Fréttablaðið - 17.04.2003, Side 8
Föstudagurinn langi er á morgun– þá minnumst við þess þegar
maðurinn drap Guð. Þeir gerast
ekki svartari dagarnir. Af öllum ill-
virkjum mannsins og samanlagðri
heimsku er þetta botninn; afhjúpun
á vangetu mannsins
og hroka. Á föstu-
daginn langa er
maðurinn vesæll og
breyskur – en jafn-
framt stærilátur og
handviss í sinni
röngu sök. Þannig
er hann reyndar alla
daga, en við skulum
minnast þess sér-
staklega á morgun.
Þá drepum við Guð.
Eins og við munum lögðu allir
sitt af mörkum í Jerúsalem fyrir
bráðum 2000 árum; æðstuprestarn-
ir, landstjórnin og múgurinn en ein-
nig lærisveinarnir og aðrir tryggir
stuðningsmenn Jesú. Það er sama
hvernig við skiljum sjálf okkur; við
getum öll speglað okkur í einhverj-
um sem tók þátt í að drepa Guð. Það
fylgir mennskunni. Við erum eins
og fólkið í Monty Python-myndinni
Life of Brian sem missti af fjall-
ræðunni fyrir pex við aðra áhorf-
endur. Og þegar heimskan ræður
ekki för þá er það hrokinn. Í Jer-
úsalem tóku þeir stöðu kirkjunnar
fram yfir Guð – óttann við röskun
fram yfir réttlætið. Og þannig hef-
ur maðurinn alltaf valið.
Vegna þessarar skekkju í mann-
inum er honum gjarnara að spegla
sig í Jesú en þeim sem drápu hann.
Í vikunni mætti Ástþór Magnússon
í héraðsdóm útmakaður í tómatsósu
og krafðist þess að Pontíus Pílatus
dæmdi sig á krossinn. Í kosninga-
baráttunni sjáum við stjórnmála-
menn bregðast við með svipuðum
hætti – þeir eru sannleikurinn; and-
stæðingarnir ofsækjendur. Þótt
þeir noti ekki tómatsósu eins og
Ástþór þá er það bitamunur en ekki
fjár; þeirra tómatsósa er vandlæt-
ingin og sárindin undan byrðum
krossins.
Eins er það með kirkjunnar
menn. Þótt þeir séu starfsbræður
Kaifasar verður maður sjaldan var
við samkennd með þessum trygga
embættismanni kirkjunnar. Það er
oftar sem kirkjan er hinn ofsótti
sannleikur og Kaifas þá einhver allt
annar – amerískir sjónvarpsþættir
ef ekki vill betur.
Sem kunnugt er rís Guð upp á
sunnudaginn þótt við drepum hann
á morgun. En það þýðir ekki að við
höfum tapað. Við vörðum mennsk-
una og stofnanir mannanna; kirkju-
na og landstjórnina – hrokann og
heimskuna. Við stóðumst Guð. Sig-
ur Guðs á sunnudaginn er því ekki
sigur yfir manninum. Við sem
krossfestum hann náðum okkar
fram.
Auðvitað stendur okkur til boða
að fagna á sunnudaginn. Það er
einkanlegur fögnuður; fögnuður
yfir því að eitthvert vit sé í veröld-
inni handan við heimsku mann-
anna. Að það sé mögulegt að finnast
sem maður tilheyri veröldinni án
þess að gangast á vit allri vitleysu
mannsins; sjálfstignun hans, illsku
og ofmati á eigin verðleikum og
getu. Og það án þess að upphefja
sig yfir manninn – allra síst aðra
menn. Það er engum boðið til fagn-
aðarins nema hinum breysku; þeim
sem drápu Guð.
Því er stundum haldið fram úr
predikunarstólum að í dymbilvik-
unni fari fram úrslitaorrusta lífs og
dauða. Og að á sunnudaginn hafi líf-
ið sigur í nítjánhundruðogsjötug-
asta skiptið. En þetta er ekki svo
einfalt. Þessi orrusta fer fram alla
daga og vígvöllurinn er hvert okk-
ar. Og það er enginn endanlegur
sigur. Hugmyndin að baki hinum
endanlega sigri er sprottin af
sjálfsréttlætingu kirkjunnar og
samfélagsins; skyld hugtökum á
borð við hinn kristna heim. Sá
heimur verður aldrei kristinn né
stofnanir samfélagsins – ekki einu
sinni kirkjan. Þessi heimur er enn
óbreyttur frá því í Jerúsalem. Það
stóð aldrei til að breyta honum. Ríki
Guðs tilheyrði öðrum heimi.
