Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 26. apríl 2003 27 Framsóknarflokkurinn: Barna- gaman á borgar- mörkun- um Framsóknarflokkurinn hélt íúthverfin á sumardaginn fyrsta og opnaði kosningaskrif- stofur í Breiðholti og Grafar- vogi. Þegar Fréttablaðið kom að hátíðarhöldum flokksins í Spönginni var Halldór Ás- grímsson, formaður flokksins, umkringdur forvitnum börn- um. „Hvað heitir þú?“ spurði ungur hnokki. „Ég heiti Hall- dór,“ svaraði utanríkisráðherra góðlega um hæl og útdeildi barmmerkjum frá flokknum þar til þau voru uppurin. Börnin voru í fyrirrúmi hjá Framsóknarflokknum og leit- uðu þau mikið í formann flokks- ins, sem tók þeim af alúð. Grafarvogspiltur braut ísinn og bað utanríkisráðherra um eig- inhandaráritun, sem gaf honum pennann sinn að undirritun lok- inni. Skipti þá engum togum að flokkur barna nálgaðist blaða- mann með beiðni um blað úr skrifblokkinni svo formaðurinn mætti rita nafn sitt. Aðspurður sagði Halldór flokkinn leggja áherslu á fjöl- skyldufólkið og því hefði verið farið í úthverfin. „Hér hefur komið mikið af barnafólki sem á erfitt um vik með að fara á skrifstofu flokksins niðri í bæ. Við viljum ná til þessa fólks.“ Framsóknarflokkurinn bauð gestum upp á pylsur í Mjódd- inni og Spönginni, ásamt því að trúður skemmti og gospelkór söng. Á sama tíma héldu ungir Framsóknarmenn samkundu á Laugaveginum, þar sem fjöldi fólks kom að og hlýddi á djasstónlist. ■ HALLDÓR OG BÖRNIN Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra var tekið sem poppstjörnu af ungum Grafar- vogsbúum. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.