Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 17. apríl 2003 23
!" #$"%$"
!"#$$%&%%'()(*+,-,./-,0-
(1-.!+!-2..!2.3,.'4 5550-,0-6-'#7'
forníu höfum við verið að tala um
að flytjast aftur til Englands. Það
er hundleiðinlegt hérna.“
Hefur þú aldrei látið þig dreyma
um að láta þig bara hverfa?
“Við Guy höfum rætt það. En
ég myndi aldrei gera það. Ég er of
ábyrgðarfull.“
Vertu bjartsýn, þú gætir verið
Michael Jackson.
“Ég hef ekki séð þessa heim-
ildarmynd, „Living with Michael
Jackson“, en lýsingin á henni er
hryllileg. Hljómar eins og Martin
Bashir hafi notfært sér vinskap
þeirra. Að gera lítið úr einhverj-
um opinberlega fyrir persónuleg-
an gróða mun draga dilk á eftir
sér. Ég get fullvissað þig um það
að allt þetta fólk á eftir að sjá eft-
ir þessu. Guð mun refsa því.“
Dauðinn og Madonnan
Móðir Madonnu dó úr
brjóstakrabbameini þegar hún
var 6 ára. Í laginu „Mother and
Father“ tekur hún á þessum
raunveruleika sínum. Lagið er
sagt vera hjartnæmasta lagið á
nýju plötunni.
„Með því lagi er ég að
kveðja þá atburði, fjarlæg-
ast sorgina og halda áfram.
Ég hef verið að leita að til-
gangi í mínu lífi frá því að
mamma mín dó. Flestir
spyrja sig einhvern tímann
hvað þeir séu eiginlega að
gera hérna en velta sér svo
ekki of mikið upp úr því.
Vill fólk ekki vita hvað
hlutverk þess er hérna?
Haldið þið að lífið snúist bara
um það að fæðast, verða ríkur,
finna einhvern til þess að
giftast, eignast börn
og deyja svo?“
Ertu þá byrjuð
að velta þér
meira upp úr and-
legum málefn-
um eftir því sem
þú eldist og finnur
meira fyrir dauð-
leika þínum?
“Ég hef alltaf
orðið vör við dauð-
leika minn. Þegar
ég var að vaxa úr
grasi var mikið
um dauða í
kringum mig.
Mamma mín dó,
frændi minn dó
og afi minn dó.
Allt á stuttu tíma-
bili. Pabbi minn
gifti sig aftur og
eignaðist barn með
s t j ú p m ö m m u
minni, sem dó svo.
Þegar ég fluttist til
New York árið 1978 dóu
sex menn úr alnæmi í kringum
mig. Ég horfði á þá taka síðasta
andardráttinn. Ég hef alltaf velt
því fyrir mér hver sé tilgangur lífs
og dauða. Síðan eignast maður
börn og finnur svo mikla ást frá
þeim. Maður hugsar með sér að ef
eitthvað slæmt komi fyrir þau þá
muni maður kála sér. Ekki í bók-
staflegri merkingu. Öllum þessum
spurningum skýtur stanslaust upp
í kollinum og maður hlýtur að vera
fáviti að vilja ekki svör.“
Og ertu með einhver svör?
“Já, ég er með svarið. Við erum
hérna til þess að deila með öðrum,
að gefa, að elska. Þegar þú deyrð
hættir líkami þinn að vera til, en
sálin, hvernig þú elskaðir og hvað
þú gafst fylgir þér áfram. Ég trúi á
endurholdgun og að allar lífverur
verði á endanum sameinaðar. Ég
er alveg viss um að þetta er ekki
fyrsta líf mitt í líkama og þetta
verður ekki það síðasta heldur. Er
ég að hræða þig?“
Nei. Hefur þú einhvern tímann
látið dáleiða þig og flytja þig aftur
fyrir fæðingu þína til að komast að
einhverju um fyrri æviskeið þín?
