Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 17. apríl 2003 = allt er framkvæmanlegt Umboðsmenn og söluaðilar um land allt. Nánari upplýsingar er að finna á www.ok.is eða í síma 570 1000 Tíminn líður hratt. Það er ekki víst að þú vitir hvar þú verður árið 2006 – en hp-tölvan þín verður enn í ábyrgð. Stöðug þróun og auknir notkunarmöguleikar kalla á vandaðri tölvur til að þjóna notandanum af öryggi og stöðugleika. Sérfræðingar HP eru haldnir fullkomnunaráráttu. Fullvissa þeirra um hraða, öryggi og gæði skilar sér til þín í þriggja ára ábyrgð. Kynntu þér málið og tryggðu þér eintak af mest seldu borðtölvu í heimi.**S am kv æ m t I D C e ru h p co m pa q m es t s el du b or ðt öl vu rn ar í he im i á rið 2 00 0, 2 00 1 og 2 00 2. A B X 9 03 03 14 Nick Cave á föstudaginn langa TÓNLIST Upptaka með tónleikum Nick Cave, sem hljóðritaðir voru á Broadway fyrir skemmstu, verður flutt á Rás 2 á föstudaginn langa. Tónleikarnir þóttu takast með af- brigðum vel og eru eftirminnilegir fyrir margra hluta sakir. Rás 2 læt- ur ekki þar við sitja um páskahelg- ina því á páskadag verða fluttir tón- leikar með Sigur Rós sem teknir voru upp í Háskólabíói skömmu fyr- ir síðustu jól. Á dag verður svo send út upptaka með tónleikum Múm sem haldnir voru í Þjóðleikhúsinu. Þessar upptökur eru aðeins hluti af því starfi sem tónlistar- deild Rásar 2 hefur unnið mark- visst að undanfarin ár en alls hafa starfsmenn rásarinnar tekið upp hátt í 400 tónleika með álíka mörg- um hljómsveitum og listamönnum. Eru upptökurnar varðveittar við bestu aðstæður í Ríkisútvarpinu og með þær farið sem menningar- verðmæti. Meðal tónleika sem hljóðritaðir hafa verið má nefna Þorláksmessutónleika Bubba Morthens sem spanna tíu ára tíma- bil hið minnsta, úrslit Músíktil- rauna frá 1992, Björk í Reykjavík 2001 og endurkomu Utangarðs- manna sama ár. ■ Dóra Takefusa hefur verið ráð-in annar af tveimur umsjón- armönnum sjónvarpsþáttarins Ís- landi í dag á Stöð 2. Fyllir Dóra þar með skarð Guðrúnar Gunn- arsdóttur sem hvarf frá störfum fyrir skemmstu: „Ég gerði bara samning um að vera þarna í sumar,“ segir Dóra, sem nýkomin er úr barneignarfríi en löngu þekkt úr alls kyns sjón- varpsþáttum á Skjá einum. „Það er stefnt að því að ég byrji um miðjan maí,“ segir hún. Guðrún Gunnarsdóttir, forveri Dóru í þættinum, skoðar nú ýmis tilboð sem henni hafa borist um starf í fjölmiðlum. Ber þar hæst tilboð um að stjórna morgunþætti á Rás 2 á laugardagsmorgnum: „Ég ætla að vera með þetta allt í salti yfir páskana,“ segir hún. Af öðrum hræringum í fjöl- miðlaheiminum má geta þess að Sigtryggur Magnason, fyrrum umsjónarmaður helgarblaðs DV og ljóðskáld, hefur verið ráðinn í dægurmálaútvarp Rásar 2 og leysir hann þar af Svein Guðmars- son, sem á móti hefur verið ráðinn í afleysingar í Kastljós Ríkissjón- varpsins. Sveinn hefur einnig sinnt dómgæslu í Gettu betur- þáttunum. ■ Hræringar ■ Á ýmsu gengur í fjölmiðlaheiminum og starfsfólk á fleygiferð á milli miðla. Óskalagið mitt er Promises meðEric Clapton,“ segir Atli Eð- valdsson, landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu. „Clapton er snillingur. Það er hægt að hlusta á hann allan ársins hring, allan sólarhringinn. Hann er í hópi snillinga á borð við Neil Young og James Taylor.“ ■ Óskalagið? DÓRA TAKEFUSA Fyllir skarð Guðrúnar Gunnarsdóttur í Ís- landi í dag. Dóra Takefusa í Ísland í dag

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.