Það er ágætt að hafa þetta í huga
nú þegar önnur barátta er fyrir-
ferðamikil í samfélaginu og stjórn-
málamenn bjóða okkur réttlæti
pakkað inn í alls kyns kerfi: vel-
ferðarkerfi, skattkerfi, mennta-
kerfi – meira að segja fiskveiði-
stjórnunarkerfi. Það er í sjálfu sér
góðra gjalda vert en við skulum
ekki gleyma að slíkt kerfisbundið
réttlæti er fyrst og fremst stað-
gengill þess réttlætis sem við
þörfnumst.
Gleiðilega páska.
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um Guð og menn.
8 17. apríl 2003 FIMMTUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
Þjóðfélagsgerð okkar Íslendingaer að ýmsu leyti frábrugðin
þeirri skipan, sem þróaðist um
Norðurlönd á öldinni sem leið. Einn
munurinn er sá, að hlutur ríkis og
byggða hefur verið
annars eðlis í efna-
hagslífinu hér en
þar. Hér heima hef-
ur almannavaldið
lagt minni rækt við
menntamál og vel-
ferðarmál, en á hinn
bóginn mulið svo
mjög undir ýmsan atvinnurekstur,
að mörkin milli einkarekstrar og
ríkisrekstrar á Íslandi eru sums
staðar þokukennd, að ekki sé meira
sagt. Þessi eðlismunur lýsir sér m.a.
í því, að útgjöld til menntamála og
almannatrygginga hafa alltaf verið
minni hér en annars staðar um
Norðurlönd og eru það enn. Ríkisaf-
skipti af atvinnurekstri og banka-
rekstri voru á hinn bóginn og eru
enn miklu meiri hér en þar. Van-
ræksla menntamálanna og ofdekur
við útvalda atvinnuvegi eru angar á
sama meiði. Jafnaðarflokkar, sem
lögðu áherzlu á menntamál og vel-
ferð og urðu smám saman fráhverf-
ir ríkisafskiptum af atvinnurekstri,
höfðu meiri áhrif á samfélagsþró-
unina í Danmörku, Noregi og Sví-
þjóð og trúlega einnig í Finnlandi en
raunin varð hér heima, þar sem
tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir
beittu ríkisvaldinu leynt og ljóst
fyrir þóknanlegan atvinnurekstur
um árabil – og gera það enn.
Reginmunur
Það þarf því ekki að koma nein-
um á óvart, að menntun mannafl-
ans er miklum mun lakari á Íslandi
en annars staðar á Norðurlöndum.
Íslandsskýrslan nýja frá OECD
fjallar um þessa slagsíðu og dregur
ekkert undan. Þar kemur fram, að
næstum 40% fólks á aldrinum 25-
34 ára hér heima hafa engrar
menntunar aflað sér umfram
grunnskólamenntun og gagnfræða-
próf eða samsvarandi. Á hinum
Norðurlöndunum fjórum eru það
aðeins 7% til 14% mannaflans, sem
svo er ástatt um. Þessi reginmunur
segir allt, sem segja þarf um van-
rækslu almannavaldsins í mennt-
unarmálum mörg ár aftur í tímann,
því að ríki og sveitarfélög hafa í
krafti miðstýringar tekið sér eigin-
legt einokunarvald í menntamál-
um: yfir 90% allra útgjalda þjóðar-
innar til menntunarmála eru ríkis-
útgjöld og byggða. Skipulag skóla-
málanna er m.ö.o. þannig, að heim-
ili og fyrirtæki hafa mjög takmark-
að svigrúm til einkaframtaks í
menntunarmálum. Ríkið leggur
lamandi hönd á suma skólana: það
heldur t.d. Háskóla Íslands í
fjársvelti og meinar honum jafn-
framt að afla sér tekna með inn-
heimtu hóflegra skólagjalda. Þessu
þarf að linna. Þunglamaleg mið-
stýring getur aldrei gefizt vel,
hvorki í menntamálum né annars
staðar.
Þrátt fyrir þessar staðreyndir
halda málsvarar ríkisstjórnarinnar
því fram, að Ísland hafi skipað sér
í fremstu röð í menntamálum á
alþjóðavísu. Slíkar yfirlýsingar
vitna um furðulegt skilningsleysi á
ástandi skólamálanna. Nú vill að
vísu svo óheppilega til, að það er
meinleg villa í nýju Íslandsskýrsl-
unni frá OECD – villa, sem kann að
hafa leitt einhverja lesendur
skýrslunnar að þeirri ályktun, að
útgjöld almannavaldsins til
menntamála árið 1998 (nýrri tölur
voru ekki til, þegar skýrslan fór í
prentun) hafi verið meiri miðað við
landsframleiðslu hér á landi en
annars staðar á Norðurlöndum. En
svo er auðvitað ekki: þeir hjá
OECD settu ranga – of háa! – tölu í
skýrsluna fyrir mistök, svo sem
Hagstofa Íslands hefur greint frá.
