Fréttablaðið - 17.04.2003, Page 33
■ ■ TRÚARLÍF
11.00 Fjölbreytt dagskrá um þján-
ingu og lausn verður í Neskirkju. Séra
Örn Bárður Jónsson leiðir dagskrána og
les ritningarlestra.
11.00 Leikmenn úr Garðabæ lesa
Passíusálma Hallgríms Péturssonar í
Vídalínskirkju í Garðabæ. Athöfnin
hefst með helgistund. Milli sálma flytja
Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og
Gunnar Kvaran sellóleikari tónlist eftir
Þorkel Sigurbjörnsson. Kirkjugestir geta
komið og farið hvenær sem er yfir dag-
inn. Dagskránni lýkur klukkan fjögur.
13.30 Passíusálmar Hallgríms
Péturssonar verða lesnir í Hallgríms-
kirkju samkvæmt áralangri hefð á veg-
um Listvinafélags Hallgrímskirkju. Að
þessu sinni er lesturinn í höndum fyrr-
verandi og núverandi félaga í
Mótettukór Hallgrímkirkju. Á kaflaskilum
verður flutt orgeltónlist. Auk þess flytja
Magnea Tómasdóttir óperusöngkona
og Guðmundur Sigurðsson orgelleikari
nokkur vers úr sálmunum með gömlu
íslensku lögunum í útsetningu Smára
Ólasonar. Lestrinum lýkur skömmu fyrir
klukkan sjö.
20.15 Friðarsamvera í Fríkirkjunni
í Reykjavík. Carl Möller píanisti og org-
elleikari, Anna Sigríður Helgadóttir,
söngkona og söngstjóri, og Kór Fríkirkj-
unnar í Reykjavík flytja tónlist. Hugvekju
flytja Njörður P. Njarðvík prófessor,
Guðrún Ásmundsdóttir leikkona og
Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkju-
prestur.
■ ■ FUNDUR
20.30 Afmælisfundur AA-samtak-
anna á Íslandi verður haldinn að venju
föstudaginn langa í Laugardalshöllinni.
Nokkrir AA-félagar tala og einnig gestur
frá Al-Anon samtökunum.
■ ■ TÓNLIST
21.00 Schola Cantorum flytur í
Hallgrímskirkju barokktónlist eftir
Scarlatti og Lotti og rómantíska tónlist
eftir Bruckner og Brahms ásamt stjórn-
anda sínum, Herði Áskelssyni orgelleik-
ara.
17.00 Kór Langholtskirkju frum-
flytur í kirkjunni ásamt Kammersveit
Langholtskirkju og einsöngvurunum
Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, Mörtu
Hrafnsdóttur, Birni I. Jónssyni og Eiríki
Hreini Helgasyni Guðbrandsmessu eftir
Hildigunni Rúnarsdóttur. Tónleikarnir
eru liður í 50 ára afmælishátíð kórsins á
þessu ári.
21.00 Tónlistarhópurinn Lux terrae
flytur fjölbreytta sálmatónlist að eigin
hætti á tónleikum í Skálholtskirkju.
Tónlistarhópinn skipa Hilmar Örn Agn-
arsson orgelleikari, Sigurgeir Sigmunds
gítarleikari, Jóhann Stefánsson trompet-
leikari og Maríanna Másdóttir söngkona.
■ ■ SKEMMTANIR
Á móti sól leikur í Hótel Valaskjálf,
Egilsstöðum.
Hljómsveitin Karma spilar á Players
í Kópavogi.
Gullfoss & Geysir verða í Leikhús-
kjallaranum.
Rally-Cross sér um fjörið á miðhæð-
inni á Laugavegi 22.
Óskar Einarsson trúbador leikur á
Ara í Ögri.
Hljómsveitin Í svörtum fötum verð-
ur á Broadway í Reykjavík ásamt Páli
Óskari, sem bæði hitar upp sem plötu-
snúður, klæðist diskógallanum í hálfleik
og syngur með hljómsveitinni.
15.00 Leikhópurinn Lab Loki
stendur fyrir Ördansahátíð í Nýlend-
unni að Nýlendugötu 15a. Á hátíðinni
verða sýndir ördansar.
■ ■ OPNANIR
15.00 Þrjár myndlistarkonur opna
sýningar í Hafnarborg, Menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar. Björg Þor-
steinsdóttir opnar sýningu á akrýlmál-
verkum og vatnslitamyndum, sem
unnar eru á tveimur síðustu árum.
Auður Vésteinsdóttir opnar tvær sýn-
ingar á listvefnaði og ljósmyndum.
Loks opnar Sigríður Ágústsdóttir sýn-
ingu á handmótuðum, reykbrenndum
leirverkum.
16.00 Nemendur Listaháskóla Ís-
lands opna myndlistarsýningu í Reykja-
víkur Akademíunni, Hringbraut 121,
undir yfirskriftinni Fórn eða fífldirfska.
■ ■ KVIKMYND
16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn-
ir meistaraverk japanska leikstjórans
Akira Kurosawa Tengoku to jigoku eða
Barnsránið frá 1963. Myndin hefur verið
nefnd ,,High and Low“ á ensku. Sýnt
verður í sýningarsal Kvikmyndasafnsins í
Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði.
Efnt verður til aukasýningar á ein-
leiknum Sellófon eftir Björk Jakobsdótt-
ur í Sjallanum á Akueyri.
