Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 34
TÓNLIST Bítilinn Paul McCartney hefur haldið þeirri vinnuaðferð til streitu í fjórtán ár að fylgja breiðskífuútgáfum eftir með stærðarinnar tónleikaferðum. Árið 1989 tók hann óvænt upp á því að halda tónleika á útileik- vöngum og hefur þétt aðdáenda- hóp sinn í Bandaríkjunum svo um munar frá því hann hóf að gera það. Hann hefur svo haft að venju að gefa út tónleikaplötu eftir hverja tónleikaferð sem minnis- varða fyrir aðdáendur sína. Aðal- tekjulind hans síðustu árin hafa verið þessar tónleikaferðir, en aldrei hafa tónleikar hans verið jafn vel sóttir og nú. Síðustu ár hafa verið viðburðarík Ástæður þessara auknu vin- sælda síðustu ár eru margar. Eft- ir dauða Lindu McCartney hellti Paul sér í vinnu og gaf út þrjár breiðskífur á fimm árum. Plöt- urnar „Flaming Pie“, „Run Devil, Run“ og „Driving Rain“ fengu allar lof gagnrýnenda og þótti Bítilinn gamli einlægari en hann hafði verið í mörg ár og var það rakið til dauða eiginkonunnar. Paul var heppinn og fann ástina. Hann komst svo í heimsfréttirn- ar að nýju þegar hann lagði sitt af mörkum til þess að bera smyrsl á sár Bandaríkjamanna eftir hryðjuverkaárásina á New York þann 11. september 2001. Hann stóð meðal annars fyrir risatónleikum í Madison Square Garden stuttu eftir atburðina til stuðnings fjölskyldum þeirra er misstu ástvini sína. Hann samdi lagið „Freedom“ fyrir banda- rísku þjóðina og kom þar með lagi á topp bandarískra vinsælda- lista í fyrsta skipti í meira en ára- tug. Breiðskífan „Driving Rain“ kom út stuttu eftir þetta og varð hún söluhæsta plata McCartneys í langan tíma. Tveimur mánuðum seinna dó George Harrison. Lög Bítlanna byrjuðu að hljóma á útvarps- stöðvum um allan heim og heims- byggðin áttaði sig á því að helm- ingur dáðustu sveitar allra tíma 34 28. mars 2003 FÖSTUDAGUR Mjódd • Dalbraut • Austurströnd 1000 kr. tilboð TILBOÐ sótt kr. 1.000 Stór pizza með 4 áleggstegundum ® Mjódd • Dalbraut • Austurströnd Bítillinn Paul McCartney er lagður af stað í heimsreisu. Fólk leitar leiða til þess að leiða hugann frá stríðsátökum við Persaflóa og hafa tón- leikar hans aldrei verið eins vel sóttir og nú. Tónleikaplata hans „Back in the World“ fór beint í fimmta sæti breska vinsældalistans. Áætlað er að hann bæti um 200 milljón pundum í sjóð sinn að ævintýrinu loknu. Skemmtikraftur, ekki stjórnmálamaður PAUL OG HLJÓMSVEITIN Hljómsveit McCartney var sett saman í Los Angeles fyrir tökur síðustu breiðskífu „Driving Rain“. Hópurinn hefur því starfað saman í tæp þrjú ár. Fyrir tónleika á Paul það til að bregða á leik og „hita upp“ fyrir sjálfan sig með liðsmönnum undir hljómsveitarnafninu The Firemen.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.