Munurinn samsvarar fjárveiting-
um ríkisins til allra háskóla lands-
ins 1998 eða meira. Hagstofan hef-
ur leiðrétt mistökin, en leiðrétting-
in barst OECD ekki í tæka tíð, svo
að ranga talan birtist í skýrslunni.
Leiðréttar upplýsingar fyrir árið
1998 sýna, að útgjöld almanna-
valdsins til menntamála á Íslandi
voru minni miðað við landsfram-
leiðslu en annars staðar á Norður-
löndum. Við ættum þó að réttu lagi
að verja meira fé en frændur okk-
ar til menntamála, af því að aldurs-
samsetning mannfjöldans er önnur
hér en þar: hér er tiltölulega margt
fólk á skólaaldri, og stórir árgang-
ar æskufólks kalla á mikla rækt við
menntamál.
Menntun tekur tíma
Ný ríkisstjórn þarf í sam-
vinnu við sveitarfélögin að auka
svo framlög ríkis og byggða til
menntamála, að Ísland komist í
allra fremstu röð á þennan
kvarða. Eigi að síður ber að var-
ast þá hugsun, að aukin fjár-
framlög leysi allan vanda. Það
mun taka mörg ár að koma
menntun mannaflans í nauðsyn-
legt horf, því að menntun tekur
tíma. Vandinn í menntamálum
er ekki bundinn við fjárskort,
heldur búum við einnig við
skort á góðu skipulagi. Við þurf-
um nýtt verklag, nýja verka-
skiptingu, sem dregur úr mið-
stýringu og virkjar einkafram-
tak til athafna í menntamálum,
án þess þó að aukin fjölbreytni
og hagkvæmni gangi út yfir þau
heilbrigðu jafnræðissjónarmið,
sem hingað til hafa verið lögð til
grundvallar í menntamálum á
evrópska vísu. Þá verður náms-
flóran fjölskrúðugri en nokkru
sinni fyrr, og þá munu fleiri
finna námsleiðir við sitt hæfi.
Og menntun fólksins mun
fleygja fram um landsins breiðu
byggð. ■
Gervihand-
leggir handa
íröskum
dreng
Dóra skrifar:
Nú verð ég að láta í mér heyra.Ég var að horfa á fréttirnar
og hefi sjaldan skammast mín
eins og nú. Sýndar voru myndir af
12 ára dreng í Írak og saga hans
sögð. Svo var viðtal við utanríkis-
ráðherra Íslands, og hann sagði
Íslendinga vilja gefa drengnum
gervihandleggi. Og nú spyr ég:
Getum við Íslendingar verið viss-
ir um að drengurinn vilji þiggja
gervihandleggi frá okkur? Hver á
að fara með handleggina til hans?
Á sá Íslendingur sem fer að biðja
hann fyrirgefningar á að hafa tek-
ið þátt í að foreldrar hans dóu,
þrír bræður og systkini hans
ófætt? Og nú segir einhver: „Þetta
er ekkert svona“, en þetta er
akkúrat svona lesandi góður, og
ég er að deyja úr skömm, þótt að
ég sé búin að vera á móti þessu
stríði og brjáluð yfir að stjórnin
setti okkur á þennan listafjanda.
Ég held að ríkisstjórn Íslands ætti
að steinþegja og skammast sín. ■
Um daginnog veginn
ÞORVALDUR
GYLFASON
■
prófessor í hagfræði
við Háskóla Íslands
skrifar um
menntamál.
Markmið og leiðir
í menntamálum
■ Bréf til blaðsins
Bætiflákar
Hræðsluáróður Moggans
„Gaman að Mogginn taki svo
kröftuglega undir hræðslu-
áróður Davíðs og Halldórs.
Tónninn kemur ekki á óvart.
Eina sem hefði komið á óvart í
þeim efnum er ef Mogginn
hefði ekki brugðist svona við.
Ég vona sannarlega að honum
verði ekki að ósk sinni og það
verði jafn gagnger umskipti í
stjórnmálum landsins eins og
urðu vorið 1971 þegar menn
losnuðu við Viðreisn sálugu.