■ ■ SKEMMTANIR
Hljómsveitin Í svörtum fötum og
Páll Óskar skemmta í Miðgarði í
Skagafirði.
Rússneska hljómsveitin Tequila Jazz
er vinsælasta hljómsveitin í Rússlandi
þessa dagana. Hún heldur stórtónleika á
Gauknum á laugardagskvöld.
Skítamórall spilar í Hvíta Húsinu á
Selfossi.
DJ Biggi á miðhæðinni á Laugavegi
22.
Benni þeytir vinsælustu lögum síð-
ustu alda í Leikhúskjallaranum.
Óskar Einarsson trúbador spilar á
Ara í Ögri.
Hljómsveitin Cadillac leikur fyrir
dansi á Kringlukránni.
Sýningin Þrjár systur verður frum-
sýnd í NASA við Austurvöll. Systurnar
þrjár eru þær Ingibjörg, Dísella og Þór-
unn Lárusdætur. Söngur og gleði verða
í fyrirrúmi. Með þeim spilar hljómsveit
skipuð Jóni Ólafssyni, Jóhanni Hjör-
leifssyni og Friðrik Sturlusyni.
Stuðmenn spila í Tjarnarborg á
Ólafsfirði.
Hljómsveitin Á móti sól spilar í Vík-
inni á Höfn í Hornafirði.
Hljómsveitin BSG spilar á Players í
Kópavogi.
6.00 Eins og undanfarin ár verður
messuhald í Þingvallakirkju við sólar-
upprás á páskamorgun. Skálholtsrektor,
séra Bernharður Guðmundsson,
predikar og þjónar fyrir altari.
Þeir sem aldir eru upp í sveitþekkja vel þessa tilfinningu
sem fylgir því að liggja á jörð-
inni og sjá ekkert nema jörðina,
grasið í kringum sig og svo him-
ininn. Manni finnst maður liggja
í miðju alheimsins,“ segir Þor-
gerður Sigurðardóttir listamað-
ur.
Hún sýnir þessa dagana sext-
án blýteikningar á hvítum akrýl-
grunni í Listasafni ASÍ við
Freyjugötu. Sýningunni lýkur á
mánudaginn.
Myndirnar eru allar byggðar
upp á tveimur einföldum grunn-
formum, hringnum og ferningn-
um, sem eru ævaforn trúarleg
tákn.
„Ferningurinn stendur fyrir
jörðina, manninn og allt sem er
áþreifanlegt og jarðbundið.
Hringurinn er fyrir eilífðina og
þá um leið himininn, sólina og
guðdóminn. Þessi tákn eru
sennilega jafn gömul mannin-
um.“
Þorgerður leikur sér með
þessi einföldu form á ýmsan
hátt, raðar þeim saman og lætur
þau tengjast á ólíka vegu.
Hún hefur áður unnið mikið
með trúarleg tákn í list sinni.
Mest hefur hún fengist við graf-
ík, en ákvað að gera teikningar
fyrir þessa sýningu.
„Þetta er auðvitað bara fram-
hald af því sem ég hef verið að
gera, teikning og grafík eru svo
skyldar greinar. Maður hugsar
svolítið svipað. Salurinn er líka
svo bjartur og fallegur að mér
fannst teikningar falla mjög vel
inn í hann.“ ■
FIMMTUDAGUR 17. apríl 2003
✓
✓
✓
✓
33
hvað?hvar?hvenær?
15 16 17 18 19 20 21
APRÍL
Föstudagur
hvað?hvar?hvenær?
16 17 18 19 20 21 22
APRÍL
Laugardagur
hvað?hvar?hvenær?
17 18 19 20 21 22 23
APRÍL
Sunnudagur
Í miðju alheimsins
ÞORGERÐUR SIGURÐARDÓTTIR
Himinn og jörð nefnist sýning hennar í Listasafni ASÍ við Freyjugötu.
■ MYNDLISTARSÝNING
La
n
d
lis
t/
E
R
A
N
MUNDU: Bjóði einhver vel - að Bónus býður ALLTAF betur!
ekkert
brudl-
Allar búðir
opnar í dag
-frá tíu til sex
Hjá Sigga Hall á Óðinsvéum
Páskalambið hjá Sigga Hall á Óð-
insvéum er með angan af ís-
lenskri nátt-
úru. Úrvals
lambafile og
rifjasteik eru
á matseðlin-
um, þar sem
kraftur og ilm-
ur íslenskrar
náttúru nýtur sín til fulls. „Ís-
lenskt lambakjöt er besta lamba-
kjöt í heimi,“ segir Siggi Hall.
Skólabrú
Páskalambið er kryddlegið.
Ferskar kryddjurtir Miðjarðar-
hafsins. Timi-
an, basilika og
hvítlaukur
ráða ríkjum
og fléttast
saman við
angan ís-
lenskra heiða.
„Það er gaman að matreiða lamb,
sérstaklega íslenskt,“ segir
Tómas kokkur á Skólabrú.
Sommelier
Páskalambið á Sommelier er með
sterkri hnetusósu. Dulúð krydd-
markaða
Austurlanda
fjær og ís-
lenskt sumar í
einni sæng.
„Hnetubragð-
ið verður ekki
mjög afger-
andi og fellur vel að bragði kjöts-
ins,“ segir Róbert Egilsson, kokk-
ur á Sommelier.
Páska-lambið