Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 37
FÖSTUDAGUR 28. mars 2003
TÓMAS R. EINARSSON
Ég keypti kontrabassann minnárið 1988 af Jóni bassa Sigurðs-
syni. Þar áður var hann í eigu
Bjössa bassa, sem hét Sigurbjörn
Ingþórsson. Þeir Jón bassi og
Bjössi voru á tímabilinu frá 1950
fram til ‘70 eða ‘80 helstu bassa-
leikarar landsins. Það er gaman
að hafa eignast bassa sem þeir
áttu báðir.
Hljóðfærið kom hingað eftir
seinni heimsstyrjöld. Þá kom
töluvert af hljóðfærum frá Þýska-
landi og ég held að hann hafi kom-
ið þaðan. Hann er reyndar ekki
með ættbók eins og hundarnir. En
bakið á honum þykir vera til vitn-
is um að hann sé smíðaður fyrir
1880. Og þegar ég spilaði í Buenos
Aires fyrir fimm árum hitti ég
þar argentískan kontrabassaleik-
ara sem þóttist vera mikill sér-
fræðingur og sagði að þessi bassi
væri ekki yngri en frá 1810. En
það er fullkomlega óstaðfest, ég
hef engin skjöl því til sönnunar.
Hljóðfærið er mikið sprungið,
hefur oft þurft að fara í viðgerð.
En það er gamalt og virðulegt.“
Hljóðfæriðmitt
Myndlistarmaðurinn Gunnar Örn
sýnir í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41.
Verkin á sýningunni nefnast Sálir og
Skuggi.
Þór Magnús Kapor er með mynd-
listarsýningu í Listasal Man, Skóla-
vörðustíg 14.
Finnbogi Pétursson myndlistarmað-
ur sýnir innsetningu í Kúlunni í Ás-
mundarsafni þar sem hann myndgerir
hljóð. Sýningunni lýkur um helgina
Í sal Íslenskrar grafíkur, sem er
hafnarmegin í Hafnarhúsinu, sýnir
Alistair Macintyre stór pappírsverk,
sem unnin eru með ís og járnlitarefni.
Helgi Þorgils Friðjónsson er með
einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann
sýnir þar eingöngu ný málverk.
Í Hafnarborg, menningar- og lista-
stofnun Hafnarfjarðar, stendur yfir sýn-
ing á áður ósýndum verkum listakon-
unnar Louisu Matthíasdóttur.
Listamaðurinn Svandís Egilsdóttir er
með myndlistarsýningu í Galleríi Sævar
Karls. Á sýningunni eru olíumálverk og
skúlptúr. Þetta er fyrsta einkasýning
hennar í Reykjavík.
Í Arinstofu Listasafns ASÍ stendur
yfir sýning á nokkrum konkretverkum
frá sjötta áratug síðustu aldar. Á sýning-
unni eiga verk listamennirnir Benedikt
Gunnarsson, Hjörleifur Sigurðsson,
Nína Tryggvadóttir, Valtýr Pétursson og
Þorvaldur Skúlason.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is