Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 12
12 26. apríl 2003 LAUGARDAGUR
Spænski kylfingurinn Sergio Garcia sveiflar
kylfunni í fyrstu umferð Opna spænska
meistaramótsins í golfi sem hófst á Kanarí-
eyjum í fyrradag. Garcia, sem á titil að
verja, hefur átt afleita byrjun á mótinu.
Hann er átta höggum á eftir Englending-
unum Paul Casey og Mike Tunnicliff sem
eru efstir eftir fyrstu tvo keppnisdagana.
Golf
hvað?hvar?hvenær?
23 24 25 26 27 28 29
APRÍL
Laugardagur
Enski boltinn:
Arsenal getur náð efsta sætinu
FÓTBOLTI Baráttan í enska boltanum
heldur áfram um helgina. Arsenal,
sem er í öðru sæti deildarinnar, get-
ur komist í toppsætið með sigri
gegn Bolton á heimavelli sínum
Highbury.
David Seaman kemur að öllum
líkindum aftur inn í lið Arsenal eft-
ir veikindi. Fyrirliðinn Patrick
Vieira og Edu verða hins vegar fjar-
verandi vegna meiðsla. Guðni
Bergsson og félagar í Bolton eru í
harðri fallbaráttu. Tapi þeir leikn-
um í dag gefa þeir West Ham mögu-
leika á minnka stigamun liðanna
niður í eitt stig, en West Ham sækir
Manchester City heim á morgun.
Chelsea, Newcastle og Liver-
pool, sem öll leika í dag, eiga í
harðri baráttu um tvö laus sæti í
Meistaradeild Evrópu. Chelsea tek-
ur á móti Fulham í miklum ná-
grannaslag. Newcastle sækir Sund-
erland heim og Liverpool, sem hef-
ur unnið sex af síðustu sjö leikjum
sínum, mætir WBA á útivelli.
Efsta liðið, Manchester United,
leikur við Tottenham á útivelli á
morgun. Paul Scholes og Gary
Neville koma aftur inn í liðið eftir
að hafa verið í banni gegn Real Ma-
drid. ■
Á BEKKNUM
David Beckham kom inn á sem varamaður
gegn Real Madrid og skoraði tvö mörk í
4:3 sigri United. Real komst hins vegar
áfram á samanlagðri markatölu.
David Beckham til Real?
Orðrómur
magnast
FÓTBOLTI Orðrómur um félaga-
skipti David Beckham úr
Manchester United til Real Ma-
drid fyrir um 3,5 milljarða króna
hefur haldið áfram að magnast
eftir að United féll úr leik gegn
Real í Meistaradeildinni sl. mið-
vikudag.
Mörg ensk blöð héldu því fram
eftir leikinn að Beckham hafi þeg-
ar farið fram á félagaskiptin, en
hann byrjaði á varamannabekkn-
um í leiknum. Þegar hann kom inn
á skoraði hann tvö af fjórum
mörkum United.
Beckham var einnig varamað-
ur í mikilvægum deildarleikjum
gegn Arsenal og Liverpool. ■
Heimsmeistarakeppnin í íshokkí:
67. keppnin hefst um helgina
ÍSHOKKÍ Heimsmeistarakeppnin í
íshokkí hefst í Finnlandi í dag. Tit-
ilvörn heimsmeistara Slóvaka
verður ekki auðvelt verkefni því
þeir verða í riðli með gestgjöfum
Finna, Svíum og Rússum sem þeir
unnu 4:3 í úrslitaleik í fyrra. Þess-
ar þjóðir keppa í Helsinki:
Þýskaland, Bandaríkin,
Kanada og Tékkland keppa í
Tampere og Úkraína, Sviss, Lett-
land og Austurríki í Turku. Japan,
Danmörk, Hvíta-Rússland og Sló-
venía keppa í Tampere og
Helsinki.
Árangur Tékka og Slóvaka í
Heimsmeistarakeppni er athygl-
isverður. Þjóðirnar hafa unnið
helming keppnanna frá því
Tékkóslóvakíu var skipt í Tékk-
land og Slóvakíu árið 1993. Tékk-
ar unnu árið 1996 og þrjú ár í röð
frá 1999 til 2001.
Fjögur fyrrum lýðveldi Sovét-
ríkjanna taka þátt í keppninni.
