Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 32
KVIKMYNDIR „Hann fékk smá útbrot og fékk bara krem á þau og þar með var það búið,“ segir Björg Ólafsdóttir um dularfullan húð- sjúkdóm sem leikstjórinn Eli Roth fékk þegar hann var au pair hjá henni á bænum Ingólfshvoli fyrir rúmum áratug. Roth dvaldi, ásamt bróður sínum, á Ingólfs- hvoli í einn mánuð þegar hann var 19 ára og komst þá í snert- ingu við skemmt hey sem virðist hafa valdið útbrotunum. Hann lýsir sjúkdómnum sjálfur þannig að ef hann klóraði sér rifnuðu heilu húðflyksurnar af honum og þótt Björg kannist ekki við það að sjúkdómurinn hafi verið svona alvarlegur þá orkaði hann svo sterkt á Roth að hann byggir hina stórgóðu hryllingsmynd Cabin Fever á þessari sérstöku lífs- reynslu sinni. Fyrirmyndarunglingur í sveitinni Björg ber Eli og bróður hans vel söguna. „Þeir voru alveg til fyrirmyndar og það var mjög gott að hafa þá.“ Faðir Elis er virtur geðlæknir í heimalandi sínu og fjölskyldan dvaldi hér um skeið á meðan hann kenndi við Háskólann. „Pabbi hans hefur alltaf verið mjög hrifinn af Ís- landi. Hann kom hingað fyrst í reiðtúr og heillaðist af sveitinni og vildi endilega koma drengjun- um hingað. Hann talar íslensku og hefur skrifað okkur bréf. Þá heldur hann alltaf sambandi við móðursystur mína, sem er líka geðlæknir.“ Björg segir Eli enn geta „krafsað“ sig í gegnum ís- lenskan texta „og hann kann að segja „takk fyrir“, „skyr“ og eitt- hvað fleira.“ Björg segist hafa heyrt lítil- lega af velgengni Cabin Fever en segist ekki hafa ákveðið hvort hún muni sjá myndina þegar hún kemur til landsins. „Það getur vel verið, annars fer ég voðalega lít- ið í bíó.“ Björg er dásamleg manneskja Eli segist enn halda sambandi við alla vini sína á Íslandi. „Björg Ólafsdóttir er ein af uppáhalds- manneskjunum mínum í öllum heiminum. Hún er dásamleg og svo stjórnar hún einum stærsta reiðskóla á Íslandi.“ Eli bætir því við að hann hafi tekið svolítið upp á 8mm kvikmyndatökuvélina sína þegar hann var á Íslandi og hann bindur vonir við það að geta komið hingað í náinni framtíð, með 35mm vél, og taka upp mynd í fullri lengd. Þá er hann staðráð- inn í því að koma til Íslands í til- efni af frumsýningu Cabin Fever en stefnt er að því að frumsýna hana samtímis á Íslandi og í Bandaríkjunum í sumar. Roth þykir afskaplega þægi- legur maður og er sagður leiftr- andi skemmtilegur þannig að blaðamannafundir með honum minni einna helst á uppistand þar sem hann fer á kostum. Hann hefur meðal annars rekið ævin- týri sín á Íslandi í heimspress- unni og hefur þannig til dæmis komið Selfossi á kortið í kvik- myndabransanum. thorarinn@frettabladid.is 32 28. mars 2003 FÖSTUDAGUR BT Skeifunni • BT Hafnarfirði • BT Kringlunni BT Smáralind • BT Akureyri • BT Egilsstöðum Áskrift að Sýn til 7. apríl 4.999 Pizza frá Domino´s 2 Lítrar af kók og 6 glös Fáðu miða á myndina Ótrúlegirkaupaukarfylgja! Bíómiði á Final Destination fylgir með 500 fyrstu leikjunum Kaupauki #4 #2 #3 #1 Fékk krem og málið var úr sögunni VIÐ TÖKUR Á ÍSLANDI Eli með 8mm vélina sína á Íslandi. Hann var 19 ára þegar hann dvaldi hérna og fékk hugmyndina að Cabin Fever, sem hefur fengið frá- bæra dóma gagnrýnenda enda er hún æsispennandi, óhugnanleg og bráðfyndin. Bandaríski kvikmynda- leikstjórinn Eli Roth fékk hugmyndina að hryllingsmyndinni Cabin Fever á Íslandi fyrir áratug. Þá fékk hann undarlegan húð- sjúkdóm sem var hæg- ur vandi að lækna með smyrslum en í mynd- inni er hann að sjálf- sögðu banvænn. ELI Í BLÁA LÓNINU Hann er yfir sig hrifinn af landi og þjóð og kunni afskaplega vel við sig í sveitinni hjá Björgu Ólafsdóttur. Hann heldur enn sambandi við íslenska vini sína og kann að segja „skyr“ og „takk fyrir“. BÖRN „Bandaríkjamenn eiga ekki að sprengja Írak út af olíu. Það er bara bull,“ segir Einar Þór Har- aldsson en hann hefur stofnað friðarfélagið Friður á Jörð ásamt fjórum félögum sínum, Sindra Snorrasyni, Hlyni Jónassyni, Friðrik Birni Arasyni og Örnólfi Eldon Þórssyni, úr 5-V í Vestur- bæjarskóla. „Af hverju mega þeir bara ekki eiga olíuna fyrst hún er í þeirra landi? bætir hann við og segir þá félagana ekki skilja það að fólk sé drepið fyrir olíu. Félagsskapurinn varð til í svo- kallaðri „Smiðju“. „Við erum alltaf í smiðju á föstudögum þar sem við leikum leikrit, sýnum hluti og gerum allt mögulegt og þar ákváðum við að stofna félag- ið.“ Drengirnir segjast ætla að fylgja stærri mótmælahópum eftir og vonast til að fleiri krakk- ar bætist í hópinn. Þá hafa þeir látið búa til 40 barmmerki með spurningunni „Vilt þú sprengja Írak?“ en merkjunum hafa þeir meðal annars dreift til bekkjarfé- laga sinna. Þeir segjast fylgjast með fréttum af stríðinu og hafa nokkrar áhyggjur af gangi mála. Sindri segist byrja morgnana á því að kíkja á fréttir frá BBC í sjónvarpinu og svo aftur þegar hann kemur heim úr skólanum. Strákarnir segjast nánast standa einir og óstuddir að friðar- starfinu en þeir hafi þó notið lið- sinnis nokkurra foreldra og nefna þar sérstaklega til sögunnar Har- ald Ólafsson veðurfræðing, Elísa- betu Rónaldsdóttur klippara og Eddu Kristínu Einarsdóttur arki- tekt. ■ EINAR ÞÓR HARALDSSON, SINDRI SNORRASON OG HLYNUR JÓNASSON Þeir félagar komust heldur betur í feitt um daginn þegar þeir fundu samvaxna banana úti í búð. Þeir segjast ekki hafa tíma að borða fyrirbærið, ætla að hafa þá til sýnis í Smiðjunni í skólanum og geyma þá svo jafnvel í frysti. Á heimatilbúnu mótmælaspjaldi létu þeir Bush og Hussein leiðast og það er því ef til vill ekki svo galið að nefna tví- burabananana samrýmdu eftir þessum höfuðandstæðingum. Stríðsátökin í Írak fara ekki framhjá unga fólkinu og valda þeim vitaskuld áhyggj- um eins og fullorðna fólkinu. Fimm félagar úr Vesturbæjarskóla vilja leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir friði og hafa stofnað félagsskapinn Friður á Jörð. Langbest að hafa frið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.