Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 28
28 28. mars 2003 FÖSTUDAGUR BT Skeifunni • BT Hafnarfirði • BT Kringlunni BT Smáralind • BT Akureyri • BT Egilsstöðum #1 #3 #4 Lítill Pizza með 2 áleggs- tegundum frá Domino´s pizza fylgir með 500 fyrstu leikjunum 4.999 Kaupauki #2 Áskrift að Sýn til 7. apríl ´03 Bíómiði á Final Destination 2 Lítrar af kók og 6 glös Ótrúlegirkaupaukarfylgja! Fáðu eina heita Dominoś! FÓTBOLTI Fréttablaðið náði tali af Hermanni þegar hann var nýbú- inn að gangast undir vel heppnaða læknisskoðun og var á leið á The Valley, heimavöll Charlton, til að skrifa undir nýja samninginn. „Ég er bara mjög spenntur fyr- ir þessu,“ sagði Hermann. „Heimavöllur þeirra er mjög flott- ur og það er búið að vinna ótrúlegt starf hérna síðustu tíu árin.“ Eins og kunnugt er ákvað Her- mann að ganga til liðs við Charlton í stað 1. deildarliðsins Portsmouth, sem einnig hafði boðið honum samning. „Charlton er stærri klúbbur og þeir eru búnir að stimpla sig betur inn í úrvalsdeild- ina. Það var fyrst og fremst ástæð- an,“ sagði Hermann aðspurður um ákvörðunina. Charlton er í sjö- unda sæti ensku deildarinnar og á jafnframt ágæta möguleika á sæti í Evrópukeppni félagsliða. Aðspurður sagðist Hermann þekkja vel Jason Euell, leikmann Charlton, sem hann spilaði með á sínum tíma hjá Wimbledon. Hann kannaðist jafnframt við nokkra aðra leikmenn liðsins. Þess má geta að Hermann verður ekki eini leikmaðurinn frá Norðurlöndum í Charlton. Þar eru fyrir Svíarnir Jesper Blomqvist, fyrrverandi leikmaður Manchester United, og Mathias Svensson, Daninn Claus Jensen og Finninn Jonatan Johansson. Hermann verður ekki löglegur með Charlton fyrr en á næstu leik- tíð en eftir að hann hefur jafnað sig á hnémeiðslum sínum mun hann hefja æfingar með liðinu. Hermann lék fyrst með meist- araflokki ÍBV árið 1993. Sumarið 1997 gekk hann til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace. Steve Coppell, fram- kvæmdastjóri Palace og fyrrum leikmaður Manchester United, hafði lengi fylgst með Hermanni. Þegar Coppell gerðist fram- kvæmdastjóri Brentford árið 1998 fylgdi Hermann honum þangað. Brentford keypti Hermann á 750 þúsund pund en félagið hafði ekki áður greitt svo háa upphæð fyrir leikmann. Félagið vann sig upp úr neðstu deild vorið 1999 og var á ágætu róli í 2. deild þegar Hermann var seldur til Wimbledon fyrir tvær og hálfa milljón punda. Hermann lék með Wimbledon í tæpt ár en haustið 2001 var hann seldur til Ipswich Town fyrir fjór- ar milljónir punda. Hann varð þar með dýrasti íslenski knattspyrnu- maðurinn. Í ágúst í fyrra virtist Hermann vera á leiðinni til West Bromwich Albion. Félögin höfðu komist að samkomulagi en ekkert varð af vistaskiptunum. Hermann hefur leikið 46 leiki með A-landsliðinu. Hann þreytti frumraun sína í leik gegn Kýpur á Akranesvelli í júní 1996 þegar hann kom inn í liðið fyrir Alexand- er Högnason þrettán mínútum fyrir leikslok. Hermann hefur skorað tvö mörk fyrir A-landslið- ið, gegn Andorra haustið 1999 og gegn Búlgaríu vorið 2001. ■ Norðurlandanýlend- an Charlton Athletic Eyjamaðurinn Hermann Hreiðarsson skrifaði í gær undir samning við enska úrvalsdeildarliðið Charlton. Lundúnaliðið er það fimmta sem Her- mann leikur með á Englandi. Með liðinu leika fjórir Norðurlandabúar. HERMANN HREIÐARSSON Charlton keypti Hermann Hreiðarsson frá Ipswich fyrir 900 þúsund pund, eða um 110 milljónir króna. FERILL HERMANNS Lið Deildarl. Mörk ÍBV 66 5 Crystal Palace 37 2 Brentford 41 6 Wimbledon 25 1 Ipswich 102 2 Samtals 271 16 L M A-landslið 46 2 U21-landslið 6 - FÓTBOLTI Enskir fjölmiðlar fullyrða að Arsenal muni bjóða 12 milljón- ir punda (einn og hálfan milljarð króna) í John Terry, varnarmann Chelsea, í sumar. Samningur Terry við Chelsea rennur út eftir tvö ár en viðræður um framlengingu standa yfir. Chelsea vill halda í Terry en leik- maðurinn hefur farið fram á sam- bærileg kjör og samherjar hans hafa. Terry gerðist leikmaður Chelsea árið 1997, tæplega sautján ára gamall. Vorið 2000 var hann lánaður til Nottingham Forest í tvo mánuði. ■ Enska úrvalsdeildin: Terry til Arsenal? CHELSEA John Terry (lengst til hægri) í bikarleik Chelsea og Arsenal á dögunum. AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.