Sovétríkin voru afar sigursæl á
sjöunda, áttunda og níunda ára-
tugnum en eftir að ríkið liðaðist í
sundur hafa aðeins Rússar náð að
verða heimsmeistarar. Þeir sigr-
uðu árið 1993 en silfrið í fyrra
voru fyrstu verðlaun þeirra síðan
þá. ■
Úrslit
Meistaradeildarinnar:
Gunnar og
Stefán dæma
HANDBOLTI Gunnar Viðarsson og
Stefán Arnaldsson dæma fyrri úr-
slitaleik Meistaradeildarinnar milli
San Antonio Portland og Montpelli-
er. Frami Stefáns og Gunnars bygg-
ir án efa á fremmistöðu þeirra í
Heimsmeistarakeppninni í Portúgal
í vetur. Þar fengu þeir afburða góða
einkunn fyrir frammistöðu í leikj-
um og stóðust þrekpróf og skrifleg
próf með betri einkunn en önnur
dómarapör í keppninni.
Danirnir Jan Boye og Bjarne
Munk Jensen dæma seinni úrslita-
leik Meistaradeildarinnar en þeir
dæmdu úrslitaleik Króata og Þjóð-
verja um heimsmeistaratitilinn í
Portúgal í vetur. ■
11.15 Sýn
Enski boltinn. Bein útsending frá leik
Bolton Wanderers og Arsenal.
13.45 Stöð 2
Enski boltinn. Bein útsending frá leik í
ensku úrvalsdeildinni.
16.00 Vestmannaeyjar
Eyjastúlkur mæta Haukastúlkum í úr-
slitum Esso deildar kvenna í handbolta.
16.30 Sýn
Fastrax 2002. Vélasport.
17.00 Sýn
Toppleikir. Sýnt frá leik Aston Villa og
Birmingham.
19.20 Sýn
Spænski boltinn. Bein útsending frá leik
Sevilla og Real Madrid.
23.10 Sýn
Útsending frá hnefaleikakeppni í Las Ve-
gas. Á meðal þeirra sem mættust voru
fjaðurvigtarkapparnir Marco Antonio
Barrera og Kevin Kelley.
10.45 Sýn
Skoski boltinn. Bein útsending frá leik
Rangers og Celtic.
12.55 Sýn
Enski boltinn. Bein útsending frá leik
Manchester City og West Ham United.
15.00 Sýn
Enski boltinn. Bein útsending frá leik
Tottenham Hotspur og Manchester
United.
16.15 Austurberg
ÍR-ingar og Valsmenn eigast við í und-
anúrslitum Esso deildar karla í hand-
bolta. ÍR vann fyrsta leik liðanna.
16.15 KA-heimilið
KA-menn taka á móti Haukum í und-
anúrslitum Esso deildar karla í hand-
bolta. Haukar unnu fyrsta leik liðanna.
17.00 KR-völlur
KR-ingar taka á móti færeysku meistur-
unum HB í leik um Atlantic bikarinn.
17.00 Sýn
Meistaradeild Evrópu. Farið er yfir leiki
síðustu umferðar.
18.00 Sýn
Golfmót í evrópsku PGA-mótaröðinni.
19.00 Sýn
NBA. Bein útsending frá leik L.A. Lakers
og Minnesota í úrslitakeppninni.
21.30 Sýn
Golfmót í bandarísku PGA-mótaröðinni.
22.30 Sýn
Bein útsending frá leik í úrslitakeppni
NBA.
23.45 Rúv
Markaregn. Mörkin úr þýska boltanum.
hvað?hvar?hvenær?
24 25 26 27 28 29 30
APRÍL
Sunnudagur
ÍSHOKKÍ
Rússinn Vladimir Antipov og Tékkinn Jan
Hlavac í vináttuleik þjóðanna í Ceske Bu-
dejovice á sunnudag. Antipov skoraði fyrra
mark Rússa í 2:1 sigri en leikurinn var lið-
ur í undirbúningi þjóðanna fyrir Heims-
meistarakeppnina sem hefst í dag.
HEIMSMEISTARAR 1910-2002
Rússland/Sovétríkin 23
Kanada 21
Svíþjóð 7
Tékkóslóvakía 6
Tékkland 4
Bandaríkin, Bæheimur og Bretland 2
Belgía, Finnland og Slóvakía 1
Bæheimur sigraði í keppnunum
í Berlín árin 1911 og 1914 en landið
var þar sem Tékkland er nú.
