Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 2
VIÐSKIPTI „Það er ekki langur að-
dragandi að þessu. Við sendum
bréf til formanns stjórnar Búnað-
arbankans á
miðvikudaginn,“
sagði Sigurður
E i n a r s s o n ,
stjórnarformað-
ur Kaupþings,
en Kaupþing
hefur farið þess
á leit við stjórn
Búnaðarbank-
ans að hafnar
verði viðræður
um sameiningu
bankanna tvegg-
ja. Stjórn Bún-
a ð a r b a n k a n s
hefur fallist á
erindið og munu viðræður hefjast
eftir helgi. Sameinaður banki yrði
sá stærsti á Íslandi, með 33 millj-
arða í eigið fé og efnahagsreikn-
ing upp á 430 milljarða. Sameigin-
legur hagnaður bankanna tveggja
á síðasta ári nemur 5,4 milljörðum
króna.
Að sögn Sigurðar er frum-
kvæðið að viðræðunum komið frá
Kaupþingi. „Við leggjum upp með
það að kanna hvort menn geti séð
skynsemi í því að sameina þessar
tvær bankastofnanir,“ segir Sig-
urður. „Það hefur verið umræða í
þjóðfélaginu um nauðsyn á frek-
ari hagræðingu og samruna á ís-
lenskum fjármálamarkaði. Við
höfum auðvitað skoðað Búnaðar-
bankann töluvert lengi, eins og
við höfum skoðað aðrar fjármála-
stofnanir landsins. Við teljum það
mjög skynsamlegt að kanna hvort
við getum náð saman um slíkan
samruna.“
Sigurður segir ekki til umræðu
að Kaupþing kaupi Búnaðarbank-
ann, heldur sé hér um sameining-
arviðræður að ræða. Sameiningin
geti verið sérstaklega heppileg
þar sem Kaupþing er fjárfesting-
arbanki með útibú í níu löndum og
Búnaðarbankinn er viðskipta-
banki með 35 útibú víða um land.
„Það sem býr að baki er fyrst og
fremst að geta þjónustað við-
skiptavini hér heima með betri og
samkeppnishæfari þjónustu held-
ur en við höfum getað gert áður,“
segir Sigurður. „Svo liggur það í
eðli málsins að þetta sameinaða
batterí, ef af verður, yrði mun öfl-
ugra og betur í stakk búið til þess
að taka þátt í samkeppni á alþjóð-
legum mörkuðum.“
S-hópurinn svokallaði hafði
ekki átt kjölfestuhlut í Búnaðar-
bankanum nema í þrjá daga þegar
bréfið frá Kaupþingi barst stjórn
bankans. Að sögn Hjörleifs Jak-
obssonar, stjórnarformanns Bún-
aðarbankans, hefur ítarleg grein-
ing af hálfu stjórnar Búnaðar-
bankans á möguleikum fyrir
bankann á íslenskum fjármála-
markaði þegar farið fram. „Við
göngum ekki til þessara viðræðna
bara vegna þess að Kaupþing
sendi okkur bréf,“ segir Hjörleif-
ur. „Við erum búnir að greina
þennan markað mjög vel, hvaða
fyrirtæki eru til staðar og hvað
myndi henta okkur. Við sjáum að
þessar tvær stofnanir geta átt vel
saman. Við förum í þessar við-
ræður á okkar forsendum og frá
okkar bæjardyrum séð er þetta
áhugavert.“
gs@frettabladid.is
2 28. mars 2003 FÖSTUDAGUR
„Þetta sam-
einaða batt-
erí, ef af verð-
ur, yrði mun
öflugra og
betur í stakk
búið til þess
að taka þátt í
samkeppni á
alþjóðlegum
mörkuðum.
“Það er svona upp og ofan eins og
með fleira. En útlitið er mjög gott.“
Þórarinn Viðar Þórarinsson, fyrrum forstjóri
Landssímans, plantaði sem kunnugt er trjám
við sumarbústað sinn á Þingvöllum. Fáum sögum
hefur farið af trjánum sjálfum.
Spurningdagsins
Þórarinn, hvernig reiðir trjánum af?
■ Lögreglufréttir
Stærsti banki Íslands
á teikniborðinu
Kaupþing og Búnaðarbanki hafa ákveðið að hefja viðræður um sameiningu.
Sameinaður banki yrði sá stærsti á Íslandi með 33 milljarða í eigið fé.
Lífeyrissjóður
Austurlands:
Skerðir rétt-
indi sjóðfélaga
LÍFEYRIR Stjórn Lífeyrissjóðs Aust-
urlands hyggst skerða réttindi
sjóðfélaga um 5,4%.
Á síðustu tveimur árum hefur
lífeyrissjóðurinn þurft að af-
skrifa rúman milljarð króna, þar
af um 800 milljónir vegna eignar
í óskráðum hlutabréfum. Hæsta
leyfilega hlutfall slíkra eigna er
10% en var um 12% síðustu ára-
mót.
Ávöxtun sjóðsins á síðasta ári,
samkvæmt drögum að uppgjöri,
var neikvæð um rúm 11% og hef-
ur verið neikvæð síðustu þrjú ár.
Breytingar á makalífeyri og
ellilífeyrisaldri snerta ekki þá
sem þegar eru farnir að fá
greiðslur frá sjóðnum, sem eru
rúmlega 1.500 manns í dag. Alls
eru sjóðfélagar á sjötta þúsund
og heildareignir sjóðsins nema
um 13,5 milljörðum króna.
