Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 45
45LAUGARDAGUR 26. apríl 2003 ■ Tímamót ■ Andlát ● Ragnheiður Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur á kyn.is Útsölustaðir Ragnheið ur Eiríksdót tir á kyn.is mæ lir með VIGE L! VIGEL hefur sannarlega fallið ljúflega í skaut íslenskra kvenna. Einu virðist gilda hvort konurnar eiga við fullnægingarvanda að stríða eða ekki. VIGEL virðist geta gefið fullnægingunum nýja vídd eða jafnvel vakið þær úr dvala. AUKIN DÝPT OG TÍÐNI FULLNÆGINGA VIGEL – kynörvunargelið sem slegið hefur í gegn! SÖFNUN Hjálparstarf kirkjunnar hefur nú hafið söfnun fyrir íbúa á El Kere-svæðinu í Eþíópíu, en þar eru 9.000 manns hjálparþurfi og þar af 3.000 manns í sárri neyð. Miklir þurrkar hafa verið á svæð- inu og ungbarna- og dýradauði mikill. Helgi Hróbjartsson, sem hefur unnið að hjálparstarfi í Eþíópíu í 30 ár, ætlar í samvinnu við Al- þjóðaneyðarhjálp kirkna að sjá um að skila framlögum til nauð- staddra. Ætlunin er að deila út mjólkurdufti, meðulum og útsæði og einnig sérlega samsettum pökkum til 1.500 barna og barns- hafandi kvenna. Helgi nýtur mik- illar virðingar í Eþíópíu og fólk kallar hann „númer þrjú“, númer þrjú á eftir Allah og Múhameð. Helgi hefur sjálfur fengið leyfi til að fljúga með nauðþurftirnar til þorpanna á gömlu „Frúnni“ hans Ómars Ragnarssonar. Gíróseðlar verða bornir í öll hús og fólk er hvatt til að hjálpa Helga að líkna nauðstöddum í El Kere. ■ 32 ÁRA Augasteinn þjóðarinnar á afmæli í dag. Sjónvarpskonan Eva María Jónsdóttir er 32 ára og mætti í vinnuna klukkan átta í morgun. Og verður þar í allan dag að undirbúa og koma fram í sér- stökum kjördæmaþáttum Ríkis- sjónvarpsins vegna kosninganna. Útsendingar hefjast klukkan eitt og standa fram til fjögur. Á morg- un heldur svo leikurinn áfram: „Það er dálítið erfitt að eiga af- mæli í lok apríl. Þegar ég var yngri kom próflestur í veg fyrir hátíðahöld og núna og í fyrra eru það kosningarnar. En samt dásam- legur tími til að eiga afmæli þegar gróandinn liggur í loftinu,“ segir Eva María, sem kann því vel að vera komin á fertugsaldurinn. Að vera 32 ára sé jafnvel betra en að vera 23 ára: „Helsti munurinn er sá að þá var ég á lausu en nú er ég gift. Það er skemmtilegra að vera giftur og þá sérstaklega ef maður er vel giftur,“ segir hún og vísar þar til eiginmannsins, Óskars Jón- assonar kvikmyndagerðarmanns, sem má vera ánægður með hrósið. En nú stendur upp á hann að gefa ástinni sinni afmælisgjöf við hæfi og hafa tilbúna þegar hún kemur heim úr vinnunni á eftir: „Það væri gaman að fá eitthvað úr gulli,“ segir hún. Eva María og Óskar eiga þriggja og hálfs árs gamla dóttur sem heitir Matthildur og bíða nú eftir nýju barni sem er væntan- legt í heiminn eftir átta vikur. Hún segist vel geta hugsað sér tvö til viðbótar. Og Eva María slær ekkert af heldur vinnur eins og hver annar: „Þetta er ekkert erfitt því það eru allir svo góðir við mig. Það er enginn að ætlast til þess af mér að ég sé einhver súperkona með bumbuna út í loftið.“ Þó gaman sé í vinnunni og af- mælisdagurinn jafnvel lagður undir þá á Eva María sér það skjól sem hún leitar í erlinum öllum: „Fjölskyldan er bakland sem gott er að hverfa til. Ég er þrefalt naut og hef því ekki mikla fjölbreytni í skapsmunum. Ég er öll mjög jöfn – slétt og felld,“ segir afmælis- barn dagsins. eir@frettabladid.is JARÐARFARIR 11.00 Sesselja S. Sigurðardóttir frá Seljatungu verður jarðsungin frá Selfosskirkju. 13.30 Sveinn Guðnason, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju. 14.00 Elísabet Andrésdóttir, Hulduhlíð, Eskifirði, verður jarðsungin frá Eskifjarðarkirkju. 