Fréttablaðið - 17.04.2003, Side 36

Fréttablaðið - 17.04.2003, Side 36
Björk Guðmundsdóttir hefurtilkynnt tvenna tónleika í London í næsta mánuði. Þeir fara fram í Hammer- smith Apollo þann 24. maí og í Shepherd’s Bush Empire tveimur dögum síðar. Sam- kvæmt fréttavef NME geta aðdáendur Bjarkar átt von á nýrri breiðskífu síðar á þessu ári. Tónlistarmaðurinn Badly DrawnBoy, sem heitir réttu nafni Damon Gough, seg- ist næstum því hafa lokið við að semja efni á næstu breið- skífu. Hann langar mest til að drífa sig í hljóðver og hljóð- rita plötuna og helst að gefa hana út á þessu ári. Það er þó ekki víst að það náist og fyrr en snemma á næsta ári. Söngkonan Toni Braxton hefurtekið að sér hlutverk í söngleik Elton John og Tim Rice, „Aida“, sem sýndur er á Broadway. Hún undirritaði fjögurra mánaða samn- ing og stekkur beint í aðalhlutverk- ið. Hún hefur áður komið fram á Broadway, þá í hlutverki Fríðu í söngleiknum „Beauty and the Beast“ sem gerð er eftir teikni- mynd Disney. Í september er svo væntanleg ný plata frá Braxton. Breska gamanmyndin “Bend Itlike Beckham“ var frumsýnd í Bandaríkjunum ný- lega og hefur hlotið afar blíðar viðtökur, sérstaklega í ljósi þess að knattspyrna er ekki mjög vinsæl íþrótt á meðal karl- manna þar í landi. Aðsókn á myndina kom mönnum því í opna skjöldu. Þrátt fyrir að hún hafi ekki skotist upp í efstu sæti aðsóknarlistans hef- ur miðasala á hana gengið vonum framar. Ástralska söng- ogleikkonan Natalie Imbruglia ætlar að ganga að eiga kærasta sinn, Dani- el Johns úr rokk- sveitinni Silver- chair, 15. desember næstkomandi. Brúð- kaup þeirra fer fram í heimabæ rokkar- ans, Newcastle, sem er rétt norðan við Sydney í Ástralíu. Daniel hefur þjáðst af liðagigt en hefur náð góðum bata síðustu mánuði. Væntanleg sólóplata CourtneyLove verður kölluð „American Sweetheart“. Love er nú stödd í Evrópu þar sem upptökur fyrir þessa fyrstu sólóplötu hennar fara fram. Síðast gaf Love út breiðskífu árið 1998, plötuna „Celebrity Skin“ sem varð svanasöngur rokksveit- arinnar Hole. 17. apríl 2003 FIMMTUDAGUR36 SHANGHAI KNIGHTS kl. 3 og 5.30 CONFESSIONS. bi 14 kl. 8 og 10.40 ABRAFAX m/ísl.tali kl. 2, 4 og 6 MAID IN MANHATTAN kl. 8 og 10.20 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 2 og 4 TWO WEEKS NOTICE kl. 6 THE HUNTED b.i. 16 kl. 5.50 og 8 GULLPLÁNETAN m/ísl.tali kl. 2 og 4 CRADLE b.i. 16 kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.10Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 - bi 14 Sýnd í lúxus kl. 4, 6.30 og 9.30 Sýnd kl. 6 og 9 kl. 4, 6.15 og 8NÓI ALBINÓI kl. 68 FEMMES kl. 5.45 og 10THE CORE kl. 10.15ADAPTATION kl. 3.30NOWHERE IN AFRICA Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 Sýnd í lúxus kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 b.i. 16 ára THUNDERPANTS kl. 2 og 4 25th HOUR kl. 10.10 2 og 4DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 NATIONAL SECURITY bi 12 kl. 2, 4 og 6 Framleiðendur kvikmyndarinn-ar „The Recruit“ leggja sig fram við það að sannfæra kvik- myndaáhugamenn um að myndin gefi trúverðuga innsýn í störf bandarísku leyniþjónustunnar, eða CIA. Sagan fjallar um nýliðann James Clayton (Colin Farrell) og er fylgst með því er hann er þjálf- aður upp í það að takast á við njósnastörf og hvað mestu máli skiptir til þess að halda sér á lífi. Clayton þykir full hrokafullur og viss með sig og passar sig einnig á því að standa undir sínu ofur- blásna egói með afbragðs frammi- stöðu í prófum skólans. CIA-maðurinn Walter Burke (Al Pacino) hefur því auga með