Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar EIRÍKS JÓNSSONAR Stundum verður fólk hissa aðástæðulausu. Til dæmis núna. Allt á hverfanda hveli í pólitíkinni og fjölmiðlum. Jafnvel í bönkunum þar sem gjaldkerar hafa verið jafn sjálfsagðir og mjólkurpottar. Og menn berja hausnum við steininn, slá sér á lær og eru voða hissa. En þurfa ekki að vera það. MENN ÞURFA ekki annað en að taka kosningaprófið á afstada.net til að komast að því að þeir tilheyra Frjálslynda flokknum. Burtséð frá því hvar í flokki þeir standa. Allir eru 60 prósent frjálslyndir í net- prófinu sem byggir í raun á nokkrum grundvallarspurningum um afstöðu til helstu þjóðmála. Frjálslyndi flokkurinn er sá yngsti og pikkaði einfaldlega upp þau við- horf sem ríkjandi eru meðal al- mennings og gerði að sínum. Hinir flokkarnir sitja uppi með eldri við- horf sem getur verið pínlegt að kasta fyrir róða. NÝJAR AÐFERÐIR við dreifingu á fjölmiðlaefni hafa einnig komið fólki í opna skjöldu. Þó vitað sé að dagblöð erlendis kosta aðeins nokkr- ar krónur til málamynda og hafa gert lengi. Þar hefur fólk einnig lengi átt kost á útvarps- og sjónvarpsefni ókeypis. Brúsinn er bara borgaður öðruvísi. Samt verða allir voða hissa. SVO EKKI sé minnst á þau ósköp þegar bankamenn fara allt í einu að skipta um vinnu. Engu líkara en bankamenn eigi ekki að skipta um vinnu. Þeir gerðu það alla vega ekki á meðan ríkið átti bankana. En í frjálsri samkeppni flæða hlutirnir öðruvísi. Og starfsfólkið líka. Þetta ætti ekki að koma nokkrum á óvart. En gerir samt. VIÐ AUSTURVÖLL sitja svo Ind- verjar, Bandaríkjamenn og jafnvel Írakar á Café Paris og tala ís- lensku. Í bland við aðra Íslendinga. Voða skrýtið líka en þó aðeins hluti af þróun sem átt hefur sér stað um alla Evrópu svo árum skiptir. Við erum ekkert stikkfrí og það þýðir ekkert að berja hausnum við stein- inn. Við það brotnar hausinn. Drop- inn holar hins vegar steininn og það er allt og sumt sem hefur gerst. Óþarfi að verða hissa yfir slíkum sannindum. ■ Voða hissa www.IKEA.is Sumarið er komið! ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 20 93 8 04 .2 00 3 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 3 BOLLÖ borð og tveir stólar 9.250,- 19.900,- TULLERÖ borð, tveir stólar og bekkur Laugardaga ..................kl. 10:00 - 18:00 Sunnudaga....................kl. 12:00 - 18:00 Mánudaga - föstudaga...kl. 10:00 - 18:30 www.IKEA.is TÄRNÖ borð og tveir stólar 8.900,- s: 554-5022 Nýbílavegi 20 Kóp. Veitingahús Súpa og 4réttir kr. 1390 á mann Reiðskólinn Hrauni Fyrir 10-15 ára. Grímsnesi S: 897-1992 www.mmedia.is/hrauni

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.