Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 8
Geoff Hoon (varnarmálaráð- herra Bretlands) skjátlast hrapallega haldi hann að spurn- ingar varðandi hina dularfullu fjarveru gereyðingarvopna í Írak hverfi. Afvopnun Saddams var meginréttlætingin. En hvar eru sönnunargögnin nú sem rétt- læta ákvörðunina? „Ég efast ekki um að ógnin er alvarleg og yfirvofandi, að hann (Saddam) hefur náð árangri með gereyðingarvopn og að hann verði að stöðva,“ skrifaði Tony Blair í september síðastliðnum í formála að Íraksskýrslu ríkis- stjórnarinnar. Írösk vopn voru sögð vera ógn við breska þjóðarhagsmuni og að þau gerðu Saddam kleift að valda raunverulegum skaða á svæðinu og á stöðugleika í heim- inum öllum. Blair bætti því að efna- og sýklavopn Íraka væru reiðubúin til umsvifalausrar notkunar. Hægt væri að beita þeim innan 45 mínútna. Fullyrðingar Hoons um að Saddam hafi ekki beitt þessum vopnum vegna aðgerða Banda- manna eru hreinskilnislega sagt ótrúverðugar, á mörkum þess að vera fáránlegar. Að Hoon skuli segja að ger- eyðingarvopnin finnist ekki vegna þess að þau hafi verið fal- in á síðustu stundu stangast á við fyrri fullyrðingar um að Írak væri hreinlega að springa af magni slíkra vopna.“ „Eins og er vita Bandaríkin ekki alveg hvað þau eiga að gera. Sem betur fer hefur Rumsfeld (varnarmálaráðherra) tekið afstöðu gegn fréttum sem skýrt hafa frá því að Bandaríkin ætluðu að koma upp herstöðvum í Írak – sem væri örugg leið til að snúa Írökum og arabísk- um þjóðernissinnum og bókstafs- trúarmönnum í bein átök við Banda- ríkin. Bandaríkin hafa heldur ekki beitt sér gegn trúarleiðtogum. En Írak er ekki Afganistan, sem er frumstæðara land þar sem Bandaríkin geta valið sinn eigin leiðtoga í höfuðborginni og eftirlát- ið lénsherrum afgang landsins. Írak er hjarta hins arabíska heims. Þar yfirskyggði Harun al-Rashid sjálf- an Karlamagnús á gullöld íslamsks samfélags. Það er gnægð fólks sem kann að stjórna landinu en það er ekki sammála um hvernig það eigi að gera.“ ■ Úr leiðurum ■ Bretar velta fyrir sér hvað varð um öll gereyðingarvopnin sem Írakar voru sagðir eiga. Í Bandaríkunum eru menn tvístígandi varðandi næstu skrefin í hjarta arabaheimsins. 8 26. apríl 2003 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sjálfstæðismenn hafa gertharða hríð að Ingibjörgu Sól- rúnu eftir að hún hélt Borgar- nesræðuna síðari. Saka hana um dylgjur og hálfkveðnar vísur og persónulegan óhróður um Davíð Oddsson. Ég var ekki viðstaddur þetta ræðuhald, en ég las ræðuna á heimasíðu Sam- fylkingarinnar og les hana ekki með sömu augum og aðrir hafa túlkað hana. Ég skil þessa ræðu á þann veg, eins og hún er flutt, að verið var að fjalla um með- ferð valdsins og það andrúmsloft sem Ingibjörgu finnst ríkja í ís- lensku þjóðfélagi. Efnislega segir hún að það sé talað niður til fólks, að það sé hamast á fólki sem ekki vill lúta pólitískri for- sjá, að aflsmunar sé neytt í við- skiptalífi. Fjölmiðlum og stofn- unum, embættismönnum og öðr- um einstaklingum sé gert að sitja og standa eins og valdinu þóknast. Við getum gefið þessum stjórnunarháttum ýmis nöfn. Misbeiting, sjálfmiðað stjórn- lyndi, fælingarmáttur, vald- níðsla. En ef þetta er rétt, er það auðvitað grafalvarlegt og stórpólitískt mál, sem hlýtur að vera á dagskrá, þegar gengið er til kosninga. Einelti Þetta er spurning um stjórn- unarstíl, um lýðræðisleg vinnu- brögð. Þetta snýst um það, hvort íslenskt samfélag sé þrúgað af hræðslu, valdbeitingu eða ein- hverri tegund af einelti. Ég nefni einelti. Við þekkjum það