „Við hljótum að spyrja okkur hvers vegna íröskum her- foringjum þótti ástæða til að út- búa hermenn á þessu svæði með varnarbúnaði gegn efnavopnum. ÍRAK, AP Vont veður sem hefur geng- ið yfir suðurhluta Íraks undanfarna daga hefur gert mönnum erfitt fyr- ir að slökkva elda í olíubrunnum sem íraskir hermenn kveiktu í. Mun minna er reyndar um að kveikt hafi verið í olíubrunnum en búist hafði verið við. Kveikt var í sjö brunnum, búið er að slökkva elda í einum og í þremur þeirra slokknaði eldur af sjálfu sér. Þrír brunnar loga enn. Þegar Írakar héldu frá Kúvæt kveiktu þeir í um 700 olíubrunnum. ■ MATVÆLAFLUTNINGUR TEFST Töf verður á því að hægt verði að fly- tja matvælabirgðir til Íraks með skipum. Tundurdufl hafa fundist úti fyrir höfninni í Umm Qasr. Yf- irmaður breska flotans telur ekki óhætt að sigla birgðaskipum, með þúsundir tonna af birgðum, inn í höfnina við þær aðstæður. Eina leiðin til að flytja matvæli sé því enn með bílalestum. BLIX ÓSÁTTUR Hans Blix, yfir- maður vopnaeftirlitssveita Sam- einuðu þjóðanna, gagnrýnir Bandaríkjamenn fyrir að hafa ekki gefið eftirlitsmönnum tíma til að ljúka verki sínu áður en ráðist var inn í Írak. „Þeir skelltu á okkur hurðinni,“ sagði Blix. HÓTA AFTÖKUM Brian Burridge, æðsti yfirmaður breska hersins við Persaflóa, sakar íraskar sveitir, hollar Saddam Hussein, um að hóta því að taka íraska menn og fjölskyldur þeirra af lífi ef þeir berjast ekki við hersveitir Breta og Bandaríkjamanna. frugg: Frískleg og tafarlaus svörun, en um leið örugg. Talar þú Micra? F í t o n / S Í A Bandarískir hermenn fóru mannavillt í myrkri: Skutu á samherja BARIST Í MYRKRI Fjöldi bandarískra hermanna særðist í inn- byrðis bardögum þegar þeir héldu sig hafa mætt Írökum. Kveikt var í sjö olíubrunnum: Barist við olíuelda VÖRÐUR VIÐ OLÍUBRUNNA Bandarískir her- menn standa vörð við olíu- brunna í sunnan- verðu Írak. ■ Innrás í Írak/ Örfréttir ■ Innrás í Írak/ Efnavopn SAKLAUS FÓRNARLÖMB STRÍÐS Særð börn liggja á sjúkrahúsi í Bagdad. Þau eru meðal þeirra sem særðust þegar sprengjur sprungu í íbúðahverfi í borginni á miðvikudag. HAFAST VIÐ ÚTI Í NÁTTÚRUNNI Fjöldi Kúrda flúði heimili sín í Sulaymaniyah í norðanverðu Írak vegna ótta við efnavopnaárásir Íraka. Þessar konur komu sér upp bráðabirgðaaðstöðu til að geta hengt þvott sinn til þerris. ÞÖGULL SJÓNVARPSFORSETI Framleiðendur sjónvarpsþáttanna „Vestur- álman“ óttast að andstaða Martin Sheen, sem leikur Bandaríkjaforseta í þáttunum, dragi úr áhorfi. Þeir hafa því lagt að hon- um að hafa hljótt um sig. SAMA ANDLIT EN NÝR HERVÖRÐUR Breskur hermaður gengur um stræti Sibah, suður af Basra. Að baki hans sýpur Saddam Hussein vatn á málverki sem sett var upp við höfuðstöðvar Baath-flokksins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.