Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 2
2 26. apríl 2003 LAUGARDAGUR „Nei, reyndar ekki, en sambýlis- kona mín á einn.“ Ríkisendurskoðun gerði athugasemd við kaup Kvikmyndasjóðs á ísskáp sem allan tímann stóð í kaffistofu sjóðsins. Spurningdagsins Þorfinnur, áttu ekki ísskáp? ■ Skoðanakönnun Bush segir Saddam hafa eyðilagt gereyðingarvopn sín: Sennilega óvígur frá upphafi stríðs WASHINGTON, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti segist hafa undir höndum gögn sem gefi til kynna að Saddam Hussein hafi hugsanlega látið lífið eða særst í loftárásum Bandaríkjamanna á fyrsta degi stríðsins í Írak. Ef þetta reynist rétt getur það varp- að ljósi á ýmislegt varðandi þróun mála í stríðinu, að mati forsetans. „Það gæti skýrt hvers vegna stífl- ur voru ekki sprengdar í loft upp og olíulindir eyðilagðar.“ Þetta kom fram í ítarlegu sjón- varpsviðtali við forsetann hjá Tom Brokaw á NBC. Bush notaði jafnframt tækifærið og varaði Sýrlendinga og Írani við því að skipta sér af málum í Írak en ít- rekaði þó að ekki væru uppi nein áform um að ráðast á löndin tvo. Aðspurður sagði forsetinn að bandarískar hersveitir myndu dvelja í Írak eins lengi og nauðsyn krefði og viðurkenndi að það gæti tekið allt að því tvö ár að koma á jafnvægi í landinu. Bush hélt ræðu í Ohio skömmu fyrir viðtalið og lýsti því þá yfir að hugsanlegt væri að Írakar hefðu eytt gereyðingarvopnum sínum áður en stríðið hófst. Í við- talinu á NBC dró forsetinn nokkuð í land og sagðist telja að banda- rískir sérfræðingar myndu á end- anum finna ólögleg vopn í Írak. ■ Norsk fyrirhyggja: Gervihnettir elta börnin NOREGUR AP Norska tölvufyrirtækið Chess Communications Inc. hefur áætlanir um að selja agnarsmátt GPS-staðsetningartæki sem for- eldrar geta notað til að fylgjast með ferðum barna sinna. Með því að notast við gervihnetti verður hægt að fylgjast með ferð- um nýja GPS-tækisins úr farsíma. Foreldrar geta forritað GPS-tækið þannig að þeir fái skilaboð fari barnið út fyrir áður ákveðið svæði. Nákvæmni tækisins í staðsetning- um skeikar aðeins um fimm metrar til eða frá. Verðið er um 20 þúsund krónur auk 1.000 króna mánaðar- legs áskriftargjalds. ■ Í VOPNAVERKSMIÐJU HERSINS Í opinberri heimsókn til Ohio lét Banda- ríkjaforseti þau orð falla að hugsanlegt væri að Írakar hefðu eyðilagt gereyðingar- vopn sín áður en innrás Bandaríkjamanna og Breta hófst. Spennan eykst Samanteknar niðurstöður síðustu tveggja skoðanakannana gefa góða vísbendingu um hverjir eru inni og hverjir úti í kjördæmunum og hverjir berjast um sæti á Alþingi. SKOÐANAKANNANIR Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur vantar tæplega eitt þúsund atkvæði, en Siv Frið- leifsdóttur vantar 71 atkvæði til þess að ná kjördæmakjörin inn á þing, ef samanteknar niðurstöður síðustu tveggja skoðanakannana Fréttablaðsins eru skoðaðar eftir kjördæmum. Allan fyrirvara verður að hafa á vangaveltum sem þessum, en niðurstöðurnar, sem unnar eru úr samanlagt 2.400 manna úrtaki úr könnunum sem gerðar voru 19. og 24. apríl, gefa margar forvitnilegar vísbending- ar um það hverjir eru inni og hverjir úti í kosningaslagnum. Reykjavík norður Spennan er mikil í Reykjavík norður. Þeir frambjóðendur sem virðast standa tæpast eru þau Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri grænum, og Sigurður Kári Krist- jánsson, Sjálfstæðisflokki. Af níu kjördæmakjörnum þingmönnum kjördæmisins virðist Sigurður vera síðastur inn, með 3.856 at- kvæði á bak við sig. Fast á hæla honum kemur Helgi Hjörvar, þriðja sætis maður Samfylking- arinnar, með 3.585 atkvæði. Á þeim munar því aðeins 271 at- kvæði. Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra er um 360 atkvæð- um á eftir Sigurði Kára. Aðrir koma lengra á eftir. Ásta Möller, Sjálfstæðisflokki, er með 3.085 atkvæði á bak við sig, og á eftir henni kemur síðan Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, talsmaður Sam- fylkingarinnar, með 2.868 at- kvæði. Samfylkingin þarf sam- kvæmt þessu að bæta við sig um 1.000 atkvæðum í Reykjavík norður til þess að hún komist kjördæmakjörin á þing. Reykjavík suður Þær Jónína Bjartmarz, Fram- sóknarflokki, og Margrét K. Sverrisdóttir eru tæpastar í Reykjavík suður. Margrét virðist vera síðust inn, með 3.856 atkvæði á bak við sig. Um 400 atkvæði eru í Ágúst Ólaf Ágústsson, sem knýr dyra sem fjórði maður Samfylk- ingarinnar. Fast á hæla honum er Birgir Ármannsson, Sjálfstæðis- flokki, með 3.350 atkvæði á bak við sig. Lengra er í aðra samkvæmt þessum niðurstöðum. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, þarf ríflega þúsund at- kvæði til þess að skjótast kjör- dæmakjörinn inn á þing, og fella þar með Margréti eða Jónínu, samkvæmt þessum niðurstöðum. Suðvesturkjördæmi Staðan virðist æsispennandi í Suðvesturkjördæmi. Kannanirnar sýna einungis 71 atkvæðis mun á Siv Friðleifsdóttur umhverfisráð- herra, sem nær ekki kjördæma- kjöri samkvæmt könnununum, og Bjarna Benediktssyni, sem skipt- ar 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins og er síðastur inn. Katrín Júlí- usdóttir, fjórða sæti á lista Sam- fylkingar, er einnig skammt undan og virðist vanta um 130 akvæði til að fella Bjarna. Þrjúhundruð at- kvæðum á eftir Katrínu kemur Jó- hanna B. Magnúsdóttir, í fyrsta sæti hjá Vinstri grænum. Norðvesturkjördæmi Steinunn Kristín Pétursdóttir, sem skipar 3. sæti á lista Frjáls- lyndra, er síðust inn sem kjör- dæmakjörinn þingmaður í Norð- vesturkjördæmi, með 1.802 at- kvæði á bak við sig. Henni er veitt öflug samkeppni af þingmönnun- um Kristni H. Gunnarssyni, þing- flokksformanni Framsóknar- flokksins, sem kemur næstur með 1.785 atkvæði, og Einari Oddi Kristjánssyni, þingmanni Sjálf- stæðisflokksins, sem hefur 1.666 atkvæði á bak við sig samkvæmt könnunum. Hér virðist því vera mikil spenna í uppsiglingu þar sem gamalreyndir þingmenn etja kappi við áður óþekkt nöfn í heimi stjórnmálanna. Norðausturkjördæmi Dagný Jónsdóttir, þriðja á lista Framsóknarflokksins, er síðust inn með 2.423 atkvæði á bak við sig. Sá sem ógnar henni helst, og er einungis 40 atkvæðum frá því að fella Dagnýju samkvæmt þessu, er Brynjar S. Sigurðsson, þrítugur framkvæmdastjóri frá Siglufirði sem skipar fyrsta sæti á lista Frjálslyndra. Lára Stefáns- dóttir, sem skipar þriðja sæti Samfylkingarinnar, er með 2.184 atkvæði á bak við sig og vantar þar með 239 atkvæði til að fella Dagnýju. Suðurkjördæmi Kjartan Þ. Ólafsson, í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, og Kolbeinn Proppé, oddviti Vinstri grænna, eru hnífjafnir í Suðurkjördæmi og mælast báðir með 2.288 atkvæði á bak við sig. Samkvæmt því vantar annan hvorn þeirra aðeins 30 atkvæði til þess að fella Jón Gunnarsson, sem er í 4. sæti á lista Samfylkingar- innar, og er síðastur inn sem kjör- dæmakjörinn þingmaður. Hér er því mikil spenna í uppsiglingu, eins og svo víða annars staðar, af þessum niðurstöðum úr könnun- um Fréttablaðsins að dæma. Uppbótarþingmenn Hafa þarf í huga í þessum vangaveltum að ekki hefur verið tekið með í reikninginn hér hvar uppbótarþingsæti kunna að lenda. Þá sem einungis vantar herslumun til að gerast kjördæmakjörnir geta átt góða von á uppbótarþingsæti. Samkvæmt niðurstöðunum eru Kristinn H. Gunnarsson og Siv Friðleifsdóttir inni sem uppbótar- þingmenn hjá Framsóknarflokkn- um, Birgir Ármannsson og Ásta Möller hjá Sjálfstæðisflokki, Lára Stefánsdóttir og Helgi Hjörvar hjá Samfylkingu og þau Ögmundur Jónasson, Jóhanna B. Magnúsdótt- ir og Kolbeinn Proppé hjá Vinstri grænum. Frjálslyndir fengju eng- an uppbótarþingmann ef þetta gengi eftir. gs@frettabladid.is UMHVERFISMÁL „Það er fátt jafn erfitt sem flokkur minn hefur gengið í gegnum enn umræðan um Kárahnjúkavirkjun,“ sagði Össur Skarphéðinsson á opnum stjórn- málafundi með fulltrúum flokk- anna