Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 21
umferðaröngþveiti og allt í járn-
um. Þegar ég komst þangað
voru engir læknar á staðnum en
þetta blessaðist allt einhvern
veginn.“
Ksenia og Jón bjuggu í New
York í fimm ár, þar sem hún
starfaði sem innanhússarkitekt
og á meðan hann lauk doktors-
náminu. Hún segist ekki hafa
viljað fæða annað barn þeirra í
New York. „Ég ákvað að eignast
hana á Íslandi og kom hingað til
þess þó að við værum ekki flutt
hingað þá. Ömmubróðir minn
kom hingað til þess að skíra
hana og skírnin hennar mun
hafa verið fyrsta rétttrúnaðar-
guðsþjónustan á Íslandi.“
Ksenia lætur þess jafnframt
getið að rússneskumælandi fólk
á Íslandi hafi þá þegar verið far-
ið að huga að stofnun rétttrúað-
arsafnaðar og hann hafi svo
smám saman orðið að veruleika
eftir því sem þeim fjölgaði.
Ksenia unir hag sínum vel á Ís-
landi. „Ég er að vísu ekki mikið
náttúrubarn. Ég er stórborgar-
stelpa og kann vel við það og er
ekki mikið fyrir skíði, fjallgöng-
ur og þess háttar en það breytir
því ekki að ég nýt fegurðar
landslagsins. Ég hef líka verið
mjög heppin og kynnst mörgu
yndislegu fólki á Íslandi. Ég
fékk vinnu hjá arkitektur.is
fljótlega eftir að við komum
hingað og var tekið mjög vel
þar. Vinnufélagar mínir hafa
verið mér mjög hjálplegir en ég
kunni auðvitað ekki mikla ís-
lensku til að byrja með.“
Perestroikan breytti miklu
Ksenia var að byrja í háskól-
anum um það leyti sem umbæt-
ur Gorbatsjovs, perestroikan
svokallaða, voru að ná hámarki.
„Þetta voru mjög spennandi tím-
ar. Ég hef alltaf búið í Moskvu
þannig að maður var í miðri
hringiðunni.“ Ksenia segir að
umbótastefnan hafi vissulega
haft gríðarlegar breytingar í för
með sér. „Landið opnaðist auð-
vitað mikið og vestrænir menn-
ingarstraumar flæddu yfir það.
Við amma mín fórum saman til
útlanda um þetta leyti og það
var fyrsta utanlandsferðin okk-
ar beggja. Þó að amma mín væri
velmetinn arkítekt í Moskvu
hafði henni aldrei staðið til boða
að fara til útlanda. Þannig upp-
lifðum við nýju tímana saman í
vissum skilningi.“ Ksenia segir
aðspurð að umskiptin hafi ekki
haft veruleg áhrif á trúariðkun í
fjölskyldu hennar. „Það er efitt
fyrir mig að skynja breyting-
arnar á trúarlífinu því að fjöl-
skylda mín var alltaf mjög trú-
rækin og hefur einfaldlega ver-
ið það áfram. Áður en breyting-
arnar urðu voru hömlur á trúar-
lífi vafalaust mörgum erfiðar en
þar sem ég ólst upp innan kirkj-
unnar olli trúin mér aldrei nein-
um vandræðum. Við urðum þó
kannski opnari eftir þetta og svo
varð trúin allt í einu tískufyrir-
brigði eftir perestroiku. Þetta
var miklu erfiðara hér áður
fyrr. Ég er komin af prestum í
marga ættliði. Afi minn var
sendur í Gúlagið fyrir þær sakir
einar að hann var prestur. Hann
átti þrettán börn sem enduðu á
götunni þegar hald var lagt á
húsið hans. Þá var aðgangur
þeirra að menntun og vinnu tak-
markaður. Allt þetta breytti því
þó ekki að yngsti sonur hans fet-
aði í fótspor hans og lærði til
prests.“
Allir litlu sigrarnir
eru mikilvægir
Ksenia nefnir vestrænar bíó-
myndir og leikara til sögunnar
sem gott dæmi um breytinguna
sem varð á menningarástandinu í
Rússlandi. „Fólk er stundum að
tala um kvikmyndir og leikara og
ef þetta er eitthvað fyrir per-
estroiku veit ég stundum ekkert
um hvað það er að tala. Þetta var
bara ekki hluti af okkar lífi. Ég
þekki svo vel flest það sem hefur
komið í kjölfarið. Þannig að þetta
hafði vissulega miklar breyting-
ar í för með sér og líklega hefði
ég til dæmis aldrei kynnst Jóni ef
perestroikan hefði ekki komið til.
Það voru ekki síst litlu breyt-
ingarnar sem voru mikilvægar.
Þegar ég var á fyrsta ári í há-
skólanum var perestroikan í
gangi en samt urðum við enn að
læra sögu Kommúnistaflokksins
sem aðalfag þó við værum að
læra arkitektúr. Þetta voru fleiri
tímar á viku sem fóru í þetta. Við
undum þessu illa og efndum til
mótmæla og söfnuðum undir-
skriftum gegn þessu og þess
háttar og þessu var svo hætt. Það
voru svona litlir sigrar eins og
þessi sem voru svo mikilvægir,“
segir Ksenia, sem heldur pásk-
ana hátíðlega eftir rúma viku og
vinnur að því að koma upp fyrstu
rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni
á Íslandi.
thorarinn@frettabladid.is
FIMMTUDAGUR 17. apríl 2003 21
Ég ákvað að eignast
hana á Íslandi og kom
hingað til þess þó að við
værum ekki flutt hingað þá.
Ömmubróðir minn kom
hingað til þess að skíra
hana og skírnin hennar
mun hafa verið fyrsta
rétttrúnaðarguðs-
þjónustan á Íslandi.
,, INNANHÚSSARKITEKTINN
„Amma var arkitekt og móðir mín
og faðir eru listasagnfræðingar og
ég var byrjuð í listaskóla þegar ég
var eitthvað í kringum sjö ára göm-
ul. Það má segja að þetta hafi aðal-
lega verið spurning um hvort ég
legði fyrir mig arkitektúr eða
innanhússarkitektúrinn.“