Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 26
26 26. apríl 2003 LAUGARDAGUR Blanda af gleði og pönnu-kökuilmi fyllti loftið við Lækjargötu, sem vanalega lyktar af bílaumferð. Samfylkingar- menn bökuðu þar pönnukökur með sultu og rjóma „að hætti jafnaðarmanna,“ eins og Össur Skarphéðinsson formaður orðaði það. „Uppskriftin að pönnukök- unum var baráttugleði, hveiti, mjólk, sykur og gríðarlegt sjálfs- traust fyrir hönd flokksins,“ sagði hann og því næst kvaðst hann vilja fella ríkisstjórnina. Þegar blaðamaður gekk inn í skrifstofu Samfylkingarinnar, þar sem áður var Top Shop, hljómaði lagið Fröken Reykjavík í flutningi söngkonu. Aðspurð um hvort hún væri umrædd Fröken Reykjavík sagði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, forsætisráð- herraefni Samfylkingarinnar, tit- ilinn eiga við um allar konur í framboði hjá flokknum í borg- inni. Hún fagnaði vorblíðunni og sagði hana sambærilega við vorið 1994, þegar R-listinn vann borg- ina. „Það er komið vinstra vor,“ sagði hún og óskaði eftir velferð- arstjórn. Undir þetta tók Orri Guðjohnsen, atvinnulaus verka- maður, og kvaðst vilja sjá breyt- ingar. Mörður Árnason, frambjóð- andi í Reykjavík suður, sagði margt fólk leita á skrifstofu Sam- fylkingarinnar sem sé ósátt við stöðu sína. „Hingað liggur stöð- ugur straumur fólks og sumt hef- ur lent út úr samfélaginu,“ sagði hann. ■ FRAMBJÓÐANDI OG KJÓSANDI Ingibjörg Sólrún Gísladóttir með kunningjakonu sinni við Lækjargötu. Samfylkingin: Pönnukökur hjá Fröken Reykjavík Vinstrihreyfingin – græntframboð hörfaði aftur til náttúrunnar og fagnaði sumar- komu með strandveislu í Naut- hólsvík. Franskri kaffihúsatón- list frá eftirstríðsárunum var út- varpað yfir svæðið til styrktar Frökkum í deilu þeirra við Bandaríkin, að því er Ármann Jakobsson sagði. Margt var um manninn og boðið var upp á grill- aðar pylsur og kandífloss, svo eitthvað sé nefnt. Þegar Fréttablaðið kom að máli við Steingrím J. Sigfússon, formann flokksins, var hann vígalegur, klæddur í stuttbuxur og hruflaður á hné eftir blakleik. „Þetta er ekkert. Ég skutlaði mér í lágvörn,“ sagði Steingrímur, sem á nokkra titla að baki með Íþróttafélagi stúdenta. Steingrímur hruflaðist þegar ungir Vinstri grænir öttu kappi á móti þeim eldri og fóru með sig- ur af hólmi. Gömlu kempurnar sigruðu hins vegar í reipitogi sem stóð í rúmar fimm mínútur, og sagði formaðurinn þrjóskuna vera til marks um baráttuandann innan flokksins. Athygli vakti að flokkurinn sendi út af örkinni spákonu sem lét unga fólkið vita hvort það væri forsætisráðherraefni. Kvaðst formaður flokksins ekki hafa áhyggjur af framtíð flokks- ins með jafn öfluga ungliða og raun bæri vitni. Rúsínan í pylsu- endanum var svo myndarlegt happdrætti þar sem hægt var að hreppa frambjóðanda í vinning. Þar var átt við ferð á hálendið með Steingrími J. og grillveislu með Ögmundi Jónassyni. ■ Vinstri grænir: Spákona leitar að forsætisráðherra Grillreykur stóð upp frá gang-stéttinni fyrir framan gamla Hressó við Austurstræti á fyrsta degi sumars. Þegar nánar var að gáð voru þar frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins svuntuklæddir að grilla pylsur fyrir gesti og gang- andi. Pétur Blöndal, einn af sigurveg- urum prófkjörs flokksins, kunni vel við sig bak við grillið og var kátur með kosningabaráttuna. „Við höfum óvenjugóða málefna- stöðu og kosningabaráttan hefur verið á jákvæðu nótunum,“ sagði Pétur á meðan hann sneri við nokkrum pylsum. Innan úr skrifstofu flokksins hljómaði harmonikuútgáfa af lag- inu Undir bláhimni og seiddi for- vitna vegfarendur inn. Þar gaf Sól- veig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra sig á tal við tvær hnátur og innti þær aldurs. „Við erum sjö og níu ára,“ sagði önnur þeirra og tók undir með ráðherra að gaman væri á skrifstofu flokksins þennan dag. Sólveig sagði daginn tileinkaðan æsku landsins og til marks um það byði flokkurinn upp á fríar blöðrur og andlitsmálun. Skammt frá tal- aði frambjóðandinn Sigurður Kári Kristjánsson í farsíma. Nokkru síðar setti hann einnig á sig svuntu og grillaði pylsur fyrir fólkið í Austurstræti. ■ PÉTUR GRILLAR Pétur Blöndal grillaði pylsur fyrir almenning ásamt Katrínu Fjeldsted. Sjálfstæðisflokkurinn: Svuntuklæddir sjálfstæðismenn Stjórnmálaflokkarnir héldu sumardaginn fyrsta hátíðlegan í Reykjavík með því að bjóða kjósendum upp á kræsingar. Dagurinn var tileinkaður fjölskyldufólki og sýndu frambjóðendur sínar bestu hliðar með því að grilla ofan í almenning og gleðja börnin. Stjórnmálamenn í kosningaham FORSÆTISRÁÐHERRAEFNI? Vinstri grænir settu spákonu í að finna forsætisráðherraefni framtíðarinnar. Gestagangur var hjá Frjáls-lynda flokknum í Reykjavík þegar Fréttablaðið bar að garði á skrifstofu flokksins í Aðalstræti á fimmtudag. Árni Ísleifsson djass- tónlistarmaður spilaði á hljóm- borð á meðan fólk borðaði Mar- yland-kexkökur og Æðibita í boði flokksins. Birgir H. Björgvinsson, fram- bjóðandi í Reykjavík suður, sagði flokkinn vera kominn til að vera. Í gegnum djassballöðuna lýsti hann því yfir að landsmenn væru búnir að fá upp í kok af órétti kvótakerf- isins, þar sem lifandi fiskur í sjón- um væri að komast í eigu sífellt færri aðila. Birgir hefur starfað innan sjómannaforystunnar í ára- tugi og var einn af stofnendum Frjálslynda flokksins ásamt Sverri Hermannssyni árið 1998. Var mál manna að Frjálslyndi flokkurinn hefði vaxið út fyrir þann kjarna sem baráttumenn gegn kvótakerfinu mynduðu í upphafi. Nú hefðu málefni flokks- ins víðari skírskotun, meðal ann- ars til umhverfismála og skatta- mála. Nokkuð bar á brottfluttu fólki af landsbyggðinni í kosningakaff- inu og byggðavandinn sameinaði hópinn málefnalega. Síðar um daginn var dansaður línudans við Aðalstrætið. ■ TEKIÐ Í NEFIÐ Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslyndra, bauð neftóbak á skrifstofu flokksins. Frjálslyndi flokkurinn: Dansað á tímum óréttlætis FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.