“Nei. Það er heldur ekki á dag-
skránni. Of mikið að gera.“
Madonna og ástin
Tvennt er í mestu uppáhaldi í
lífi Madonnu, að horfa á son sinn
dansa allsberan og að tala við eig-
inmann sinn fram eftir nóttu um
lífið og tilveruna. Móðurhlutverkið
og hjónabandið hafa fært henni
meiri hamingju en hún hefur
nokkurn tímann upplifað. Á plöt-
unni „American Life“ eru lögin
„Nothing Fails“, „Intervention“ og
„X-Static Process“ sem allt eru
ástarjátningar til eiginmanns
hennar, Guy Ritchie. Breska slúð-
urpressan virðist þó handviss um
að ástarævintýrið eigi eftir að
enda í einu stóru táraflóði.
„Hið illa auga öfundsýkinnar
sefur aldrei. Fjölmiðlar vilja ekki
að ég sé hamingjusamlega gift
með börn. Alvöru ást þarfnast
mikillar vinnu og oft verður maður
fyrir vonbrigðum. En það er líka
alltaf hægt að finna von. Ef maður
elskar einhvern þá stendur maður
við hlið hans sama hvað gengur á.
Öll þessi lög eru speglun á þessari
tilfinningu. Ég á stundum hræði-
lega vond rifrildi við manninn
minn og verð bálreið út í hann. En
það endar alltaf vel því að ég trúi á
alvöru ást og á samband okkar.“
Þú lést hafa eftir þér í myndinni
„In Bed with Madonna“ að Sean
Penn hafi verið stóra ástin í lífi
þínu?
“En þá hafði ég ekki hitt Guy, er
það? Mér fannst ég vita hvað ást
var þegar ég gifti mig í fyrra skipt-
ið. Ég vaknaði upp frá þeim
draum. Ást er ekki það sem maður
heldur í fyrstu.“
Hvernig skilgreinir þú þá ást?
“Að gefa aðeins til þess að gefa
og ekki ætlast til þess að fá neitt í
staðinn. Þannig er ég farin að
skilja skilyrðislausa ást. Hún snýst
ekki um skot, og er ekki eitthvað til
þess að leika sér að, ekki bara að
finna fyrir kynferðislegri löngun
til einhvers og dást að hæfileikum
hans. Ást er svo miklu meira. Áður
en ég hitti Guy hafði ég verið með
allt í rugli þegar kom að ástarsam-
böndum. Ég var ekki mjög gjaf-
mild persóna. Að eignast börn og
verða ástfangin fyrir alvöru breyt-
ir manni mikið. Það er enginn tími
fyrir kjaftæði lengur. Þegar ég
heyri í einhverjum sem er í nýju
sambandi tala um hversu ástfang-
inn hann er hugsa ég... Bíddu bara
þangað til að þú ert búinn að vera
í sambandinu í fjögur ár.“
Stríðsádeila
Nýlega dreymdi Madonnu
draum um að Nasistaflokkurinn
hefði náð völdum í Bandaríkjun-
um. Sett var útgöngubann og mat-
ur skammtaður. Gyðingar voru
neyddir til þess að bera sérstök
merki. Í þessum draum var
Madonna uppreisnarseggur. Það
er svo skemmtileg tilviljun að hún
lék uppreisnarsegg, með Uzi-vél-
byssu, í upphaflegu myndbandi
lagsins „American Life“ sem síðar
var ákveðið að sleppa í birtingu.
Fólk innan hennar herbúða aug-
lýsti myndbandið sem ádeilu
Madonnu á stríðið í Írak. Madonna
virðist þó líta á boðskap þess í víð-
ara samhengi.
„Þetta eru mótmæli gegn stríði,
jú, en ekkert endilega gegn þessu
stríði. Í okkar heimi eru að
minnsta kosti um 30 stríð í gangi
og ég er mótfallin þeim öllum.“
Fyrrum eiginmaður Madonnu,
Sean Penn, hefur einnig verið virk-
ur í mótmælum sínum. Í desember
fór hann til Íraks og skrifaði síðar
opið bréf til Bush Bandaríkjafor-
seta í The Herald Tribune þar sem
hann gagnrýndi ákvarðanir forset-
ans harðlega.
