Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 30
30 26. apríl 2003 LAUGARDAGUR Um það bil sjö þúsund og fimm-hundruð nemendur Háskóla Íslands þreyta próf um þessar mundir. Sumir þeirra eru fullir einbeitingar eftir páskahelgina meðan aðrir horfa dreymandi út um gluggann á fólkið sem spókar sig í blíðviðrinu. Þjóðarbókhlaðan er að fyllast af nemendum sem læra af miklu kappi fyrir þau fjögurhundruð og sjötíu próf sem lögð verða fyrir á næstunni en bú- ist er við sextán þúsund fimm- hundruð og fimmtíu próftökum í skriflegum prófum, auk munn- legra prófa og verkefna, sam- kvæmt Hreini Pálssyni próf- stjóra. ■ 16.500 skriflegar próftökur í Háskóla Íslands KJARTAN INGI KJARTANSSON: Lifir próflestur- inn af Kjartan Ingi Kjartansson er íviðskiptafræði og er þessa dagana að læra undir próf í rekstrarhagfræði. Hann segir við- skiptafræðina henta sér vel og að hann hafi lært um páskana þótt að það hafi verið erfitt. „Auðvitað er erfitt að læra þegar allir eru í fríi, en maður lifir þetta af.“ ■ KORINNA BAUER: Ánægð í íslenskunni Korinna Bauer frá Austurríkier að læra undir íslenskupróf en hún nemur íslensku fyrir er- lenda stúdenta. Hún segist lítið hafa lært yfir páskana: „Ekki eins mikið og ég vildi,“ segir hún. Kor- inna er mjög ánægð í náminu en segir það erfitt að sitja inni í góðu veðri og læra. ■ Róbert Grönqvist er í stærð-fræði og er að læra undir inn- gangsnámskeið í henni. Hann seg- ist hafa valið fagið vegna þess að það sé skemmtilegt og gefi honum mikla möguleika fyrir framtíðina en hann stefnir á að vinna í fjár- málageiranum. Lítið varð úr lær- dóminum hjá Róberti um pásk- ana: „Ég er kominn með svo mikla sektarkennd núna að ég er kom- inn í góðan gír,“ segir hann og bætir við að góða veðrið komi ekki í veg fyrir lærdóminn: „Ég kemst bara í betra skap, það trufl- ar mig ekkert.“ ■ GEORGÍA KRISTIANSEN : Lærði í veik- indunum Georgía Kristiansen er að læraundir próf í greiningu og mót- un í sálfræði. Áður var hún í lög- fræði en það fag höfðaði ekki til hennar og því ákvað hún að brey- ta til og prófa eitthvað nýtt. Hún segir sálfræðina vera mjög áhugaverða og skemmtilega. Um páskana lærði Georgía í um það bil tvo til þrjá tíma á dag. „Ég var veik þannig að ég hafði úr ósköp litlu að velja,“ segir hún. ■ Ólafía Vilhjálmsdóttir er íframhaldsnámi í sálfræði og er að læra undir próf í greiningu og meðferð námsörðugleika. Hún lærði mikið um páskana því hún var að taka heimapróf og það fannst henni erfitt: „Ég tók mér einn dag í frí og það var á páska- dag,“ segir hún. „Það er mikið eftir þannig að það má ekki ein- blína á hvað maður er þreyttur, þetta gengur ágætlega.“ ■ ÓLA BJÖRK EGGERTSDÓTTIR: Fólk þarf á sálfræðing- um að halda Óla Björk Eggertsdóttir er íframhaldsnámi í sálfræði. Hún valdi að fara í þetta nám vegna þess að hún telur það spennandi og mikil þörf sé fyrir sálfræðinga, fólk eigi víða bágt. Hún lærði í páskafríinu en tók sér tvo daga í frí, á páskadag og öðr- um í páskum, til að vera með fjöl- skyldunni. Hún segir það erfitt að sitja inni í góða veðrinu og læra: „Ég má ekki hugsa um það, þetta tekur allt enda.“ ■ ANDRI ÍSAK ÞÓRHALLSSSON: Þreyttur á lífinu Andri Ísak Þórhallsson er aðlæra undir verkfræðipróf. Hann fórí verkfræði vegna þess að honum hefur gengið best í stærðfræði og eðlisfræði í skóla og segist ekki sjá eftir því vali. Andri lærði mikið um páskana en segir það hafa tekið á: „Þetta er erfitt nám en þetta er allt að smella saman,“ segir hann. „En maður er orðinn þreyttur á lífinu enda ekki búinn að líta upp úr bókunum í mánuð.“ ■ RÓBERT GRÖNQVIST: Gott skap í góðu veðri ÓLAFÍA VILHJÁLMSDÓTTIR: Einn dag í frí um páskana Próflesturinn er að komast á skrið: FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.