Fréttablaðið - 17.04.2003, Síða 11
G
RI
LL
IÐ
SENT HEIM
SA
M
SETT & T
IL
BÚ
IÐ
!
Fiesta XT34540
39.900 kr.
Fiesta EA34540
27.900 kr.
Fiesta 2
4025
16.900
kr.
Fiesta E30035
21.900 kr.
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Á næstu ESSO stöð finnur þú grillið sem hentar þér. Þú getur fengið grillið sent
heim samdægurs samansett og tilbúið til notkunar. Auðveldara getur það ekki
verið. Það eina sem þú þarft að gera er að snúa kjötinu.
Samansett heimsent*&
*Á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbæ og Akureyri.
7 dagar til
sumars!
11FIMMTUDAGUR 17. apríl 2003
FÓTBOLTI Harry Redknapp, knatt-
spyrnustjóri Portsmouth, hrósaði
leikmönnum sínum í hástert eftir
að sæti í ensku úrvalsdeildinni
var í höfn eftir 1:0 sigur á Burnley
í fyrrakvöld.
„Síðustu sex mínúturnar voru
þær lengstu í mínu lífi en bæði
leikmennirnir og áhorfendurnir
eiga þetta skilið,“ sagði Redknapp
eftir sigurinn. „Það sem við höf-
um áorkað undanfarna tólf mán-
uði er ótrúlegt. Ég er forviða á því
sem hefur átt sér stað og það sást
bara á viðbrögðum fólksins í
Portsmouth þegar flautað var til
leiksloka. Það var frábært.“
Redknapp hefur gjörbreytt
gengi liðsins síðan hann tók við
liðinu í mars í fyrra eftir að hafa
verið rekinn frá West Ham. Þar
hafði hann verið stjóri í sjö ár.
Hann segist ekki ætla að sækjast
eftir leikmönnum frá sínu gamla
félagi fari svo að það falli úr úr-
valsdeildinni. Orðrómur hefur
verið uppi um að Joe Cole muni
hugsanlega ganga til liðs við
Portsmouth. „Ég held að West
Ham haldi sér uppi og ég hlakka
til að spila við þá á næstu leiktíð,“
sagði Redknapp. ■
Portsmouth í ensku úrvalsdeildina:
Redknapp
himinlifandi
BRADBURY
Lee Bradbury, leikmaður Portsmouth (í miðjunni), með boltann í leiknum gegn Burnley
sem háður var á Fratton Park, heimavelli Portsmouth. Portsmouth er í efsta sæti 1. deildar
með 89 stig eftir 42 leiki. Leicester City er í öðru sæti með 87 stig.
AP
/M
YN
D
■ Enski boltinn
ATLI
Atli Eðvaldsson skoraði í leik gegn Finnum
fyrir 21 ári.
A-landslið karla:
Tíundi leik-
urinn gegn
Finnum
FÓTBOLTI Íslendingar leika gegn
Finnum í tíunda sinn þegar þjóð-
irnar mætast í Vantaa í lok mán-
aðarins. Íslendingar unnu 2:0 í
fyrsta leik þjóðanna fyrir 55 árum
og þann síðasta 1:0 árið 2000. Rík-
harður Jónsson skoraði bæði
mörk Íslands árið 1948 og dóttur-
sonur hans og nafni, Ríkharður
Daðason, eina mark leiksins fyrir
þremur árum.
Tveimur leikjum þjóðanna hef-
ur lokið með jafntefli en Finnar
hafa unnið fimm sinnum, síðast
3:2 í Helsinki árið 1982. Atli Eð-
valdsson landsliðsþjálfari skoraði
annað mark Íslands í leiknum.
Íslenski hópurinn: Birkir
Kristinsson (ÍBV), Árni Gautur
Arason (Rosenborg), Rúnar Krist-
insson, Arnar Grétarsson, Arnar
Þór Viðarsson og Marel Baldvins-
son (Lokeren), Guðni Bergsson
(Bolton), Hermann Hreiðarsson
(Charlton), Þórður Guðjónsson
(Bochum), Lárus Orri Sigurðsson
(WBA), Brynjar Björn Gunnars-
son (Stoke), Heiðar Helguson
(Watford), Eiður Smári Guðjohn-
sen (Chelsea), Ívar Ingimarsson
(Brighton), Jóhannes Karl Guð-
jónsson (Aston Villa), Gylfi Ein-
arsson og Indriði Sigurðsson (Lil-
leström). ■
Byggingu á nýjum knatt-spyrnuleikvangi Arsenal á
Ashburton Grove hefur verið
frestað vegna fjárhagsörðug-
leika. Til stóð að leikvangurinn
yrði tilbúinn fyrir leiktíðina
2005/06 en einhver bið verður á
því. Nýi völlurinn verður stein-
snar frá Highbury og geta stuðn-
ingsmenn félagsins enn farið um
neðanjarðarlestarstöðina sem
nefnd er eftir félaginu. Hann
mun rúma um 60 þúsund áhorf-
endur en Highbury, sem hefur
verið heimavöllur Arsenal í 90 ár,
rúmar 38.500 áhorfendur.
Yeovil Town leikur í 3. deild-inni ensku á næsta tímabili
eftir yfirburðasigur í Nationwide
Conference-deildinni. Yeovil var
stofnað árið 1895 og hefur lengi
verið meðal sterkustu utandeild-
arfélaga Englands. Stærsta
stundin í sögu félagsins hingað til
var 2:1 sigur á Sunderland í 4.
umferð bikarkeppninnar árið
1949.
Fulham flytur ekki heim áCraven Cottage fyrir næstu
leiktíð. Félagið flutti þaðan í
fyrra því til stóð að endurbyggja
völlinn. Ekkert varð úr bygging-
aráformum og leikur Fulham því
áfram á Loftus Road, heimavelli
QPR.
■ Enski boltinn