Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 20
VELFERÐARKERFIÐ „Nokkur úrlausn- arefni í velferðarkerfinu eru þess eðlis að okkur sýnist að það þurfi einfaldlega að vinna að lausn þeirra á allra næstu dögum. Um það bil helmingur þeirra sem leit- að hafa aðstoðar að undanförnu hjá félagsmálastofnunum og hjá almannaheillasamtökum er at- vinnulaust fólk. Sem bráðaaðgerð verður að færa atvinnuleysisbæt- urnar til jafns við umsamin lág- markslaun,“ segir Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ. Á meðal annarra brýnna aðgerða sem ráð- ast þyrfti í á allra næstu dögum, eins og Grétar orðar það, eru að- gerðir á húsnæðismarkaði. „Það er gegnumgangandi í viðbrögðum allra þeirra sem við höfum talað við að húsnæðiskostnaður sé allt of hár,“ segir Grétar. „Það var ágæt sátt í samfélaginu til um 1990 að greiða niður húsnæðis- kost hjá efnaminna fólki í gamla verkamannabústaðakerfinu. Það er alveg ljóst að sama hvaða leið menn velja að fara nú, þá verður samfélagið að taka meiri þátt í að greiða niður hús- næðiskostnað hjá því fólki sem verst er sett.“ Það þriðja sem Grétar nefnir yfir brýnar aðgerð- ir varðar háan lyfjakostnað, sem orðinn er veru- legur hluti útgjalda á efna- minni heimilum. ASÍ hefur undanfarin tvö ár staðið að umfangsmikilli tillögugerð um úrbætur í velferðarkerfinu. Sú vinna er nú hálfnuð og var vinnan kynnt á ráðstefnu ASÍ á dög- unum. Tillögurnar fela í sér alhliða úrbætur í heilbrigð- iskerfinu, tryggingakerfinu og húsnæðiskerfinu og séraðgerðir til að sporna við fátækt. „Við telj- um að það sé lykilatriði að það ná- ist góð sátt um þær breytingar sem við leggjum til,“ segir Grétar. Að hans sögn kosta tillögur ASÍ um 10 milljarða aukn- ingu í ríkisútgjöldum. „Okkur sýnist að það séu full rök fyrir því að umbætur í velferðarkerfinu eigi að vera fyrsta viðfangsefnið þegar hækkar í ríkiskassanum,“ segir Grétar. „Svo geta menn far- ið að velta fyrir sér skattalækkun- um.“ gs@frettabladid.is 20 28. mars 2003 FÖSTUDAGUR ■ „Við teljum að það sé lykilat- riði að það ná- ist góð sátt um þær breytingar sem við leggj- um til.“ LÚINN FRÉTTAMAÐUR Í smáríkinu Katar við Persaflóa starfrækja Bretland og Bandaríkin upplýsingamið- stöð. Þangað koma daglega yfir 600 frétta- menn alls staðar að úr heiminum til þess að fá upplýsingar frá innrásarhernum um framgang mála í stríðinu í Írak. SAMNINGAR Íslensk stjórnvöld hafa gert viðsemjendum sínum um stækkun evrópska efnahagssvæð- isins grein fyrir því að þau séu reiðubúin að tvö- til þrefalda fjár- framlög Íslands vegna samnings- ins að því gefnu að viðræður fari fram innan samningsins eins og hann er nú. „Við höfum ekki útilokað að borga meira,“ segir Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í ut- anríkisráðuneytinu. „Við viljum hins vegar ekki telja þessar greiðslur upp fyrir það sem felst í samningnum sjálfum.“ Það komi ekki til greina nú frekar en áður að breyta ákvæðum samningsins um evrópska efnahagssvæðið eins og Evrópusambandið hafi lagt upp með. Mikil fundahöld eru hjá vinnu- hópum og samningamönnum EFTA og Evrópusambandsins þessa dag- ana. Gunnar Snorri segir að klára þurfi samninga ekki síðar en í næstu viku ef það á að takast að af- greiða stækkun EES á sama tíma og stækkun ESB verður afgreidd á leiðtogafundi Evrópusambandsins um miðjan næsta mánuð. „Við verðum að klára fyrir þann tíma ef við ætlum að ná þeirri lest.