hon- um. Á sama tíma og Clayton vinnur sig upp í metorðum innan leyni- þjónustunnar fellur hann fyrir öðr- um nemanda, glæsilegri stúlku að nafni Layla Moore (Bridget Moynahan). Clayton verður hissa á gífurleg- um áhuga Burke á gengi sínu innan skólans og fer að leita svara. Þá færir CIA-maðurinn honum hans fyrsta verkefni og Clayton kemst að því að ekkert er eins og það sýn- ist. Það er því engin ástæða til að treysta neinum. Hér áður fyrr þótti það mikill gæðastimpill á kvikmyndahandrit ef leikarinn Al Pacino samþykkti að leika í mynd eftir þeim. Hann hafði það lengi sem vinnureglu að leika ekki í meira en einni mynd á ári og vandaði því valið sérstak- lega. Síðustu ár hefur hann, af ein- hverjum ástæðum, þó tekið að sér fleiri hlutverk en áður. Ef til vill er hann að þreifa fyrir sér í öðruvísi hlutverkum en hann hefur verið þekktur fyrir. Það gæti verið ástæðan fyrir því að hann tók að sér að leika í hinni vafasömu mynd „S1m0ne“ sem fékk ekki góða dóma. Í þessari mynd ætti hann þó að vera meira á heimavelli. Að minnsta kosti stóð hann sig eins og hetja í myndinni „Insomnia“. Myndinni er leikstýrt af Roger Donaldsson, sem er þekktur fyrir að gera spennumyndir. Á ferilskrá hans eru m.a. „Thirteen Days“, „Dante’s Peak“, „Species“ og sumarmyndin „Cocktail“. biggi@frettabladid.is Spennumyndin The Recruit með kvennabósanum Colin Farrell og stórleikaran- um Al Pacino í aðalhlutverki var frumsýnd á þriðjudag. Myndin fjallar um innan- hússerjur innan CIA. Fréttiraf fólki sem stóð í ljósum logum. Alvöru slökkviliðsmenn sem voru í við- bragðsstöðu á staðnum komu leik- aranum þó til bjargar og var hleg- ið að öllu saman eftir á. Lögreglan í Los Angeles rannsak-ar nú slagsmál á milli Sharon Osbourne og umboðsmannsins Renee Tab. Sharon var ekið upp á spítala á fimmtudag eftir að það kom til handalögmála á milli þeirra á veitingarhúsi þar í bæ. Hún heldur því fram að maðurinn hafi ráðist á hana en hún hafði áður sakað hann um að vera boð- flenna og svindlari í „The Os- bournes“-raunveruleikaþættinum. Vitni segja að það hafi ekki síður verið Sharon sem lét höggin dynja á umboðsmanninum. Óskarsverðlaunaleikkonan HalleBerry segir að sér finnist hún vera ófríð. Þetta sagði hún í viðtali við þýska blaðið Journal für die Frau. Hún er því ósammála öllum þeim karlmönnum sem völdu hana meðal kynþokkafyllstu kvenna heims eftir síðustu James Bond- mynd. Í viðtalinu sagði hún einnig að þrátt fyrir að hún hafi unnið Óskarsverðlaunin í fyrra sé enn val- ið á milli kyn- þátta þegar ráðið er til vinnu í Hollywood. Næst sjáum við leikkon- una í fram- haldsmynd „X-Men“ sem er rétt hand- an við hornið. kl. 4DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN kl. 3.30 og 10THE PIANIST kl. 8.151. APRÍLL kl. 8CHARLOTTE GREY Laugavegi 32 561 0075 ■ KVIKMYNDIR Nýliðinn lendir illa í því DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM: Internet Movie Database - 6.3 /10 Rottentomatoes.com - 41% = Rotten Entertainment Weekly - B+ Los Angeles Times - 2 stjörnur EINNIG FRUMSÝNDAR UM PÁSKANA: Dreamcatcher Holes Just Married THE RECRUIT „Sérðu svarta sendi- ferðabílinn þarna hin- um megin við götuna? Ekki...? Horfðu aðeins betur ... og brostu... þú ert í Falinni myndavél!“ Það skall hurð nærri hælum hjáleikaranum John Travolta á dögunum er hann var við tökur á nýrri kvikmynd. Í myndinni, „Ladder 49“, leikur hann slökkvi- liðsmann og fór eldurinn úr bönd- unum með þeim afleiðingum að Travolta lokaðist inn í byggingu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.