STAÐAN L S
1. Manchester United 35 74
2. Arsenal 34 71
3. Chelsea 35 63
4. Newcastle 35 62
5. Liverpool 35 61
6. Everton 35 56
7. Blackburn 35 53
8. Tottenham 35 50
9. Southampton 34 48
10. Man. City 35 48
11. Middlesbrough 35 46
12. Charlton 35 46
13. Birmingham 35 44
14. Aston Villa 35 42
15. Leeds 35 41
16. Fulham 35 41
17. Bolton 35 39
18. West Ham 35 35
19. WBA 35 24
20. Sunderland 35 19
PIRES
Robert Pires, leikmaður Arsenal,
mun etja kappi við Guðna Bergsson
og félaga í Bolton í dag.
AP
/M
YN
D
APM
YN
D
/G
ARC
IA
HANDBOLTI “Það ætti ekki að koma
á óvart þó viðureignin yrði fimm
leikir eins og bikarúrslitaleikur-
inn í vetur,” sagði Guðríður Guð-
jónsdóttir, þjálfari Vals, þegar
Fréttablaðið bað hana að spá í úr-
slitaleiki ÍBV og Hauka. “Þarna
mætast liðin sem hafa mestu og
bestu umgjörðina. Ásvellir er
sterkur heimavöllur og að koma
til Eyja er ævintýri. Þar er mikill
áhugi fyrir kvennaliðinu og um-
gjörðin mjög góð. Ég á von á rosa-
lega skemmtilegum leikjum og
vona að svo verði handboltans
vegna. Leikir þeirra í vetur hafa
verið rosaleg barátta.
ÍBV er sterkasta skyttulið
landsins með öfluga leikmenn í
öllum stöðum fyrir utan. Liðið
hefur einnig mjög öflugan línu-
mann, góðan markmann og horna-
mennirnir, sem voru taldir
veikasti hlekkurinn, hafa skilað
sínu. Breiddin er meiri hjá ÍBV og
það skiptir máli þegar leikið er
þétt. Anna Perez var lykilmaður í
fyrra en hún hefur lítið leikið í
vetur. Birgit Engl spilar bara í
vörninni en getur líka leikið í
sókninni. Það skipti mestu máli
fyrir ÍBV að ná góðum varnarleik.
Haukarnir hafa mikla reynslu
af úrslitakeppnum. Haukar hafa
sterkann markmann, mjög sterk-
ann línumann og Hönnu Stefáns-
dóttur sem er besti hægri horna-
maður deildarinnar og best í
hraðaupphlaupum. Brynja Stein-
sen kom inn í liðið um áramótin
og hefur náð að rífa upp sóknar-
leik liðsins. Veikasti hlekkurinn
er hægri vængurinn vegna þess
að þær hafa ekki örvhentan leik-
mann. Harpa hefur leikið hægra
megin og skilað því ágætlega.
Nína hefur náð sér á strik í síð-
ustu leikjum og Sonja hefur skil-
að sínu í vinstra horninu. Aðall
Hauka er vörnin og hraðaupp-
hlaupin. Sandra Anulyté hefur
leikið mjög vel í vörninni. Það er
sama hvaða stöðu hún leikur í
vörninni, hún skilar alltaf sínu.
Viljinn í Haukaliðinu er gríðar-
legur. Harpa er ósérhlífinn bar-
áttumaður sem drífur liðið
áfram.
Gústaf Björnsson hefur mikla
reynslu af úrslitakeppnum en
Unnur Sigmarsdóttir, sem hefur
staðið sig frábærlega með ÍBV í
vetur, hefur ekki sömu reynslu.
Reynsla þjálfara getur haft áhrif
í úrslitakeppni. Þá skiptir ekki
öllu máli hversu góður þjálfari
þú ert heldur hvernig þú höndlar
hlutina þegar þeir koma upp.” ■
ÍBV - HAUKAR
Harpa Melsted fer fyrir Haukaliðinu í baráttunni við ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn.
LEIKIR ÍBV OG HAUKA Í VETUR
Meistarakeppnin
Haukar-ÍBV 23-24
ESSO deildin
ÍBV-Haukar 27-22
ESSO deildin
Haukar-ÍBV 27-25
SS Bikarinn
Haukar-ÍBV 23-22
ESSO deildin
ÍBV-Haukar 27-21
LEIKIR ÚRSLITAKEPPNINNAR
26.4. ÍBV - Haukar 16.00
29.4. Haukar - ÍBV 19.15
1.5. ÍBV - Haukar 19.30
3.5. Haukar - ÍBV 16.00
5.5. ÍBV - Haukar 19.15
Þrír sigrar tryggja titilinn
en keppnin gæti orðið fimm leikir.
Gæti orðið fimm
leikja viðureign
Guðríður Guðjónsdóttir, þjálfari Vals, spáir jöfnu og spennandi einvígi
ÍBV og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M