Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 28
Sigfús Sveinbergsson hefurbúið ásamt tveimur félögum sínum í íbúð í blokk við Háaleitis- braut í nokkur ár. Hann hefur ver- ið þroskahamlaður frá fæðingu og á við hreyfihömlun að etja. Sigfús var alinn upp hjá ömmu sinni og afa til átta ára aldurs en flutti þá að Sólheimum í Gríms- nesi. Síðustu tólf árin hefur hann búið sjálfstætt. „Ég er mjög ánægður með að búa sjálfstætt og okkur kemur mjög vel saman við strákana á heimilinu,“ segir hann. Sigfús segist hafa mjög gaman af því að búa til mat en enginn sérstakur matur er honum hug- leikinn framar öðrum. „Ég vakna venjulega klukkan hálf átta á morgnana og fæ mér eitthvað að borða sjálfur áður en ég tek strætó í vinnuna.“ Sigfús á yfir- leitt ekki erfitt með að vakna en hann tekur strætó til vinnu á vinnustofuna Ás við Brautarholt. Þar er hann síðan til fjögur á dag- inn. Hann segist oftast fara í bað þegar hann komi heim úr vinnu en þeir félagarnir skiptast á að elda mat með aðstoð konu sem kemur á hverjum degi. Hrifinn af íslenskum kvik- myndum Á kvöldin horfa þeir á sjónvarp eða spjalla saman. Sigfús er drjúg- ur við að fara út á kvöldin og vílar ekki fyrir sér að skreppa út þrátt fyrir slæmt veður. Hann er afskap- lega athafnasamur og les blöðin vandlega og fylgist með menning- arviðburðum. Ef einhvers staðar er frítt inn er Sigfús mættur á staðinn. „Ég myndi fara miklu oft- ar á tónleika ef það kostaði ekki svona mikið,“ segir hann og á svipnum má ráða að hann er að tala um það sem á hug hans allan. Hann segir það vera sitt lán að hafa kynnst Sverri Guðjónssyni söngvara sem oft bjóði honum með sér á tónleika eða aðra menningar- viðburði. „Sverrir er vinur minn. Ég kynntist honum á tónleikum,“ segir Sigfús. Djassinn stendur honum næst en Sigfús segist vera alæta á tónlist og hlusta á hvað sem er. Það lifnar yfir honum þeg- ar hann ræðir um tónlistina og seg- ist eiga tvö myndbönd sem hann haldi mjög mikið upp á. „Það eru Grease og Sound of Music. Ég horfi mjög oft á þau þó ég sé hrifn- ari af íslenskum kvikmyndum. Börn náttúrunnar og Djöfleyjan eru mínar uppáhaldsmyndir,“ seg- ir hann en kveðst einnig hafa gam- an af öðrum innlendum myndum. Sigfús er kátur og þegar hann hlær smitar hann út frá sér til annarra. Enda er hann vinamarg- ur og umgengst félaga sína tals- vert. Hann segist oftar hringja í vinina ef eitthvað bregði út af hjá sér þrátt fyrir að á töflu í eldhús- inu sé símanúmer hjá bakvakt. Þannig sé það bara; honum detti þeir frekar í hug en starfsfólkið. Hann á vinkonu sem hann hittir stöku sinnum en Sigfús segist þó tala oftar við hana í síma. Leiklist helsta áhugamálið Sigfús hefur verið mjög virkur með leikhópnum Perlunni og hef- ur mikla ánægju af leiklistinni. Hann hefur verið með hópnum lengi og í sumar er fyrirhuguð ferð til Noregs. „Ég hlakka mjög til að fara út og leika en það er mitt helsta áhugamál,“ segir hann brosandi. Sigfús er ekki síður duglegur að stunda íþróttir og sund. Með Íþróttafélagi fatlaðra leikur hann boccia og nokkrum sinnum í viku bregður hann sér í laugarnar. „Ég fer á kaffihús með vinum mínum og oft koma þeir til mín á kvöldin til að horfa á sjónvarp eða spjalla. Nú er ég að safna fyrir nýjum græjum til að ég geti spilað geisladiska þegar ég vil.