á Hótel Borg í gær. Ýmis náttúruverndarsamtök boðuðu til fundarins. Helst var rætt um virkjanaframkvæmdir á hálend- inu. Fulltrúar þriggja flokka af fimm lýstu sig andsnúna Kára- hnjúkavirkjun, sem er talsvert annað hlutfall en fyrirliggjandi stuðningur við framkvæmdirnar á Alþingi segir til um. Fulltrúarnir sem lýstu sig mót- fallna voru þau Katrín Fjeldsted frá Sjálfstæðisflokki, Margrét K. Sverrisdóttir, Frjálslynda flokki og Kolbrún Halldórsdóttir frá Vinstri grænum. Össur Skarphéð- insson sat fundinn fyrir hönd Sam- fylkingarinnar. Hann varði stuðn- ing þingmanna hennar við virkj- anaframkvæmdirnar og sagði ákvörðunina byggða á mikilli yfir- legu. Einar Sveinbjörnsson, að- stoðarmaður umhverfisráðherra, sat fundinn fyrir Framsóknar- flokkinn. Í máli hans kom fram að Framsóknarflokkurinn telur eðli- legt að auðlindir landsins verði nýttar eins og frekast er unnt. Eins og aðrir á fundinum lagði hann þó áherslu á að friðland, eins og í Þjórsárverum eða á Torfajök- ulssvæðinu, njóti verndar. Allir fundarmenn voru sammála um að þjóðgarður norðan Vatnajökuls væri góð hugmynd og að vernda bæri vatnasvæði Jökulsár á Fjöll- um. ■ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Hann virðist vanta um 360 atkvæði í Reykjavík norður til þess að komast á þing sem kjördæmakjörinn. STJÓRNMÁLAFUNDUR UM UMHVERFISMÁL Þrír af fimm fulltrúum stærstu flokkanna lýstu sig andsnúna Kárahnjúkavirkjun. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Fulltrúar flokkanna ræddu Kárahnjúkavirkjun á opnum fundi um umhverfismál: Þrír af fimm á móti FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Í RÉTTA ÁTT „Framsókn þokast upp á við sem er í samræmi við mínar tilfinningar. Hins vegar væru þetta alls kostar ómöguleg kosningaúrslit. Enn er hálfur mánuður í kosningar en ef áfram heldur í þessa átt ætti þetta að geta farið bærilega,“ segir Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra. SÍGANDI LUKKA BEST „Þetta er í rétta átt og má kannski segja að sígandi lukka sé best. Það er ljóst að til að sigra í þessum kosning- um þarf að hafa fyrir því og berj- ast fyrir þeim sigri. Það munum við gera,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar. AÐ HERÐA RÓÐURINN „Þessar niðurstöður eru ekki í samræmi við þá tilfinningu sem ég hef fengið á vinnustöðum eða annars staðar. Hins vegar er þetta mjög skýr áminning til okkar sem vilj- um veg Vinstri grænna sem mestan, við verðum að herða róð- urinn. Því eftir tíunda maí verður ekki aftur snúið,“ segir Ögmund- ur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. HÖLDUM GALVÖSK ÁFRAM „Mér finnst við vera með heldur sterk- ari stöðu en þessi könnun sýnir. Miðað við þær viðtökur sem við fáum hefði ég haldið að við mynd- um mælast hærri. Þetta er bara ein skoðanakönnun af mörgum og við höldum galvösk áfram með bjartsýni og staðreyndirnar að vopni,“ segir Gunnar Ingi Birgis- son, þingmaður Sjálfstæðisflokks. SÁTT OG ÁNÆGÐ „Ég er ennþá ánægður með það fylgi sem er að mælast hjá okkur. Þó skoðana- kannanir sveiflist um eitt, tvö prósent á milli kannana er það vísbending um að við höfum þó nokkuð fylgi meðal þjóðarinnar. Við munum reyna að auka fylgið ef við getum með okkar málflutn- ingi. Okkar fólk mun halda áfram sinni vinnu,“ segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins. STÓRTILBOÐ VIKING FELLHÝSI Aðeins í dag laugardag og sunnudag Epic 1906 9 fet Verð kr. 798.000 Innifalið í verði 100.000 kr. úttektar- ávísun í nýrri verslun sem verður opnuð í maí. Fellihýsin eru tilbúin á götuna með bremsubúnaði. Takmarkað magn. Til afgreiðslu strax Netsalan Garðatorgi 3, 210 Garðabær Símar: 565 6241/ 544 4210 Fax: 544 4211 Netfang: netsalan@itn.is Heimasíða: www.itn.is/netsalan www.itn.is/netsalan Opið í dag, laugardag, frá kl. 11 - 17 og sunnudag frá kl. 11 - 16 *himinn fylgir ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.