Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 8
8 28. mars 2003 FÖSTUDAGUR KÆRI SÁLI „Það er alveg greinilegt að hafið er sálfræðistríð á milli liðanna.“ Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, um leik Íslands og Skotlands. DV, 27. mars. ÍSLENSKT, JÁ TAKK „Við fengum að koma með okk- ar eigið lamb svo það hlýtur að hafa hjálpað eitthvað.“ Ragnar Ómarsson í tilefni af því að hafa verið valinn matreiðslumaður Norðurlanda. Mbl, 27. mars. HVAÐ SEGIR BLAIR? „Mér skilst að það fólk sem brenndi íslenska fánann í Kaup- mannahöfn hafi talið sig vera að brenna breska fánann.“ Halldór Ásgrímsson um það þegar kveikt var í íslenska fánanum í Kaupmannahöfn. Fréttablað- ið, 27. mars. Orðrétt Flóttamenn til Akureyrar: Sjö ár í flóttamannabúðum FLÓTTAMENN Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, bauð tutt- ugu og fjóra flóttamenn frá Júgóslavíu velkomna til bæjarins. Fólkið átti að baki langt og strangt ferðalag. Í hópnum eru þrettán full- orðnir og ellefu börn. Fólkið, sem er serbneskt að uppruna, var hrakið burt frá Krajina-héraði í Króatíu árið 1996 ásamt hundruðum þús- unda manna og hefur dvalið í flótta- mannabúðum síðan. Að sögn Péturs Bolla Jóhannes- sonar verkefnastjóra er koma flóttafólksins hluti af samvinnu- verkefni milli félagsmálaráðuneyt- is og Akureyrarbæjar. Akureyrar- bær sér um fræðslumál og heilsu- gæslu og útvegar íbúðir fyrir fólkið. Rauði krossinn hefur útvegað hús- gögn og fengið stuðningsfjölskyld- ur sem verða fólkinu til aðstoðar. Mun starfsfólk Akureyrarbæjar ásamt túlki vera fólkinu innan hand- ar eftir í daglegu amstri, sinna fé- lagslegri þjónustu og aðstoða við að aðlagast bæjarlífinu. Af hálfu bæjarins hefur verið unnið um skeið að fræðslu- og fé- lagsmálum hópsins. Allur hópurinn mun sækja vorskóla í fyrstu en börnin ganga í sína hverfaskólaeftir sumarfrí. Fullorðnir halda áfram námi í íslensku og samfélags- fræðslu í Menntasmiðjunnni. Er með þessu fyrirkomulagi vonast til að bæjarbúar og aðfluttir aðlagist hverjir öðrum sem best. Ekki er gert ráð fyrir að fólkið fari að vinna fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjá mánuði en að sögn Péturs hafa þegar borist fyrirspurnir um að fá fólkið í vinnu. ■ FLÓTTAMENN BOÐNIR VELKOMNIR Í hópnum eru þrettán fullorðnir og ellefu börn. Af hálfu bæjarins hefur verið unnið nokkurn tíma í undirbúningi að komu flóttafólksins. KOMIN TIL AKUREYRAR Flóttafólkið á Akureyrarflugvelli. Fólkið er að uppruna frá Serbíu og hefur verið á hrakningum frá 1996. Vilja níu millj- arða í breytingar ASÍ telur tillögur í velferðarmálum brýnni en þær skattaaðgerðir sem stjórnmálaflokkar hafa lagt fram. Forsvarsmenn ASÍ telja raunhæft að tillögurnar geti komið til framkvæmda á næstu fjórum árum. VELFERÐARKERFIÐ Hagdeild Alþýðu- sambands Íslands hefur metið kostnað við tillögur sambandsins í velferðarmálum sem kynntar voru fyrir skömmu. Kostnaður við til- lögurnar nemur árlega rúmum níu milljörðum króna. Á blaðamanna- fundi með forsvarsmönnum ASÍ í gær kom fram að þeir telji tillög- urnar eiga að hafa forgang um- fram þær skattaaðgerðir sem stjórnmálaflokkarnir hafa lagt fram. Ekki er í tillögum um heil- brigðismál gert ráð fyrir að þær valdi kostnaðarauka til lengri tíma. Þær byggi annars vegar á aukinni skilvirkni og hagræðingu og hins vegar á að draga úr gjald- töku og auka þjónustu. Aðgerðir í húsnæðismálum eru afar brýnar að mati ASÍ. Gert er ráð fyrir að eyða biðlistum eftir um 1.700 félagslegum leiguíbúðum á þremur árum. Annars vegar er miðað við að fjölga þeim íbúðum sem lánað er til á lægstu vöxtum og hins vegar að auka vaxtaniður- greiðsluna þannig að hún miðist við 1% vexti í stað 3,5% eins og gert er í dag. Að auki er lagt til að vaxtaniðurgreiðsla gagnvart eldri félagslegum leiguíbúð- um verði aukin miðað við 1% vexti og er kostnaður við það áætl- aður 1.250 milljónir króna. Gert er ráð fyrir rúmum 4,5 milljörðum