Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.03.2003, Blaðsíða 4
4 28. mars 2003 FÖSTUDAGUR Hvenær lýkur stríðinu í Írak? Spurning dagsins í dag: Áttu von á skattalækkunum eftir kosningar? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 26,6% 5,6% 0,7% Innan mánaðar 67,1%Síðar Innan tveggja vikna Innan viku Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ÞÝSKALAND, AP „Það var eitthvað ekki í lagi með þá, þeir virtust á taugum,“ segir Charles Horgan, liðþjálfi í Bandaríkjaher, sem slasaðist þegar borgaralega klæddir Írakar réðust á hersveit- ina sem hann var í. Írökum hefur verið legið á hálsi að hermenn þeirra klæði sig eins og óbreytta borgara til að komast nær óvina- hermönnum en ella. „Einn þeirra var með riffil svo ég sneri byssuturninum,“ segir Horgan. „Þá heyrði ég hvin og sagði við sjálfan mig: „Guð minn góður, nú dey ég.“ Um leið sprakk sprengja sem hæfði bílinn og Horgan þeyttist úr honum. Jamie Villafane, ökumaður bílsins, segir að árásin hafi ekki komið mönnum algjörlega á óvart. „Við höfðum verið upplýst- ir um hvað þeir kynnu að gera,“ segir hann. Það hafi þó dregið úr varkárni þeirra að flestir óbreytt- ir borgarar sem þeir höfðu komist í tæri við höfðu tekið þeim vel. Horgan og Villafane hafa báðir verið fluttir á sjúkrahús í Þýska- landi ásamt fleiri bandarískum hermönnum sem særst hafa í Írak. ■ Innrás í Írak/Fjölmiðlar Barátta fjöl- miðlanna ÍRAK Fréttamenn fylgjast með öll- um atburðum innrásarinnar í Írak sem þeir komast í tæri við, stríðs- aðilum hvort tveggja til ánægju og ama. Það kom berlega í ljóst þegar fyrstu matvælasendingunum frá Kúvæt var dreift til almennings í Safwan í sunnanverðu Írak. Þar voru um 300 manns til að taka á móti matvælum frá Rauða krossi Kúvæts. Fréttamennirnir voru þó litlu færri. Um 200 þeirra þekkt- ust boð kúvæsku ríkisstjórnarinn- ar um far á vettvang til að mynda matvælagjöfina. ■ BEÐIÐ EFTIR GEIMSKOTI Geimskot Japana kemur á sama tíma og mikil spenna ríkir vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. Japanir á loft: Njósnir úr geimnum JAPAN, AP Japanir bjuggu sig í gær undir að skjóta á loft geimflaug sem átti að flytja fyrstu njósna- gervihnetti þeirra á sporbraut í kringum jörðu. Tveimur gervi- hnöttum var komið fyrir um borð í geimflaug sem skjóta átti á loft skömmu eftir miðnætti að ís- lenskum tíma. Mikill viðbúnaður var hafður þegar geimflauginni var komið fyrir á skotpalli sínum. Vega- hindrunum var komið fyrir í ná- grenninu og hundruð óeirðalög- reglumanna voru til að varna mót- mælendum aðgang. ■ SKÓLABÖRN Þó engin sjúkdómstilfelli hafi komið upp í skólum í Hong Kong hafa yfirvöld í hérað- inu ákveðið að loka öllum grunnskólum landsins í tíu daga. Dularfulli öndunarfæra- sjúkdómurinn: Yfir 1000 í sóttkví HONG KONG, AP Yfirvöld í Hong Kong hafa gripið til þess ráðs að setja 1.080 manns sóttkví í tíu daga til þess að reyna að hefta út- breiðslu hins dularfulla öndunar- færasjúkdóms sem breiðst hefur út um héraðið á undanförnum vik- um. Um 370 manns hafa greinst með sjúkdóminn í héraðinu og hef- ur hann nú þegar orðið tíu manns að bana. Samfara sóttkvínni verð- ur öllum grunn- og framhaldsskól- um á svæðinu lokað. Fólkið sem sett hefur verið í sóttkví á það sammerkt að hafa haft náið samneyti við sýkta ein- staklinga. Er því gert að halda sig heima og hafa reglulega samband við heilbrigðisyfirvöld. Fari menn ekki að þessum fyrirmælum geta þeir átt yfir höfði sér sekt eða fangelsisvist. Gripið var til sambærilegra að- gerða í Singapúr fyrr í vikunni. ■ ATKVÆÐAGREIÐSLA Pólska þingið þurfti að endurtaka atkvæða- greiðslu um vantraust á einn ráð- herra ríkisstjórnarinnar. Í ljós kom að þegar greidd voru at- kvæði um yfirlýsinguna í fyrra skiptið brugðu tveir stjórnar- þingmenn á það ráð að greiða at- kvæði fyrir tvo fjarverandi fé- laga sína. Ráðherrann hélt örugg- lega velli þrátt fyrir að kjósa þyrfti tvisvar um pólitíska fram- tíð hans. Málið er allt hið vandræðaleg- asta fyrir Leszek Miller forsætis- ráðherra og ríkisstjórn hans, sem er í minnihluta á pólska þinginu. Miller sagði réttast að þeim sem hefðu greitt atkvæði með óheið- arlegum hætti væri vikið úr flokki vinstribandalagsins sem stendur að ríkisstjórninni. Hann hvatti þá einnig til að segja af sér. Það hefur gerst einu sinni að íslenskur þingmaður hafi greitt atkvæði fyrir fjarstaddan