“ Sigfús vinnur átta stundir á dag á vinnustofunni Ási og ber úr býtum liðlega ellefu þúsund þegar skattar hafa verið dregnir frá. Aðaltekjurnar eru örorkustyrkur, um það bil 75 þúsund á mánuði. Af þessum tekjum fara liðlega 50 þúsund krónur í húsaleigu og mat. Honum finnst það hátt hlutfall tekna sinna og er ekki í vafa um að helst vildi hann styðja þann flokk í kosningum sem bæta myndi kjörin. „Það væri gott ef ég þyrfti ekki að greiða skatta og svo mætti húsaleigan vera lægri,“ segir hann. Fyrir dyrum standa flutningar en þá mun Sigfús ásamt vini sín- um Hrafni flytja á Kleppsveginn þar sem þeir ætla að búa aðeins tveir saman. Hann segist alls ekki vilja búa einn og er sæll og ánægður með að búa með Hrafni. „Hann er besti vinur minn og ég hlakka mjög til að flytja á Kepps- veginn,“ segir þessi hressi og káti maður. ■ 28 26. apríl 2003 LAUGARDAGUR Sigfús Sveinbergsson: Eltir uppi alla menningarviðburði ÞEIR BÚA SAMAN Í ÍBÚÐ Hrafn Logason, Sigfús Sveinbergsson og Gústaf Hinrik Ingvarsson. Gústaf Hinrik Ingvarsson er úrBorgarnesi en bjó í mörg ár í Stykkishólmi. Hann flutti til Reykjavíkur fyrir nokkrum árum og býr með þeim Hrafni Logasyni og Sigfúsi Sveinbergssyni við Háa- leitisbrautina. Fyrir dyrum stend- ur að hann búi einn og er hann full- ur eftirvæntingar að fá eigin íbúð sem hann hefur aðeins fyrir sig. Gústaf var svo lánsamur að fá góða vinnu hjá Danól skömmu eft- ir að hann fluttist suður. „Mér lík- ar óskaplega vel þar og allir eru mjög góðir við mig. Ég er í súpun- um og vinn við að pakka og raða þeim í kassa. Ef lítið er að gera í súpunum þá geri ég ýmislegt ann- að eins og taka ruslið og sópa,“ segir hann og það leynir sér ekki þegar hann talar um vinnuna hve kær hún er honum. Hann segist alltaf mæta á réttum tíma og aldrei vanta í vinnu nema vita- skuld þegar hann eigi frí. „Mér finnst óskaplega gaman í vinnunni og ég hlakka til að mæta á hverjum degi.“ Gústaf vinnur til klukkan tvö á daginn og á frí um helgar. Á kvöld- in hefur hann gaman af því að horfa á sjónvarp og spjalla við kunningjana í síma. „Það er svo margt hægt að gera í Reykjavík sem ekki er hægt úti á landi,“ seg- ir hann. Gústaf er mjög snyrtilegur og hefur búið notalega um sig. Hann hefur einnig gaman af því að kaupa sér föt og vera vel klæddur. Hann segist fara sparlega með fé og safna fyrir því sem hann langar að eignast. Gústaf er ekki í vafa um að hon- um hafi farið mikið fram síðan hann flutti suður og sé mun sjálf- stæðari. Í Reykjavík er hægt að læra og er hann að velta fyrir sér ýmsum námskeiðum hjá Fjöl- mennt, sem er fullorðinsfræðsla fatlaðra og stendur fyrir námi sniðnu að þeirra þörfum. „Ég hef ekki ákveðið enn hvað ég ætla að læra, það kemur svo margt til greina,“ segir hann. ■ Gústaf Hinrik Bjarnason: Ánægður í vinnunni SIGFÚS SVEINBERGSSON Hann les vel og vandlega allar auglýsingar um menningarviðburði og lætur sig ekki vanta ef hann á þess kost að mæta. GÚSTAF HINRIK BJARNASON Biður spenntur eftir því að komast í eigin íbúð sem hann hefur þá aðeins fyrir sig. Undanfarna áratugi hefur færst í vöxt að þroskaheft fólk búi sjálfstætt. Fréttablaðið sótti nokkra lífsglaða einstaklinga heim og ræddi við þá um áhugamálin, lífið, vinnuna og annað sem á þeim brennur. Standa stolt á eigin fótum KVÖLDMATUR Í VÍÐIHLÍÐINNI Þær eru glaðar og reifar yfir grjóna- grautunum hennar Kristínar, Kristín Magnúsdóttir Auður Einarsdóttir og María Sveinbjörnsdóttir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.