Þá voraði í stjórnmálum lands-
ins með útfærslu landhelginn-
ar og fleiri góðum málum,
ekki síst á landsbyggðinni,“
segir Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vg.
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins hefur
tekið hjartanlega undir með formönnum
stjórnarflokkanna og varar við því að
stefna landsmálum í farveg vinstri
stjórnar þriggja flokka.
Á morgun
drepumvið Guð
Ögmundur Jónasson
þingflokksformaður Vinstri grænna
Kerfið skelfur
af ótta
„Það eru mörg slæm dæmi um yfirgang og valdbeit-
ingu, bæði í stjórnsýslunni og gagnvart þjóðinni. Ég hef
allt of oft orðið var við að kerfið er meira og minna
skjálfandi af ótta við að stofnanir verði látnar gjalda
óhlýðni með niðurskurði í fjárveitingum og einstakling-
ar í stöðuveitingum. Efst í huga eru mér umhverfis- og
virkjanamálin þar sem vísindamenn er stóðu á sjálf-
stæðum skoðunum sínum voru rakkaðir niður og brugð-
ið fyrir þá fæti. Svo var ferlið kórónað með því að neita
þjóðinni um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það var hámark
valdníðslunnar og var Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð ein á báti á Alþingi þegar tekist var á um þetta á
þinginu.“ ■
Ísólfur Gylfi Pálmason
alþingismaður Framsóknarflokksins
Lítilsvirðing við biskup
og forseta
„Vald er ávallt vandmeðfarið. Það sem einum
þykir sanngjarnt þykir öðrum ósanngjarnt. Þannig
finnst mér sérkennilegt að halda því fram, eins og
talsmenn Samfylkingarinnar gera, að forsætisráð-
herra reyni að stjórna biskupi Íslands og forseta
lýðveldisins. Ég tel yfirlýsingar af þessum toga lýsa
ákveðinni lítilsvirðingu við þessa æðstu embættis-
menn þjóðarinnar sem eru prýðismenn og standa sig
með ágætum. Mér finnast yfirlýsingar og getgátur
af þessu tagi lýsa talsverðum hroka. Það vakna auð-
vitað spurningar um það á hvern hátt þetta sama
fólk færi með vald sitt kæmist það til valda og
áhrifa.“ ■
Beiting stjórnarherra á valdi
Skiptar skoðanir
■ Af Netinu
Ekki til skrauts
„Fulltrúar nýrra tíma í íslensk-
um stjórnmálum eru ekki á list-
um flokksins til skrauts eða til
þess að laga meðalaldurinn,
heldur eru þeir í áberandi sæt-
um ofarlega í flestum kjördæm-
um...“
BJÖRN INGI HRAFNSSON, 2. SÆTI
FRAMSÓKNARFLOKKSINS Í REYKJAVÍK SUÐUR,
Á VEFNUM HRIFLA.IS.
Framsókn tapar
„Framsóknarflokkurinn mun
væntanlega tapa þessum kosn-
ingum og verða einn af smá-
flokkunum þremur. Fátt fer
meira í taugarnar á framsóknar-
mönnum og vera kallaðir smá-
flokkur.“
BIRGIR HERMANNSSON Á VEFNUM KREML.IS
■
Það er sama
hvernig við
skiljum sjálf
okkur; við get-
um öll speglað
okkur í ein-
hverjum sem
tók þátt í að
drepa Guð.
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR, FORMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR, GAGNRÝNDI FORYSTU SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í FYRRAKVÖLD OG SAGÐI HANA
HAMAST Á ÞVÍ FÓLKI SEM EKKI LYTI ÞEIRRA PÓLITÍSKU FORSJÁ OG VALDI.
■
...menntun
mannaflans er
miklum mun
lakari á Íslandi
en annars stað-
ar á Norður-
löndum.
Ákall til
öryrkja og
eldri
borgara
Einn úr átakshópi öryrkja skrifar:
Hver man ekki eftir öryrkja-dómnum? Hver man ekki eft-
ir að skattar hafi hækkað á lág-
launafólki en lækkað á þeim sem
hafa meiri tekjur? Hver man ekki
eftir því að Ísland er dregið óbeint
inn í stríð við Írak? Við vitum að
allt þetta hafa stjórnvöld leitt yfir
okkur. Þess vegna skora ég á ör-
yrkja og aldraða að veita ekki nú-
verandi stjórnarflokkum brautar-
gengi í komandi kosningum. Þeir
þurfa að fá ráðningu svo um mun-
ar. Aldraðir og öryrkjar eru það
hátt hlutfall af kosningabæru
fólki að okkur er í lófa lagið að
fella þessa ríkisstjórn. ■