Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.04.2003, Blaðsíða 46
Hrósið 46 17. apríl 2003 FIMMTUDAGUR Ég get ekki neitað því en ég erennþá frekar efins hvort ég eigi að segja ykkur þessa sögu. En einu sinni sagði góður maður við mig að það væri fyrsta og síðasta skylda hvers óþverra að fá fólk til að hlæja og því læt ég hana flakka. Þessi atburður átti sér stað á þorrablóti í febrúar árið 1992 austur á Norðfirði. Ég var sextán vetra gamall og var í fjötrum míns fyrsta ímyndaða ástarþríhyrnings, þ.e. ég og félagi minn vorum hrifnir af sömu stúlkunni. Ég komst að því síðar að sú hrifning var ekki gagn- kvæm hvað mig varðar en það er önnur saga og vandræðalegri. Í febrúar – eftir langt og árang- urlaust viðreynslutímabil – fékk ég gullið tækifæri til að sýna hvað í mér byggi því stúlkan bauð okkur báðum á þorrablót með fjölskyldu sinni. Þannig háttaði til að ég fékk sæti á móti henni við langborðið en félagi minn sat við hlið hennar – til vinstri frá mér séð. Ég hrósaði happi því með þessu móti gafst mér betra tækifæri til að ná þessu klass- íska augnkontakti án þess að hafa mikið fyrir því. Eftir nokkra brenni- vínssjússa, söng og tralala lét ég slag standa og hóf svona kálfanudd undir borði. Svo við tölum bara tæpitungulaust: Ég byrjaði að káfa á henni og notaði til þess mínar risa- stóru lappir (skóstærð 45). Þessi að- ferð virtist ekki virka neitt voða- lega vel því þrátt fyrir hið „eró- tíska“ nudd virtist hún hafa meiri áhuga á því að stinga augun úr ein- hverjum sviðahaus. Ég prófaði að nudda af meiri áfergju og að lokum ákvað ég að fara alla leið. Ó, já... Við þessa taktík tók ég eftir því að félagi minn og sessunautur stúlkunnar byrjaði að hósta upp úr sér súrmetinu og þegar ég þrýsti af meiri krafti engdist hann sundur og saman af kvölum - í það minnsta held ég að það hafi verið sársauki sem orsakaði krampaköstin. Nú, það er skemmst frá því að segja að ég rataði greinilega á rang- an stað eða kannski er betra að segja að ég rataði á ranga mann- eskju. Við þessa uppgötvun afsak- aði ég mig og gekk heim skömmustulegur og skammast mín reyndar ennþá. En ég þakka samt Guði almáttugum að ég notaði vinstri löppina við þessar aðfarir því hægra megin við stúlkuna sat afi hennar. ■ Sagan JÓN KNÚTUR ÁSMUNDSSON ■ blaðamaður segir frá vandræðalegu þorrablóti og skorar á Kristínu Atladóttur, kvikmyndaframleiðanda og„töffara frá náttúrunnar hendi“, að segja næstu sögu. Fær Jóhannes í Bónus fyrir aðlækka verð á páskaeggjum svo um munar. Fréttiraf fólki Hræðileg endalok á efnilegu kvöldi JÓN KNÚTUR ÁSMUNDSSON „Eftir nokkra brennivínssjússa, söng og tra- lala lét ég slag standa og hóf svona kálfa- nudd undir borði.“ Stelpa sem kippir hlutum í lag Mér fannst ekkert gaman aðrólurnar væru slitnaðar,“ segir Elín Sóley Reynisdóttir sem skrifaði Högna Bærings- syni, bæjarverkstjóra í Stykkis- hólmi, bréf. Í bréfinu bað hún Högna að laga tvær rólur á leik- velli. „Frændi minn var að reyna að róla sér í rólunni og hann bara datt úr rólunni.“ Elín Sóley sá að við svo búið mátti ekki standa og þar sem frændinn er bara fimm ára og getur ekki skrifað bréf til yfirvaldanna tók hún af skarið. „Ég sendi honum bréfið þegar kvöldmaturinn var búinn og næsta dag þegar ég kom úr skól- anum voru rólurnar komnar,“ segir Elín Sóley. Hún er afar ánægð með við- brögðin og segist vera mikið úti að leika sér og fylgist ágætlega með umhverfi sínu. „Ég fer oft út á róló eða í bátaleik. Svo fer ég út að hjóla.“ Nú er páskafrí og þá segist Elín Sóley vera mikið úti að leika sér. Hún neitar því þó ekki að stundum sé hún svolítill sjón- varpssjúklingur, en samt ekkert mikill. Um páskana ætlar hún að fara til pabba síns í Borgarnesi. Kannski að það séu bilaðar rólur í Borgarnesi. Hún er mikill Hólmari og finnst Stykkishólm- ur bæði skemmtilegur og falleg- ur bær. ■ KOMIN Á RÓL Elín Sóley Reynisdóttir rólar sér í nýviðgerðri rólu. Högni Bæringsson bæjarverkstjóri lagaði rólurnar um leið og hann fékk bréf frá Elínu Sóleyju um ástand þeirra. Persónan ELÍN SÓLEY REYNISDÓTTIR ■ á heima í Stykkishólmi. Hún lætur sig varða hvort hlutir séu í lagi og ýtti á eftir því að rólum á leikvelli væri komið í lag. Á fundi Samfylkingarinnar íBorgarnesi á þriðjudags- kvöldið var Össur Skarphéðins- son í miklum ham. Hann rifjaði meðal annars upp að Jóhann Sigur- jónsson, for- stjóri Hafró, hefði sagt í út- varpi fyrir þremur vikum að það væri „stílbrot“ að leggja til aukna úthlut- un þorksk- kvóta á grund- velli sömu gagna og Dav- íð Oddsson notaði nú til að tilkynna 30 þúsund tonna viðbótarkvóta. Össur sagði að ef yfirstjórn Hafró æti nú ofan í sig fyrri yf- irlýsingar og tæki við tilskipun- um frá Davíð um ástandið í sjónum væri það enn ein sönn- unin fyrir tilvist bláu handar- innar og væri illt til þess að vita að yfirstjórn Hafró væri orðin að fremsta kögglinum á löngu- töng bláu handarinnar! ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að Ingibjörg Sólrún er ekki í framboði í Borgarnesi. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Arsenal og Man. United. Heiðar Már Jónsson. Magnús Jónsson. 1. lítri af ís úr vél kr: 350,- (gegn framvísun auglýsingarinnar) Opið alla páskana Tilboð Verið velkomin Á r m ú l a 4 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.