króna í tryggingarmál. Af því er miðað við að 1,6 milljarða þurfi til að tryggja öryrkjum sem búa einir tekjur sem nema 110 þús- und krónum með því að hækka tekjutryggingu. Vegna nýlegra samninga við öryrkja upp á einn milljarð er viðbótar- kostnaður til að ná settu marki 600 milljónir. Til- laga er gerð um að 800.000 milljónir fari til atvinnuleysisbóta með það að markmiði að hækka bætur í 93.000 krónur á mánuði. Miðað er við 3,5% atvinnuleysi. Dragi hins vegar úr atvinnuleysi verður heildarframlagið lækkað. Forráðamenn ASÍ telja brýnt að jafna hlut fjölskyldna í landinu og stemma stigu við fátækt. Mælst er til að sveitarfélög dragi úr gjald- töku til þeirra sem hafa lægstu launin vegna þjónustu við börn í grunnskólum, tómstundum barna og íþrótta og tónlistarskóla sem nemur 500 milljónum. Þá er lagt til að ríkissjóður verji 1,6 milljörðum til hækkunar á barnabótum og dragi úr tekjutengingu sem bráða- aðgerð. kolbrun@frettabladid.is Hunang N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 0 9 0 8 3 • s ia .i s VERKFALL Í KRISTJANÍU Á sama tíma og atvinnuleysi mælist með mesta móti hafa hasssalar í Kristjaníu farið í verkfall. Uppsagnir í Danmörku: Atvinnuleysi eykst KAUPMANNAHÖFN, AP Atvinnuleysi er meira en það hefur mælst í þrjú og hálft ár. 159.500 manns voru á atvinnuleysisskrá í síðasta mánuði. Það nemur um 5,7% af heildarfjölda vinnufærra manna hjá þessari frændþjóð okkar sem telur 5,3 milljónir manna. Talið er að atvinnuleysi eigi enn eftir að aukast. Ein helsta ástæðan fyrir auknu atvinnuleysi nú er að stjórnvöld hafa ákveðið að fækka opinberum starfsmönnum. 4.000 af þeim 133.000 manns sem vinna hjá hinu opinbera var sagt upp störfum. ■ RASMUSSEN KYRR Poul Nyrup Rasmussen, fyrrum forsætisráð- herra Danmerkur, mun ekki sækjast eftir starfi fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins. Hann mun líklega bjóða sig fram til Evrópuþingsins á næsta ári. Kristin Krohn Devold, utanríkisráðherra Noregs, er nefnd sem næsti framkvæmda- stjóri Nató. DREGIÐ ÚR ÞRÓUNARAÐSTOÐ Embættismenn á vegum Afríku- sambandsins segjast óttast að Bandaríkin og Bretland muni draga verulega úr aðstoð við Afr- íkuríki í kjölfar hins kostnaðar- sama stríðsreksturs í Írak. Mörg lönd í álfunni reiða sig að miklu leyti á þróunaraðstoð og því veldur þetta afrískum ráðamönnum þung- um áhyggjum. NÍU VEGNIR ÚR LAUNSÁTRI Níu manns létu lífið þegar menn vopn- aðir vélbyssum gerðu árás úr laun- sátri á þjóðvegi skammt vestur af Algeirsborg í Alsír. Ekki er vitað hverjir árásarmennirnir voru en vígasveitir íslömsku samtakanna GIA halda til á svæðinu. ÁRÁS Á VÍGI UPPREISNARMANNA Búrúndíski herinn hefur tilkynnt að 68 uppreisnarmenn hafi verið drepnir í árás sem gerð var á vígi þeirra skammt frá Bujumbura. Herinn beitti stórskotaliði og sprengjuvörpum. Talsmaður upp- reisnarmanna vísar yfirlýsingum hersins á bug og fullyrðir að að- eins tveir hafi fallið. Síldarminjasafnið: Milljóna styrkur SAFN Menntamálaráðherra og for- svarsmenn Síldarminjasafnsins á Siglufirði hafa undirritað 35 millj- óna króna samning um frekari upp- byggingu safnsins. Um er að ræða styrk frá ríkinu til byggingar bátaskemmu sem ætl- að er að varðveita valin sýnishorn af síldarskipum fyrri ára. Styrkur- inn greiðist út á þremur árum. Á Síldarminjasafninu eru varðveittar minjar og upplýsingar um þá sögu og mannlíf sem síldarævintýrið skapaði. Við undirskrift samnings- ins kynnti menntamálaráðherra ákvörðun safnaráðs að tilnefna Síldarminjasafnið á Siglufirði í samkeppni um evrópsku safna- verðlaunin árið 2004 fyrir Íslands hönd. ■ ■ Norðurlönd ■ Afríka KOSTNAÐARTILLÖGUR KYNNTAR Forráðamenn ASÍ telja raunhæft að tillögur í velferðarmálum geti komið að fullu til fram- kvæmda á næstu fjórum árum. Aukinn hagvöxtur í þjóðfélaginu eigi að geta komið til móts við kostnað vegna endurbóta í velferðarkerfinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.