þing- mann. Matthías Bjarnason greiddi atkvæði fyrir Árna John- sen í febrúar 1992. Matthías sagð- ist vita hvernig Árni hefði greitt atkvæði hefði hann verið við- staddur. „Ég hefði aldrei gert þetta ef um einhverja málefnaaf- stöðu hefði verið að ræða,“ var haft eftir honum í Morgunblað- inu. Atkvæði voru greidd um hvort vísa ætti frumvarpi um Há- skólann á Akureyri til nefndar. ■ Samræmd próf: Íslenskupróf í maí 2004 MENNTUN Fyrsta samræmda prófið í framhaldsskólum verður lagt fyrir nemendur í íslensku í maí á næsta ári. Menntamálaráðuneytið hefur tilkynnt að ný reglugerð um fyrir- komulag og framkvæmd sam- ræmdra stúdentsprófa í fram- haldsskólum hafi tekið gildi. Samkvæmt reglugerðinni verða samræmd stúdentspróf haldin tvisvar á ári, á prófatíma framhaldsskólanna í maí og des- ember. Fyrst verður prófað í ís- lensku eins og áður sagði en í maí árið 2005 verður fyrst prófað úr þremur greinum: íslensku, ensku og stærðfræði, og velja nemendur þá tvær greinar af þremur. ■ Á SJÚKRAHÚSI Í ÞÝSKALANDI Hermennirnir sögðu fréttamönnum frá reynslu sinni í Írak. Árásir borgaralega klæddra Íraka á bandaríska hermenn: „Guð minn góður, nú dey ég“ PÓLSKI FORSÆTISRÁÐHERRANN Leszek Miller, forsætisráðherra Póllands (til hægri), var brosmildur þegar hann tók á móti efnahagsmálaráðherra Sviss. Hann var ekki jafn brosmildur við atkvæða- greiðsluna í gær. Pólskir þingmenn feta í fótspor íslensks starfsbróður: Kusu fyrir fjarstadda þingmenn LANDSFUNDUR Davíð Oddsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, lof- aði skattalækkun í ræðu sinni við setningu landsfundar Sjálfstæð- isflokksins í Laugardalshöll í gær. Hann sagði að bjart væri yfir íslenskum þjóðmálum á meðan það rign- di eldi og brennisteini í Írak. „Við viljum lækka tekju- skatt um 4% á kjörtímabilinu,“ sagði Davíð. „Við viljum afnema eignarskatt algerlega. Við viljum lækka um helming virðisauka- skatt á matvæli, bækur, húshitun, rafmagnskostnað og annað sem tilheyrir lægri virðisaukaskatts- þrepinu. Við viljum hækka barnabætur um 2000 milljónir króna. Við viljum helminga öll skattþrep erfðafjárskatts, þannig að almennt þrep verði aðeins 5% og að fyrstu milljónirnar verði erfðaskattlausar. Og við viljum auka skattfrelsi vegna viðbótar framlaga í lífeyrissparnað.“ Davíð sagði að hingað til hefði Sjálfstæðisflokkurinn ekki lofað beinum skattalækkunum fyrir kosningar, en nú yrði breyting á. „Hér er um bein loforð okkar að ræða, sem við efnum, fáum við til þess styrk. Því má treysta.“ Davíð varð tíðrætt um stríðið í Írak og varði þá ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að styðja innrás Bandaríkjamanna. „Við Íslendingar höfum tekið afstöðu í þessu máli. Við höfum tekið afstöðu með írösku þjóðinni og gegn einræðisherranum. Við höfnuðum þeim kosti að vera í hópi þjóða sem lýstu bak við tjöldin yfir stuðningi við banda- menn, en óskuðu nafnleyndar til að losna við óþægindi heima fyr- ir. Og ég er ekki í neinum vafa um að íslenska ríkisstjórnin gerði það sem var bæði rétt og ærlegt.“ Í ræðu sinni gagnrýndi Davíð stjórnarandstöðuna harkalega og sérstaklega þá staðhæfingu hennar að skattar hefðu hækkað í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, sem hann sagði alranga. Þá gagn- rýndi hann einnig það sem hann kallaði persónupólitík stjórnar- andstöðunnar, þ.e. að reynt hefði verið að gera persónu sína sem tortryggilegasta. Undir lok ræðu sinnar setti Davíð út á þá sem vildu breyta kvótakerfinu og sagði: „Upp á síðkastið hafa andstæðingar okk- ar hvað eftir annað, jafnt innan þings sem utan, flutt tillögur, ræður og ályktanir af fullkomnu ábyrgðarleysi í garð þessarar mikilvægu atvinnugreinar.“ trausti@frettabladid.is DAVÍÐ ODDSSON, FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í ræðu sinni gagnrýndi Davíð stjórnarandstöðuna harkalega og sérstaklega þá staðhæfingu hennar að skattar hefðu hækkað í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, sem hann sagði alranga. Davíð lofar 4% lækkun tekjuskatts Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur í gær. Formaður flokksins segir bjart yfir íslenskum þjóðmálum. Hann gagnrýndi persónupólitík stjórnarandstöðunnar. Varði kvótakerfið og réttlæti stuðning við innrás í Írak. „Við höfum tekið afstöðu með írösku þjóðinni. FR ÉT TA B LA Ð I/ B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.