Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 10
Aukin ásókn fólks til líknarfé-laga um aðstoð hefur verið
birtingarmynd aukinnar fátæktar
hér á landi skv. ummælum þeirra
sem halda því fram.
Í umræðu um fátækt á síðustu
vikum hefur stjórnarandstaðan á
þingi jafnt sem pólitískir fræði-
menn á hennar vegum ásakað rík-
isstjórnina um að hafa ekki staðið
sig gagnvart því fólki sem býr við
fátækt. Þau hafa haldið því fram
að ríkistjórnin beri ábyrgð á auk-
inni fátækt í landinu og þar með
auknum fjölda þeirra sem leita
sér aðstoðar líknarfélaga á borð
við Hjálparstofnun kirkjunnar og
Mæðrastyrksnefnd. Ríkisstjórnin
beri ábyrgð á því að fólk festist í
fátæktargildru.
Máli sínu til sönnunar hafa
þessir aðilar haldið á lofti nýju riti
um fátækt á Íslandi. Höfundur
þess er Harpa Njáls félagsfræð-
ingur, en hún hefur víðtæka þekk-
ingu og reynslu á sviði aðstoðar
við fátæka, meðal annars með
störfum sínum hjá Hjálparstarfi
kirkjunnar. Rannsóknir hennar
eru athyglisvert innlegg í nauð-
synlega umræðu um fátækt og er
henni þakkað það framtak.
Hertar reglur borgarinnar
Ég átti þess kost að sækja fyrir-
lestur Hörpu Njáls á síðasta vetrar-
degi í Norræna húsinu, þar sem hún
kynnti rannsókn sína. Sérstaka at-
hygli vakti sú niðurstaða Hörpu að
aukin ásókn til líknarfélaga vegna
fátæktar hin síðari ár tengist fyrst
og fremst hertum starfsreglum Fé-
lagsþjónustunnar í Reykjavík
vegna aðstoðar við fátæka sem
tóku gildi á árinu 1995. Breytingar
á starfsreglum fólust m.a. í því að
borgin hætti að veita matskennda
neyðaraðstoð til fátækra t.d. vegna
sérstakra aðstæðna og jafnframt
var hætt að taka tillit til fjölskyldu-
stærðar eða fjölda barna þegar
upphæð fjárhagsaðstoðar er ákveð-
in. Því til viðbótar segir í bók
Hörpu (bls. 216) að „...gera (má) ráð
fyrir að sú ráðstöfun Félagsþjón-
ustunnar í Reykjavík að frysta við-
miðunarmörk sín (1995-1999) hafi
einnig haft áhrif...“
Borgin lækkaði aðstoð við
fátæka
Með breyttum reglum minnk-
aði m.a. stöðugt viðbót Félags-
þjónustunnar sem fólk fékk ofan á
bætur almannatrygginga. Á tíma-
bilinu 1995-1999 hækkuðu bætur
almannatrygginga um 25%, en
vegna frystingar á viðmiðun fá-
tæktarmarka skv. ákvörðun
Reykjavíkurborgar lækkaði við-
bót Félagsþjónustunnar jafnt og
þétt úr rúmum 16 þúsund krón-
um á mánuði á árinu 1995 í um 7
þúsund krónur á árinu 1999, sem
er um 60% lækkun. Í ljósi þessa
má spyrja hver beri meiri
ábyrgð á títtnefndri fátæktar-
gildru, ríkið, sem hækkaði bæt-
ur sínar um 25%, eða Reykjavík-
urborg, sem á sama árabili, und-
ir forystu Ingibjargar S. Gísla-
dóttur, lækkaði fjárhagsaðstoð
borgarinnar til fátækra á lægstu
bótum um 60%.
Þessar upplýsingar sem fram
komu í fyrir-
lestri Hörpu
Njáls á síðasta
vetrardegi voru
nýjar fyrir mig
og marga fund-
argesti. Megin-
skýringin á
auknum fjölda
fólks sem hefur
leitað aðstoðar
líknarfélaga á
síðustu árum
vegna fátæktar
felst því fyrst
og fremst í
breyttum regl-
um Reykjavík-
urborgar á ár-
inu 1995. Þá má
nefna að rann-
s ó k n a r n i ð u r -
stöður Hörpu
Njáls meta ekki
umfang fátæktar hér á landi eða
þróun síðustu ára.
Fátækt er til staðar hér á
landi. Mestu máli skiptir að skil-
greina fátæktarmörk og þá hópa
sem lenda undir þeim til að unnt
sé að veita þeim raunhæfan
stuðning til að rjúfa vítahring
fátæktar. Réttar upplýsingar eru
nauðsynlegar til að ná því marki.
