Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 24
Kirkjuráð þjóðkirkjunnar bléstil fundar í Hallgrímskirkju á miðvikudaginn og boðaði til sín fulltrúa stjórnmálaflokkanna, auk ýmissa aðila innan kirkjunnar sem og fjölmiðla. Kirkjuráðinu lék hugur á að vita afstöðu flokk- anna til Þjóðkirkjunnar og enginn tími er betri en nú í miðri kosn- ingabaráttu. Fulltrúar tveggja minnstu framboðana: Nýs afls og T-lista Kristjáns Pálssonar, létu sig þó vanta. Helstu umræðuefnin voru: Hvaða hlutverki gegnir kirkjan í samfélaginu? Hver er af- staða flokkanna til núverandi sambands ríkis og kirkju? Hvern- ig sjá menn fyrir sér stöðu kirkj- unnar á næstu árum? Og að end- ingu: Hafa flokkarnir markað sér stefnu gagnvart kirkjunni og trú- málum almennt? Fréttablaðið var á staðnum og helst sperrtu menn eyrun þegar aðskilnað ríkis og kirkju bar á góma. Það kom á dag- inn að einungis einn flokkur hefur það formlega á sinni stefnuskrá að stefna beri að aðskilnaði ríkis og kirkju: Frjálslyndi flokkurinn. Hinir stjórnarandstöðuflokkarnir töluðu mjög í þá áttina en sögðu flokka sína ekki hafa tekið til þess formlega afstöðu – málið líklega þverpólitískt. Hins vegar lék eng- inn vafi á um hvert viðhorf stjórn- arflokkanna er en fulltrúar þeirra vísuðu báðir í 62. grein stjórnar- skrárinnar þar sem segir: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.“ VG sammála um að vera ósammála Drífa Snædal talaði fyrir hönd Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og hóf mál sitt á að upp- lýsa viðstadda um að hún sjálf hefði aldrei tilheyrt þjóðkirkj- unni. Hún lagði áherslu á að hún bæri virðingu fyrir sögulegu og táknlegu gildi kirkjunnar og sjálf- sagt að virða þá staðreynd að fjöldi einstaklinga tengdi merki- leg tímamót ævi sinnar kirkjunni. En VG leggði áherslu á trúfrelsi, slíkt væri nauðsyn ef Íslendingar vildu verða trúverðugir í samfé- lagi þjóðanna. Hinu væri ekki að leyna að um þetta væru skiptar skoðanir innan flokksins, sambúð kirkju og þjóðar væri í raun þverpólitískt mál sem flokks- menn væru sammála um að vera ósammála um. Drífa nefndi þó til sögunnar frumvarp til laga sem Árni Steinar Jóhannsson, þing- maður VG, hefði lagt fram og flutt þess efnis að sambúð kirkju og ríkis yrði slitið. Þá væru uppi raddir innan VG sem hreinlega teldu að með því að viðhalda sam- búðinni væri hægt að halda kirkj- unni niðri – að hún yrði ekki bylt- ingarafl. Persónuleg skoðun henn- ar væri sú að það væri einungis tímaspursmál hvenær aðskilnað- ur ríkis og kirkju yrði. Seinna á fundinum kom fram í máli hennar að hún hefði ekki á því nokkra trú að sú kynslóð sem hún tilheyrir, ungt fólk, setji jafn mikið sama- semmerki og fyrri kynslóðir milli guðsótta og góðra siða. Uppspretta siðlegra gilda Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, tók næstur til máls, sagðist alinn upp í fríkirkjusamfélagi og hefði alla tíð verið trúaður. Þá nyti Sam- fylkingin ákveðinnar sérstöðu því þar væri talsvert um að virk- ir flokksmenn væru prestar. Og Össur reyndi að koma því sjónar- miði á framfæri að kristni og jafnaðarmennska væru af sama meiði án þess að fara mjög djúpt í þá sálma. Hann taldi að kirkjan hefði átt erfitt uppdráttar um langt skeið en upp á síðkastið hefði hún komið inn í umræðuna og nú sæjust þess merki að hún væri að verða sá móralski viti sem væri nauðsynlegur. Hún eigi að vera uppspretta siðlegra gilda sem ríkja eigi í samfélaginu. Samvinna kirkju og þjóðar væri löng saga – en samhjálp kirkj- unnar mikils verð. „Kirkjan á að taka til máls um misfellur í sam- félaginu og það tel ég hana hafa gert af röggsemi að undanförnu. Slíkt tel ég til þess fallið að styrkja hana.