Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 28. mars 2003
ÍRAK, AP Bandarískar og breskar
hersveitir settu aukinn kraft í
árásir sínar á Íraka þegar einum
versta sandstormi um áratuga-
skeið slotaði.
Fallhlífahersveitir hertóku
flugvöll í norðanverðu Írak,
nærri tyrknesku landamærun-
um, í fyrrinótt. Meðal þeirra her-
manna sem lögðu flugvöllinn
undir sig voru meðlimir í sér-
sveitum hersins. Hertaka flug-
vallarins þýðir að hægt verður
að flytja þyngri vopnabúnað,
skriðdreka og ýmis farartæki,
með flugvélum til norðurhluta
Íraks.
Harðar árásir voru gerðar á
sveitir Íraka sem voru að yfir-
gefa Basra í suðri. Um 20 skrið-
drekar voru eyðilagðir í einni
slíkri árás. Greint var frá því að
ráðist hefði verið á mikla lest far-
artækja þar sem talið var að 120
skriðdrekar og önnur brynvarin
farartæki væru á ferð. Síðar kom
í ljós að aðeins þrír skriðdrekar
voru í lestinni sem ráðist var á. ■
Strandgata 3 • 600 Akureyri • Sími 460-4500 • Tölvupóstur: ln@ln.is • Heimasíða: www.ln.is
1. Setning ársfundar
2. Skýrsla stjórnar, kynning og afgreiðsla
ársreiknings LN og tryggingarfræðilegt mat
3. Fjárfestingastefna sjóðsins
4. Breytingar á samþykktum
5. Kosning stjórnar
6. Kosning löggilts endurskoðanda
7. Kosning trygginga- stærðfræðings
8. Laun stjórnar
9. Önnur mál
Stjórnin
Ársfundur Lífeyrissjóðs Norðurlands
verður haldinn í Nýja Konungverslunarhúsinu á Hofsósi
föstudaginn 4. apríl kl. 16:00
Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og eru þeir hvattir til að mæta
Dagskrá
BANDARÍKIN Nokkurrar svartsýni
er farið að gæta meðal eldri her-
foringja og fyrrum foringja sem
fylgjast með innrásinni í Írak úr
fjarlægð. Að sögn Washington
Post eru sumir þeirra farnir að
tala um að mánuðir geti liðið áður
en Írakar gefist upp.
Herforingjarnir tiltaka þrjár
ástæður. Ein er sú að herinn sem
safnað var saman sé of lítill til að
geta afgreitt Íraka skjótlega. Önn-
ur er sú að Írakar veita meiri mót-
spyrnu en búist hafði verið við.
Þriðja ástæðan er sú að meðan
áhersla er lögð á að ná skjótum ár-
angri er lögð áhersla á að mann-
fall meðal óbreyttra borgara
verði sem minnst. ■
MIÐAÐ Á ÓBREYTTA BORGARA
Omid Medhat Mubarak, heil-
brigðisráðherra Íraks, sakaði
Bandaríkjamenn og Breta um
að varpa sprengjum viljandi á
óbreytta borgara. Hann segir að
36 óbreyttir borgarar hafi látið
lífið í árásum á Írak í fyrradag.
Bandarískir herforingjar segj-
ast ekki útiloka þann möguleika
að íraskt flugskeyti hafi sprung-
ið þegar 14 létu lífið í íbúða-
hverfi.
Mesta storm sem gengið hefur yfir Írak um langt skeið lægir:
Aukinn kraftur settur í árásirnar
SÓTT FRAM Í ÍRAK
Fjölmenn sveit bandarískra fótgönguliða
sést hér sækja fram í Írak.
Efasemdir hjá fyrrum herforingjum:
Dregur úr bjartsýni
HERMAÐUR Í NORÐANVERÐU ÍRAK
Herinn er of lítill til að yfirbuga Íraka fljótt,
segja sumir fyrrum hermenn.
■ Innrás í Írak/
Örfréttir
BORÐAÐ MEÐ HERMÖNNUM
George W. Bush Bandaríkjaforseti snæddi með hermönnum eftir að hafa ávarpað þá í
herstöð á Flórída. Á matseðli flugvélar forsetans, Air Force 1, er ekki lengur að finna
franskar kartöflur. Frelsiskartöflur hafa komið í stað þeirra.
MÓTMÆLT Í ÁSTRALÍU
Stjórnvöld í Ástralíu styðja rækilega við
bakið á Bandaríkjamönnum og Bretum.
Mikil andstaða er meðal almennings. Þús-
undir mótmæltu við ráðhúsið í Sydney. 14
voru handteknir og einn slasaðist þegar
flöskum og stólum var hent upp í loftið.
LEITA SKJÓLS
Bandarískir landgöngu-
liðar leituðu skjóls þegar
sprengjuhríð dundi á þeim
suður af Bagdad.