Niðurstaða tryggingafræði-
legrar úttektar leiddi í ljós að
sjóðinn vantaði verulega upp á að
eignir dygðu fyrir skuldbind-
ingum. ■
Skoðanakönnun um skattgreiðslur almennings:
Sjálfstæðismenn eru sér á báti
SKATTAMÁL Um 76% landsmanna
segjast borga stærri hluta af laun-
um sínum í skatta og gjöld fyrir
opinbera þjónustu nú en fyrir tíu
árum, samkvæmt niðurstöðu skoð-
anakönnunar Fréttablaðsins frá
því á laugardaginn.
Athygli vekur að stuðnings-
menn Sjálfstæðisflokksins eru
nokkuð sér á báti því nærri helm-
ingur þeirra segist ekki borga
stærri hluta af launum sínum í
skatta og opinber gjöld nú en fyrir
tíu árum. Stuðningsmenn Fram-
sóknarflokksins, samstarfsflokks
Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn,
eru ekki sömu skoðunar því um
73% þeirra segjast borga stærri
hluta nú. Fylgismenn stjórnarand-
stöðuflokkanna eru mun afdráttar-
lausari í svörum sínum, því um 80
til 96% þeirra segjast borga hærra
hlutfall í skatta og opinber gjöld nú
en fyrir tíu árum.
Lítill munur er á afstöðu fólks
eftir búsetu og kyni. Aðeins fleiri
karlar í þéttbýli en á landsbyggð-
inni segjast borga stærri hluta af
launum sínum í skatta og opinber
gjöld. Sömu sögu er að segja af
konum.
Í könnuninni var hringt í 600
manns á landinu öllu og tóku um
74,3% þeirra afstöðu. Spurt var:
Borgar þú stærri hluta af launum
þínum í skatta og gjöld fyrir op-
inbera þjónustu en fyrir tíu
árum? ■
Formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja um sameiningarviðræður
Kaupþings og Búnaðarbanka:
Líklega hluti af stærri hræringum
VIÐSKIPTI „Í sjálfu sér hefur mað-
ur alltaf búist við einhverjum
hræringum á þessum markaði.
Hvað okkur varðar er þetta
kannski skásta leiðin sem hægt
er að fara hvað varðar starfs-
menn, því störf munu skarast
minna en ef um sameiningu
tveggja viðskiptabanka væri að
ræða. Þetta yrði svipuð samein-
ing og var þegar Fjárfestingar-
bankinn og Íslandsbanki voru
sameinaðir, sem var sameining
fjárfestingarbanka og viðskipta-
banka,“ segir Friðbert Trausta-
son, formaður Samtaka starfs-
manna fjármálafyrirtækja, að-
spurður um álit sitt á sameining-
arviðræðum Kaupþings og Bún-
aðarbanka.
Þessi tíðindi koma Friðberti að
vissu leyti á óvart. „Ég hélt lengi
vel, þegar Sparisjóðirnir áttu
verulega stóran hlut í Kaupþingi
og voru ekki með mikla
fjárfestingarstarfsemi hjá sér, að
þeir myndu reyna að sameinast
Kaupþingi. En það hefur ekki
orðið raunin.“
Friðbert telur ekki ólíklegt að
sameiningarviðræðurnar séu
hluti af yfirgripsmeiri hræring-
um í íslenskum viðskiptum. „Það
hefur greinilega eitthvað verið
að gerast,“ segir Friðbert. „Ég tel
ekki ólíklegt að það hafi haft úr-
slitaáhrif þegar S-hópurinn tók
yfir meirihlutann í Búnaðarbank-
anum. Kaupþing hefur verið að
fjárfesta í öðrum hlutafélögum
S-hópsins undanfarið, eins og í
Olíufélaginu og VÍS.“ ■
BÍLVELTA Í BORGARNESI Öku-
maður missti stjórn á bíl sínum
ofan við Borgarnes rétt fyrir átta
í gærmorgun. Að sögn lögreglu
liggur orsök ekki fyrir. Ökumað-
urinn, sem var einn í bílnum,
slapp ómeiddur. Bíllinn er hins
vegar talinn ónýtur.
ÓK GEGN RAUÐU LJÓSI Harður
árekstur varð á Akureyri um
áttaleytið í fyrrakvöld á mótum
Glerárgötu og Strandgötu. Engin
slys urðu á fólki en bílarnir eru
báðir mikið skemmdir. Flytja
þurfti báða bílana af vettvangi
með kranabíl. Tildrög slyssins
urðu þau að annar bíllinn ók út á
gatnamót gegn rauðu ljósi.
BORGAR ÞÚ STÆRRI HLUTA AF
LAUNUM ÞÍNUM Í SKATTA OG
GJÖLD FYRIR OPINBERA ÞJÓN-
USTU EN FYRIR TÍU ÁRUM?
Afstaða stuðningsmanna flokkanna
Já Nei
B 73% 27%
D 54% 46%
F 96% 4%
S 81% 19%
U 83% 17%
Óákveðnir* 74% 26%
Svara ekki* 73% 27%
*hvaða flokk þeir kjósa
Höldum um
taumana
WASHINGTON, AP Bandarísk stjórn-
völd munu setja sig upp á móti öll-
um tilraunum Sameinuðu þjóð-
anna til að reyna að ákveða fram-
tíð Íraks án aðkomu þeirra ríkja
sem standa að innrásinni í Írak,
sagði Colin Powell, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, þegar hann
svaraði þingmönnum.
Powell sagði þingmönnum að
hann hefði rætt við Kofi Annan,
aðalritara Sameinuðu þjóðanna.
„Sameinuðu þjóðirnar vilja vinna
með okkur, hjálpa okkur,“ sagði
Powell um niðurstöðu fundarins. ■
SIGURÐUR EINARSSON, STJÓRNAR-
FORMAÐUR KAUPÞINGS
Frumkvæðið að viðræðum Búnaðarbanka
og Kaupþings kemur frá Kaupþingi.
■ Innrásin í Írak/
Colin Powell