“ Þá sagði hann flokkinn sem slíkan ekki hafa tekið formlega afstöðu til aðskilnaðar ríkis og kirkju, hefði í raun ekki markað sér stefnu varðandi kirkjuna og trúmál almennt. Hinu væri ekki að leyna að innan Samfylkingar væru raddir sem boðuðu lög- skilnað en Össur benti jafnframt á að sá lögskilnaður væri ekki eins afgerandi og margir vilji meina því fjárhagslegt sjálfstæði þjóðkirkjunnar væri verulegt. Hans persónulega skoðun væri sú að á næstu árum yrði aðskiln- aður alger. En ef svo fari verði að vera mjög afdráttarlaus samn- ingur milli ríkis og kirkju. Enginn vill kirkjunni illt Guðjón A. Kristjánsson var á hraðferð en mætti til fundar ásamt Margréti Sverrisdóttur, sem tók við af formanni sínum í umræðum sem seinna urðu. Hann sagði að á Íslandi væri fólk sem aðhylltist ýmis trúarbrögð. Afstaða Frjálslynda flokksins væri afdráttarlaus í þessum efn- um. Stefna bæri að aðskilnaði ríkis og kirkju. Forsendurnar væru einkum þær að gera eigi öllum trúfélögum jafn hátt undir höfði. Samkvæmt stjórnar- skránni skuli ekki mismuna nein- um hópum og það hljóti að gilda í þessu sem öðru. Og Guðjón benti á að það væri vilji mikils meiri- hluta þjóðarinnar þrátt fyrir að stór hluti hennar væri einnig í þessari sömu Þjóðkirkju. Því legði hann, sem og flokkur hans, á það ríka áherslu að með þessari stefnu væri Frjálslyndi flokkur- inn síður en svo að vega að kirkj- unni. „Ég hef engar raddir heyrt innan flokks að einhver þar vilji kirkjunni illt. Hlutverk hennar er mikilvægt og ég vona að svo verði áfram.“ Aðskilnaður ekki einfaldur í framkvæmd Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra mætti til leiks fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins. Hún sagði að ólíkt minna hefði mætt á sér sem kirkju- en dómsmálaráðherra og þakkaði það ekki síst því að innan kirkjunnar væri mannaval. Kirkj- an væri í sínum huga ákaflega mikilvæg stofnun, athvarf þeirra sem vilja rækta trú sína sem og þeirra sem eiga um sárt að binda. Starf kirkjunnar væri viðamikið jafnt innanlands sem utan. Ekki mætti gleyma því að þjóðkirkjan hafi með höndum safnaðarstarf á erlendri grund. Sólveig telur ljóst að starf presta hafi breyst í þá veru að vera flóknara, það sé erf- iðara og miklar kröfur séu gerðar til þeirra. Og mikilvægi hjálpar- og safnaðarstarfsins sé miklu meira en menn almennt geri sér grein fyrir. Sólveig sagði að stefna Sjálf- stæðisflokksins og ríkisstjórnar- innar væri ljós og vísaði til 62. greinar stjórnarskrárinnar: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.“ Ekki beri að stefna að aðskilnaði og Landsfundur Sjálf- stæðisflokksins hafi ályktað um mikilvægi kristilegs siðgæðis í samfélaginu. Þjóðkirkjunni eigi að vera tryggður sérstakur fjárhags- grundvöllur, ekki síst sökum yfir- burðastærðar sinnar og sögu. Rekstur á vegum hennar sé marg- víslegur, svo sem varsla menning- arverðmæta og rekstur kirkju- garða. Hún þjóni öllum og mikil- 24 26. apríl 2003 LAUGARDAGUR RÍKI OG KIRKJA Fulltrúar flokkanna fóru flestir fögrum orðum um hlutverk kirkjunnar í nútíma samfélagi. Það sem skildi þá að var að fulltrúar stjórnarandstöðunnar töluðu um aðskilnað ríkis og kirkju meðan stjórnar sinnar vildu ekki sjá slíkan skilnað. DRÍFA SNÆDAL Fulltrúi VG sagði samflokksmenn sína sam- mála um að vera ósammála í tengslum við málefnið ríki – þjóðkirkja. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Formaður Samfylkingar upplýsti að flokkur- inn hefði ekki tekið neina formlega af- stöðu til málefna þjóðkirkjunnar eða trú- mála almennt. Innan flokksins væru margir prestar virkir en þar væru jafnframt hávær- ar raddir sem vildu aðskilnað ríkis og kirkju. GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON Formaður Frjálslynda flokksins sagði engar raddir innan síns flokks sem vildu kirkjunni illt. Hann er þó einn flokka með það á sinni skrá að stefna beri að aðskilnaði ríkis og kirkju. SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR Vitnaði í 62. grein stjórnarskrárinnar. Hún vill kirkjuna undir verndarvæng ríkisins enda hafi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktað um mikilvægi kristilegs siðgæðis. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER Þjóðkirkjan boðaði til fundar nýlega. Tilgangurinn var að heyra viðhorf stjórnmálaflokkanna til kirkjunnar – hvort þeir væru með einhver kosningaloforð sem að kirkjunni sneru. Ómögulegt er um að segja hvernig þeim hugnaðist boðskapurinn en ef kirkjunnar menn eru á móti aðskilnaði ríkis og kirkju hljóta þeir að styðja núverandi ríkisstjórn. Baráttan um brauðið - kosningaloforðin og atkvæðin– s i l f r i t i

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.