Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 25
vægt sé að svo sé áfram. Það kom jafnframt fram í máli hennar að þessi margumtalaði aðskilnaður ríkis og kirkju væri alls ekki eins einfaldur í framkvæmd og menn vildu vera láta. Önnur trúarbrögð stangast á við gott siðferði Jónína Bjartmarz talaði fyrir hönd Framsóknarflokksins. Hún vitnaði í stefnuskrá flokksins þar sem segir: Framsóknarflokkurinn styður áframhaldandi öflugt starf kirkjunnar á nýrri öld. Það væri alls ekki á stefnuskrá flokksins að aðskilnaður verði milli ríkis og kirkju. Gildismat kristinnar trúar, félagslegt hlutverk kirkjunnar og margt fleira sem hún hefur upp á að bjóða sé nú mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Og Jónína spurði á móti: Hvað vill kirkjan? Ætti hún ekki að koma sterkar inn í umræðuna og stýra henni? Á unglingum landsins dynji óæski- legt áreiti af ýmsu tagi, klámvæð- ing, tölvu- og netbylgja sem ekki væri með góðu móti hægt að halda utan um. „Við viljum ekki þessi áhrif og ómögulegt að segja til um til hvers þau leiða. Þau okkar sem vilja sporna gegn þessum óæski- legu áhrifum eru oft hrædd um að virka tepruleg og gamaldags. Og þá verður mér hugsað til kirkj- unnar. Hefur hún svör?“ Jónína tók undir með Sólveigu sessunaut sínum og sagðist vilja vernda kirkjuna og styðja. „Hér ríkir kristilegt siðferði. Margt í öðrum trúarbrögðum stangast á við gott siðferði, til dæmis múhameðstrú og hvernig hún skilgreinir stöðu kvenna. Trúin límið í samfélaginu Biskup Íslands, herra Karl Sig- urbjörnsson, þakkaði fyrir fund- inn og sagði mikilvægt að heyra viðhorf flokkanna til Þjóðkirkj- unnar en þar færi nú fram um- fangsmikil stefnumótunarvinna sem sprottin væri úr grasrótinni. Þar er spurt: Hvers konar kirkju viljum við hafa í íslensku samfé- lagi á 21. öldinni? Innbyggt í þá spurningu er önnur spurning: Hvers konar samfélag viljum við taka þátt í að móta og búa í? „Kirkjan hefur staðið frammi fyrir miklum breytingum en undravert er hversu staða hennar hefur lítið breyst, sem bendir til mikillar hefðarfestu í samfélag- inu. En það er ekki sjálfsagt.“ Biskup sagði að hið veraldlega sem að kirkjunni snýr hafi breyst verulega við upphaf 20. aldarinn- ar með afnámi tíundarinnar. Síð- an hafi verið ákveðin togstreita milli ríkis og kirkju um skilgrein- ingu á eignum sem kirkjunni tengjast. Kirkjan geti ekki annað en staðið vörð um tekjustofna sína, hlutverk hennar sé svo mik- ilvægt að ómögulegt sé að hún sé stödd á berangri. „Kirkjan hefur hlutverki að gegna í þjóðarupp- eldi og henni ber að standa vörð um hið góða samfélag sem á að vera opið og frjálst, lýðræðislegt þar sem mannréttindi eru í heiðri höfð. Þessir góðu þættir komi síð- ur en svo af sjálfu sér. Trúin er límið sem heldur þessu saman.“ Þjóðkirkjan stæði frammi fyr- ir þeirri spurningu hvort um mis- munun milli trúfélaga væri að ræða – spurning sem hún horfist í augu við. „Er þessi mismunun raunveruleg? Þjóðkirkjan vill standa vörð um trúfrelsi. Í raun er ekki óeðlilegt að meiri greiðsl- ur komi til þjóðkirkjunnar vegna umfangsmikillar starfsemi, stærðar, varðveislu sögulegra minja og almennrar þjónustu við samfélagið.“ Ekki megi gleymast að fyrir séu samningar milli ríkis og kirkju. Ríkið hafi tekið að sér ákveðið hlutverk í að innheimta rekstrartekjur gegn því að fá eignir kirkjunnar. Og væru menn að horfa til nágrannaríkja þá væri það alls staðar svo að ein- hvers konar samband væri milli ríkis og kirkju. Herra Karl nefndi að endingu dæmi um hversu miklu máli kristin trú skipti og hversu sam- ofin hún væri samfélagsgerðinni. Hvergi væri skráð í íslensk lög að ekki megi drepa mann. Samt sem áður snúist öll lög um þetta atriði. Þetta sé hið almenna siðalögmál kristni sem allt hvílir á. jakob@frettabladid.is LAUGARDAGUR 26. apríl 2003 25 Þegar vorið gengur í garð er tími til kominn að láta hendur standa fram úr ermum. Þá er nauðsynlegt að hafa réttu tækin og tólin við hendina svo að vinnan verði sem auðveldust. Við hjá Kraftvélaleigunni bjóðum upp á flest þau tæki sem létt geta húseigendum störfin, hvort heldur er við jarðvegsframkvæmdir, viðgerðir, málningarvinnu eða snyrtingu og umhirðu á lóðinni. Leigjum aðeins út tæki í fyrsta flokks ástandi, tæki sem eru afkastamikil og auðveld í stjórnun. Opið í sumar um helgar! Dalvegi 6-8 · Kópavogi Sími 535 3515 · www.kraftvelar.is ...með réttu tólin Gerðu garðinn frægan Smágröfur Bómulyftur Beltavagnar Hekkklippur Keðjusagir Kurlarar Bensínorf Stauraborar Bjóðum upp á margar gerðir af öryggis- og hlífðarbúnaði • Smágröfur • Smáskóflur • Beltagröfur • Hjólagröfur • Traktorsgröfur • Skotbómulyftarar • Jarðvegsfæribönd • Beltavagnar • Bómulyftur m/dráttarbeisli • Skæralyftur • Ljósaturnar • Hekkklippur • Keðjusagir • Kurlarar • Rafmagnsorf • Bensínorf • Stauraborar • Laufblásarar • Mosatætarar • Flutningabíll með krana JÓNÍNA BJARTMARZ Sagði margt í öðrum trúarbrögðum bein- líns stangast á við það sem siðlegt þykir hér á landi, til dæmis hvernig mú- hameðstrú skilgreinir stöðu konunnar. HERRA KARL SIGURBJÖRNSSON „Trúin er límið sem heldur öllu því saman sem gerir samfélag gott.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.