“ Hann óttast þó ekki að erfiðara verði að fá samninginn staðfestan ef hann dregst fram yfir þann tíma. ■ JERÚSALEM, AP Miklar deilur hafa risið um niðurskurð á ríkisút- gjöldum sem ísraelska stjórnin hefur samþykkt. Tveir ráðherrar stjórnarinnar greiddu atkvæði gegn niðurskurðinum. Þeir segja niðurskurðinn dæma meira en hundrað þúsund börn og fjöl- skyldur þeirra til fátæktar á sama tíma og skattar þeirra efna- meiri lækki. Sumir andstæðingar niðurskurðar hafa sagt að hann marki endalok velferðarríkisins. Niðurskurðurinn nemur nær 200 milljörðum króna. Útgjöld allra ráðuneyta, nema varnar- málaráðuneytisins, eru skorin niður um tíu prósent, opinberum starfsmönnum verður sagt upp, laun lækkuð og flestar almanna- bætur frystar. „Ég veit að þetta er ekki auð- velt,“ sagði Benyamin Netanyahu fjármálaráðherra. Hann segir að ekki hafi verið hjá þessu komist. Ísrael gengur nú í gegnum verstu efnahagskreppu sína frá því ríkið var myndað. Halli á rekstri ríkis- sjóðs í febrúarmánuði einum nam 47 milljörðum króna. ■ VILBORG ODDSDÓTTIR „Það er verið að misbjóða virðingu fólks að þurfa að leita til hjálparstofnana til að fá mataraðstoð.“ Hjálparstarf kirkjunnar: Sífellt fleiri leita sér aðstoðar VELFERÐARKERFIÐ Íslenska velferð- arkerfið nær til takmarkaðs hóps. Hvort sem einstaklingar verða fyrir atvinnumissi eða veikindum er velferðarkerfið ekki það net sem menn búast við. Fyrir þá sem þurfa að vera lengi á framfærslu eru bæturnar allt of lágar til að fólk standi undir skuldbindingum, segir Vilborg Oddsdóttir, félags- ráðgjafi Hjálparstarfs kirkjunn- ar. Vilborg segir sífellt fleiri leita til Hjálparstofnunarinnar. „Aukn- ingin er mikil, aðallega meðal ungs fólks. Um er að ræða fólk án at- vinnu og eins þá sem eru á lægstu laununum með marga á fram- færi.“ Hún segir fólk vera orðið þreytt á því að endar nái ekki sam- an. Þá hvíli drungi yfir skjólstæð- ingum að sjá ekki í sjónmáli neinar breytingar til batnaðar. Miðað við aðrar Norðurlanda- þjóðir segir Vilborg íslenska ríkið standa sig illa hvað varðar grunn- framfærslu. „Fólk getur betur lif- að af henni erlendis og er betur kunnugt um rétt sinn. Það er ver- ið að misbjóða virðingu fólks að þurfa að leita til hjálparstofnana til að fá mataraðstoð.“ ■ Tíð fundahöld vegna stækkunar EES: Til í tvö- til þreföldun greiðslna HÖFUÐSTÖÐVAR EVRÓPUSAMBANDSINS Báðir aðilar eru byrjaðir að hreyfa sig, segir Gunnar Snorri, en enn ber mikið í milli. Versta efnahagskreppa í sögu Ísraels: Deilt um niðurskurð MIKLIR EFNAHAGSÖRÐUGLEIKAR Ríkisstjórnin sker niður útgjöld til að minnka hallarekstur á ríkissjóði. Met var sett í hallarekstri í febrúar. Atvinnuleysisbætur verða að hækka Segir Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, um bresti í íslenska velferðarkerf- inu. Atvinnulausir í vaxandi mæli upp á almannaheillasamtök komnir. GRÉTAR ÞORSTEINSSON Brýnustu úrlausnarefnin í velferðarkerfinu eru orðin svo aðkallandi að þau þyrftu helst lausn á allra næstu dögum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.