14.00 Guðmundur Sigurbergsson verð- ur jarðsunginn frá Strandakirkju. 14.00 Ketilbjörg Erlendína Magnús- dóttir, Hringbraut 112, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hafnarkirkju í Höfnum. 14.00 Þuríður Guðrún Tómasdóttir, Sandgerði, Stokkseyri, verður jarð- sungin frá Stokkseyrarkirkju. Björn Jóhannsson látinn Björn Jóhannsson, fulltrúi rit-stjóra Morgunblaðsins, varð bráðkvaddur á heimili sínu að morgni miðvikudagsins 23. apríl sl., 68 ára að aldri. Björn varð framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins árið 1958 og var blaðamaður á Alþýðublaðinu frá 1958 til 1962. Hann var ritstjóri dagblaðsins Myndar árið 1962 þar til útgáfu þess var hætt og hóf hann sama ár störf á Morgunblað- inu. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu á árunum 1962- 1967 en tók þá við starfi frétta- stjóra á Morgunblaðinu. Björn var fréttastjóri á blaðinu til ársins 1981 er hann varð fulltrúi rit- stjóra Morgunblaðsins og gegndi hann því starfi til dauðadags. ■ Við sláum þeim öllum við,“ segirGunnar í Krossinum, sem lagt hefur lokahönd á sex samtalsþætti við forystumenn allra þeirra stjórn- málaflokka sem bjóða fram á lands- vísu og sýndir verða á kristilegu sjónvarpsstöðinni Ómega nú fyrir kosningarnar. „Við látum okkur ekki nægja að sýna þættina hér á landi heldur gefum við einnig þeim 20 þúsund Íslendingum sem búsett- ir eru í Norður-Evrópu tækifæri til að sjá þá,“ segir hann. Kosningaþættir Gunnars á Ómega verða sendir til Evrópu í gegnum gervihnöttinn Thor II og sýndir í Evrópu klukkan 22 að ís- lenskum tíma á Gospel Channel Europe: „Sjómenn á hafi úti geta einnig séð þættina en Ómega er ein- mitt sú stöð sem íslenskir sjómenn sjá fyrst þegar þeir nálgast landið,“ segir Gunnar, sem ræddi við stjórn- málaforingjana á persónulegum nótum og reyndi þannig að skyggn- ast undir yfirborð hefðbundinnar kosningabaráttu: „Þetta er valið lið ágætismanna, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu. Allir játa þeir tilvist Guðs nema helst Steingrímur J. Sigfússon sem er efasemdarmaður enda í þannig flokki,“ segir Gunnar í krossinum. „En við getum lýst yfir stuðningi við þá alla.“ Sýning þáttanna hefst í næstu viku en þeir eru hver 30 mínútur að lengd. Gert er ráð fyrir að hver þáttur verði sýndur fjórum sinnum þannig að alir ættu að sjá. Bara að stilla á Ómega og þá koma þeir fyrr en síðar: „Ég get ekki lýst yfir stuðningi við einn stjórnmálaforingja um- fram annan. Slíkt væri ekki við hæfi,“ segir Gunnar í Krossinum. ■ Gunnar í Krossinum með kosningasjónvarp Fjölmiðlar ■ Sjónvarpsstöðin Ómega verður með kristilegt kosningasjónvarp sem sent verður út um alla Norður-Evrópu í gegn- um gervitungl. Þar ræðir Gunnar í Kross- inum við forystumenn allra þeirra stjórn- málaflokka sem bjóða fram á landsvísu; sex hálftímalangir þættir. GUNNAR Í KROSSINUM Stjórnar sex viðtalsþáttum við stjórn- málaforingjana og sendir út á Ómega um alla Norður-Evrópu. Langar í gull Afmæli ■ Eva María Jónsdóttir er 32 ára í dag. Hún ætlar að vinna á afmælisdaginn enda í mörg horn að líta í sjónvarpinu rétt fyrir kosningar. Eva María á sér þó draum um afmælisgjöf sem kannski rætist í dag. Neyðarhjálp ■ Miklir þurrkar hafa leikið Eþjópíumenn grátt. Íslendingar eru hvattir til að leggja sitt af mörkum til hjálpar fólki í sárri neyð. Hjálpum Helga að líkna í neyð EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR Betra að vera gift en á lausu – sérstaklega ef maður er vel giftur. HELGI HRÓBJARTSSON Helgi hefur unnið mikið og fórnfúst starf í Eþíópíu á undanförunum 30 árum og nýt- ur þar mikillar virðingar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.