sjálfsagt flest hvernig hægt er að leggja einstakling í einelti á vinnustað, hvernig annaðhvort er stjórnað af umburðarlyndi og samræðu, eða með skipunum og hótunum. Hvernig við höldum okkur til hlés og gerumst þæg og auðmjúk til að þóknast yfir- manninum. Við verðum bæld af ótta um ávítur eða brottrekstur og þetta andrúmsloft er auðvelt að yfirfæra á þjóðfélagið í heild. Upp á kant við forystuna Mér hefur oft fundist það skrítið, að í stórum þingflokki sjálfstæðismanna er það undan- tekning frá reglunni, ef einhver þingmaðurinn rís upp og hefur aðra skoðun en flokksforystan. Hvað með Kárahnjúkavirkjun, deCode ábyrgðina, hið frjálsa framsal kvótans? Af hverju reis enginn landsfundarfulltrúi upp og mótmælti stefnu ríkisstjórn- arinnar, þegar Ísland var sett á lista með þeim þjóðum sem voru staðfastar og viljugar þegar Bandaríkjamenn gerðu árás á Írak? Á ég að trúa því að lands- fundurinn hafi ekki verið sóttur af einhverjum þeirra áttatíu prósenta þjóðarinnar, sem voru andvíg aðild Íslands að þessari innrás? Af hverju er engin rödd meðal þingmanna Sjálfstæðis- flokksins sem kallar á breyting- ar á kvótakerfinu, eins og yfir sjötíu prósent Íslendinga vilja? Hvar er hið margrómaða frelsi einstaklingsins? Eða kjarkurinn til að hafa skoðun og láta hana heyrast? Skyldi hún ekki fá út- rás, vegna þess að þingmennirn- ir og flokksmennirnir óttast að lenda upp á kant við forystuna? Hræðast valdið? Ég veit það ekki. Því verður hver að svara fyrir sig. Hver er reynsla hins óbreytta borgara í sínu nánasta umhverfi? Hvað hugsar fólk og segir, þegar hagsmunir þeirra eru annars- vegar, atvinna, staða, afkoma eða ákvarðanir? Valdið persónugert Ef það er tilfinning hins al- menna borgara, hagsmunaafla, embættismanna, stjórnmála- manna, að frelsi þeirra til tján- ingar sé takmarkað við það eitt að þóknast valdherrunum, þá er full ástæða til að tala um það af hreinskilni. Og upphátt. Að minnsta kosti meðan ein- hver hefur þor og kjark til að svipta hulunni af þessari ósýni- legu en áþreifanlegu staðreynd. Það er ekki síður pólitík en hvað annað, vegna þess að forsenda lýðræðis er einmitt hinn lýðræð- islegi réttur til tjáningar og skoðanaskipta, frelsi til að and- mæla, frelsi til að segja sinn hug. Ef sjálfstæðismenn líta svo á að hér sé verið að ráðast á for- mann sinn og forsætisráðherra, þá eru þeir að persónugera vald- ið og valdbeitinguna. Um þetta sagði Ingibjörg Sólrún: „Gagn- rýni mín er ekki persónuleg. Hún er hápólitísk. Hún er gagn- rýni á meðferð valds, gagnrýni á stjórnvöld sem byggja á fæl- ingarmætti, hún er gagnrýni á stjórnlynt lýðræði.“ Svo gerir hver upp við sig, hvað honum finnst. ■ Loforð forsætis- ráðherra Hjörtur Hjartarson skrifar: Jónas Kristjánsson ritstjóri seg-ir á vefsíðu sinni að í hugum fá- vísra kjósenda jafngildi Sjálf- stæðisflokkurinn skattalækkun og ánægjan með yfirgengileg lof- orð flokksformannsins styðji þá kenningu að kjósendur fái þá valdsmenn yfir sig sem þeir eiga skilið. Jónas hittir oft naglann á höfuðið, en ekki í þetta skiptið. Loforð fráfarandi forsætisráð- herra um skattalækkanir á næsta kjörtímabili eru að þynnast út líkt og fullyrðingar hans um skatta- lækkanir á yfirstandandi kjör- tímabili. Þær hafa allar verið hraktar, meðal annars af fjár- málaráðherra hans. Það blasir við jafnvel fávísum kjósendum að lof- orð formannsins eru gefin í ör- væntingu og bera með sér að flokkur hans reiknar ekki með að lenda í þeirri stöðu að þurfa að standa við þau, sem betur fer. Í versta falli gætu loforðin, þótt út- vötnuð verði, orðið flokknum kærkomin átylla til áframhald- andi árása á íslenska velferðar- þjóðfélagið. Það breytir ekki því að stærstur hluti kjósenda sér óheilindin í loforðaflaumi Davíðs. Fagurgali hans er falskari en jafn- vel baulið í formanni Framsókn- arflokksins í Sjónvarpinu á dög- unum. Kjósendur eru lagvissir og munu syngja: „Áfram Ísland, útaf með Sjálfstæðisflokkinn !