„Sean er einn af þeim fáu. Gott
hjá honum. Flest fræga fólkið læt-
ur lítið á sér bera. Enginn vill
verða óvinsæll. En langflestir
Bandaríkjamenn eru gjörsamlega
fáfróðir um heimsmálin.“
Fjölskyldulífið
Madonna hefur búið ásamt fjöl-
skyldu sinni, eiginmanninum Guy
Ritchie, sjö ára dóttur sinni
Lourdes og tveggja ára syni þeirra
hjóna, Rocco, í Kaliforníu síðustu
sex mánuði. Madonna segir þau
hafa ákveðið að flytjast aftur til
Englands bráðlega þar sem lífið í
Los Angeles sé of rólegt. Síðustu
tvö ár hefur hún verið að læra á
gítar og skemmtir sér við að spila
með lögum Neil Young, Radiohead
og The Smiths. Hún er að lesa bók-
ina „Kingdom of Fear“ eftir Hunt-
er S. Thompson sem fjallar um hóp
vaxtarræktarkvenna sem kalla sig
Chemical Pink. Unaðsleg kvöld-
stund að hennar mati er kvöld-
verður í heimahúsi með eigin-
manninum.
„Ég hef ekki orðið drukkin síð-
an ég átti afmæli síðast, 16. ágúst
í fyrra. Ég er Ungfrú Ábyrgðar-
full, verð að komast í háttinn,
verð að vinna á morgun, má ekki
drekka of mikið. Ég stjórna
áfengisdrykkju minni algjör-
lega.“
Madonna segist vera hörð í upp-
eldinu. Börn hennar fá til dæmis
ekki að horfa á sjónvarpið, eða
„Eiturkassann“ eins og hún kallar
það.
„Ég er að reyna að fá þau til
þess að hugsa sjálfstætt. Við fær-
um þeim bækur til þess að lesa í
staðinn. Sonur minn er ekki byrj-
aður í skóla, og ég er mjög meðvit-
uð um hvað kemur dóttur minni
fyrir sjónir. Hún biður stundum
um hluti sem hún fær ekki. Ef
hana langar í Nike-skó þá kippi ég
mér ekki upp við það, en hún fær
ekki tíu pör. Hún verður að sætta
sig við það.“
Þú, af öllum, ætlar þó ekki að
fara að segja henni hverju hún
megi klæðast, er það?
“Jú, ég geri það,“ segir hún. „Ég
get það og geri það.“
Hvenær lentir þú síðast í því að
einhver þekkti þig ekki?
“Um daginn þegar ég fór og
sótti dóttur mína í skólann. Ég hef
ekki verið með dökkt hár lengi.
Einhver stoppaði mig og spurði
mig hvar mamma hennar væri,
hann hélt að ég væri að ræna
henni.“
Þegar þú lítur til baka, er eitt-
hvað sem þú hefðir viljað gera á
annan hátt öðruvísi?
“Ég hefði ekki viljað gera svona
mörg mistök. En það er tímaeyðsla
að velta sér upp úr þeim. Ég veit
það sem ég veit og held bara
áfram. Maður rekur sig á og áttar
sig á því að maður hefur verið al-
gjör fáviti. Ég var algjör fáviti al-
veg til fertugs,“ segir hún og hlær
hátt.
Hvað finnst þér í dag þegar þú
sérð þá Madonnu sem söng „Holi-
day“?
“Hún var krakki. Saklaus og
barnaleg.“
Hvað myndir þú ráðleggja
henni í dag?
“Ekki taka neitt persónulega.“
Viðtalið var tekið af Paul Rees
fyrir Q Magazine/Planet Synd-
ication. Birt með þeirra leyfi.
biggi@frettabladid.is
AMERICAN LIFE
Madonna hefur alla tíð lagt mikið í ímynd-
arsköpun sína. Svona lítur hún út í dag.
Hún verður 45 ára á þessu ári.