Látum það vera hlutverk stjórn-
málamanna að takast á við þetta
verkefni, en lendum ekki í eilífð-
arþrasi um hvort fátækt hafi
aukist eða minnkað og horfum á
staðreyndir málsins. Hins vegar
ef stjórnarandstaðan og fylgis-
menn hennar vilja finna söku-
dólg þegar fátækt er annars veg-
ar, ættu þau að líta sér nær. ■
26. apríl 2003 LAUGARDAGUR
„Sérstaka
athygli vakti
sú niðurstaða
Hörpu að
aukin ásókn
til líknarfé-
laga vegna
fátæktar hin
síðari ár teng-
ist fyrst og
fremst hertum
starfsreglum
Félagsþjón-
ustunnar í
Reykjavík.
Á árunum 1995-2001 hafa skuld-ir við íslenska lánakerfið auk-
ist um 1100 milljarða króna, úr
rúmlega 800 milljörðum í tæpa
2000 milljarða. Þrátt fyrir 60
milljarða króna aukningu að raun-
gildi á tekjum ríkissjóðs í tíð þess-
arar ríkisstjórnar, sem aðallega
hefur fengist með sölu á eignum
ríkisins, hefur velferðarkerfið
drabbast niður. Þetta hefur skap-
að nýja fátækt á Íslandi. Til sam-
anburðar má geta þess að í niður-
sveiflunni og aflabrestinum á ár-
unum 1991-1994 drógust tekjur
ríkissjóðs saman um 4 milljarða
króna á móti 60 milljarða króna
aukningu á tekjum ríkissjóðs árin
1995-2002. Engu að síður var þess
gætt á árunum 1991-1994 að líf-
eyrisþegar og lágtekjufólk fengju
sambærilegan hlut af góðærinu
og aðrir.
Góðærið fengið að láni
Þorvaldur Gylfason prófessor
hefur haldið því fram að góðærið
1996-2000 hafi verið fengið að
láni. Skuldir heimilanna hafa
aukist um 150% frá 1995 en
íbúða- og bifreiðaeign aukist á
móti um 50%. Skuldir fyrirtækja
við lánakerfið hafa þrefaldast og
heildarskuldir þjóðarinnar er-
lendis tvöfaldast, voru 62% af
landsframleiðslu árið 1995 en
123% í árslok 2002. Lausatök rík-
isstjórnarinnar við efnahags-
stjórnina hafa verið heimilum og
fyrirtækjum dýr. Verðbólgan
2001 fór í 9-10% og gengi krón-
unnar féll um 30%. Þessi lausa-
tök kostuðu almenning 25-30
milljarða í hærra verðlagi og
hækkun á skuldum heimilanna.
Verkalýðshreyfingin bjargaði því
sem bjargað varð með því að fara
í þjóðarátak gegn verðbólgu. Það
var erfitt verkefni að hafa taum-
hald á ríkisstjórn sem var við það
að sprengja upp alla kjarasamn-
inga. Óstjórnin í efnahagsmálum
hefur leitt til þess að vaxtastigið
er með því hæsta sem þekkist í
Evrópu og matarverð tvöfalt
heimsmarkaðsverð.
Ofurkjörin og lágtekjufólkið
Stefán Ólafsson prófessor hef-
ur haldið því fram að jöfnunar-
markmið velferðar- og skattkerf-
isins hafi vikið. Það sé fullt af fá-
tæktargildrum og síaukin notkun
tekjutenginga hafi breytt því í
ölmusukerfi. Auk þess hefur fá-
tækt vaxið sem m.a. birtist í því
Þjóðsagan um góða hagstjórn og lífskjör
Kosningar
maí 2003
JÓHANNA SIG-
URÐARDÓTTIR
■ skipar 1. sæti á
lista Samfylkingarinn-
ar í Reykjavík suður.
Kosningar
maí 2003
ÁSTA MÖLLER
■ þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins og í 5.
sæti flokksins í
Reykjavík norður skrif-
ar um fátækt.
LEITAÐ EFTIR AÐSTOÐ
„Í ljósi þessa má spyrja hver beri meiri ábyrgð á títtnefndri fátæktargildru, ríkið, sem
hækkaði bætur sínar um 25%, eða Reykjavíkurborg, sem á sama árabili, undir forystu
Ingibjargar S. Gísladóttur, lækkaði fjárhagsaðstoð borgarinnar til fátækra á lægstu
bótum um 60%.”
Líttu þér nær!