“ ■ Hugsaðupp á nýtt ELLERT B. SCHRAM ■ skrifar um Borgar- nesræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Borgarnes- ræðan síðari ■ Bréf til blaðsins Bætiflákar Textun í Sjónvarpinu „Þau ráðuneyti sem veita styrk- inn ákveða hvernig honum er úthlutað. Við tökum við styrkn- um til þess að auka textun fyrir þá sem þurfa á að halda. Við fögnum þessu og munum gera eins mikið úr fjármununum og hægt er,“ segir Bjarni Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að Stöð 2 vill fá ríkisstyrk til þess að texta innlent dagskrárefni eins og Sjónvarpið. Engin gereyð- ingarvopn en gnægð klerka Guðjón A. Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins Dregur úr röksemdum um aðild að ESB Þessi ákvörðun dregur heldur úr þeim rösksemdum að Íslendingar þurfi að skoða aðild að Evrópusamband- inu vegna upptöku evrunnar. Frjálslyndi flokkurinn tel- ur það skynsamlegt fyrir Íslendinga að sjá hvernig þeim ríkjum reiðir af sem nú eru að ganga inn í sam- bandið. Ef Evrópuþjóðirnar sem nú eru innan ESB eru ekki tilbúnar í þetta ferli með því að taka upp evruna, finnst mér engin ástæða fyrir Íslendinga að skoða mál- ið. Frjálslyndi flokkurinn telur að ef við fáum fram- lengingu á EES -samningum, eins og allt stefnir í, séum við í þokkalegum málum næstu árin. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hyggst fresta þjóðar- atkvæðagreiðslu um upptöku evru í stað punds. Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar Innganga í ESB óhjá- kvæmileg í framtíðinni Þessi ákvörðun hefur enga sérstaka þýðingu fyrir endanlega ákvörðun Íslendinga um aðild að ESB. Íslend- ingar þurfa að taka upp evruna til að ná hér stöðugleika, fá lægri vexti og lægra vöruverð og gera íslensk fyrir- tæki samkeppnishæf við þau erlendu. Það er hugsanlegt að þessi ákvörðun Blair dragi tímabundið úr þrýstingi um aðild að ESB en það breytir ekki hinu. Þetta eru ör- lög okkar og óhjákvæmileg í framtíðinni. Það er sjálf- sagt að taka mið af því sem er að gerast í umheiminum en það er nú einu sinni þannig að við erum sjálfstæð þjóð og tökum okkar ákvarðanir. Þetta er tæknileg ákvörðun Blair um frestun en hið pólitíska markmið er enn skýrt. Hann telur Breta eiga heima í hinu sameigin- lega myntbandalagi. Aðild Íslands að ESB Skiptar skoðanir ■ Af Netinu Lögmál ofsóknaræðis „Það þarf ekki að lesa Orwell til að kynnast lögmálum of- sóknaræðisins. Það nægir að lesa Moggann eða DV. Eða mæta á landsfund Sjálfstæðisflokksins. Rökin eru alltaf þau sömu og þau eru alltaf eins.“ SVERRIR JAKOBSSON Á MURINN.IS Ekki örvænting Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú lofað enn frekari skattalækkun- um. Ekki sökum örvæntingar (enda fylgi flokksins frekar stöðugt í könnunum) heldur í krafti stefnu sinnar og hag- stæðra aðstæðna sem eru afleið- ing efnahagsstjórnar hans. KRISTINN MÁR ÁRSÆLSSON Á FRELSI.IS ■ Ef það er til- finning hins al- menna borg- ara, hagsmuna- afla, embættis- manna, stjórn- málamanna, að frelsi þeirra til tjáningar sé takmarkað við það eitt að þóknast vald- herrunum, þá er full ástæða til að tala um það af hrein- skilni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.