Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 36
SKEMMTANIR  20.30 Tónlistarveisla í félagsheimil- inu Árbliki í Dalabyggð á Jörfagleði Dala- manna. Lúðrasveitin leikur meðan fólk gengur í salinn. Sophie Schoonjans leik- ur á hörpu. Guttarnir spila og einnig blues- og jazzhljómsveitin HOB.  23.00 Stórhljómsveitin Stuðmenn leikur fyrir dansi í Dalabúð á Jörfagleði Dalamanna til klukkan þrjú í nótt. Hljómsveitin „Ábrestir“ hitar upp fyrir Stuðmenn.  23.00 Rúnar Júlíusson og félagar spila á Fjörukránni í Hafnarfirði.  24.00 Hljómsveitin Papar spilar á Champions Café við Gullinbrú.  Bubbi Morthens flytur þverskurð af sínu besta efni á Hótel Borg.  Rosalegt uppistand er haldið í Sjallanum á Akureyri á vegum fyrsta alþjóðlega uppistandsklúbbsins á Ís- landi. Gestir kvöldsins eru Bretarnir Alun Cochrane og Nick Wilty sem báðir eru atvinnumenn í faginu. Kynnir er Ágústa Skúladóttir, leikstjóri og uppistandari. Sérstakur gestur í Sjall- anum verður Sigurvin Jónsson, öðru nafni „Fíllinn“ frá Dalvík.  Hljómsveitin Sóldögg spilar á Gauki á Stöng til klukkan þrjú.  Le Sing, leiksýning og matur á stóra sviðinu í Broadway.  DJ Sammy og Ministry of Sound verða með dansleik á Broadway ásamt söngkonunni Loonu, sem syngur meðal annars lagið „Heaven“.  Puppetry of the Penis í Austurbæ við Snorrabraut.  Dúettinn Acoustic skemmtir á Ara í Ögri.  Hljómsveitin Írafár spilar í Reiðhöll- inni í Skagafirði.  Hljómsveitin Sixties spilar á Players í Kópavogi. 26. apríl 2003 LAUGARDAGUR36 CONFESSIONS. bi 14 kl. 8 og 10.40 ABRAFAX m/ísl.tali kl. 2, 4 og 6 MAID IN MANHATTAN kl. 8 og 10.20 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 2 og 4 GULLPLÁNETAN m/ísl.tali kl. 2 THE HUNTED b.i. 16 kl. 6 og 10.10CRADLE b.i. 16 kl. 6 og 8 Sýnd kl. 1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.10 Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.30 - bi 14 Sýnd í lúxus kl. 6.30 og 9.30 Sýnd kl. 5.30, 8.30 og 10 b.i. 14 kl. 4, 6 og 8NÓI ALBINÓI kl. 68 FEMMES kl. 10.05ADAPTATION kl. 4SKÓGARLÍF 2 m. ísl. tali kl. 3.50DIDDA OG DAUÐI KÖTT... Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 b.i. 14 ára Sýnd í lúxus kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10 THUNDERPANTS kl. 4 DREAMCATCHER kl. 6, 8 og 10 2 og 4DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN NATIONAL SECURITY bi 12 kl. 2, 4 og 6 kl. 5 og 8THE PIANIST kl. 8TWO WEEKS NOTICE Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sama hvað ég reyni, þá finnstmér Godsmack leiðinleg hljóm- sveit. Jafnvel þrátt fyrir blíðviðri síðustu daga og einstaklega já- kvætt hugarfar mitt upp á síðkast- ið get ég ekki heyrt né skilið hvað er aðlaðandi við þessa sveit. Hún ætti að höfða til aðdáenda Metallicu. Það er svipað bragð af pungsvitarokki beggja sveita. Söngvarinn syngur meira að segja nokkuð svipað og James Hetfield. Meginmunurinn er sá að liðsmenn Metallica semja góð lög, þrátt fyrir að lítið hafi farið fyrir þeim á síð- ustu tveimur plötum. Ok, aftur að Godsmack. Laga- heiti segja oft meira en þúsund orð. Dæmið sjálf: „I Fucking Hate You“ (hmm... já já allt í lagi), „Releasing the Demons“ (ath. þessir menn líta út eins og auglýsingasölumenn Fréttablaðsins aftan á kóverinu) og „The Awakening“ (arrgghhh - „Minn guð hefur horn og hala“? - einhver? Einhver?). Textarnir eru svo allir væl um hatur og það hversu lífið sé skítt. Svo hljóma öll lögin nákvæmlega eins. Sem sagt, aðdáendur Godsmack verða kannski himinlifandi en þetta er ekki fyrir alla. Þar af leið- andi ekki fyrir svona grindhoraða og auma rokkara eins og mig. Þetta er hreint pungsvita ullabjakk... eins og það gerist best, kannski? Ætli ég geti nokkuð látið sjá mig í Mótorsmiðjunni eftir þetta? Svo er ég viss um að ef ég læt loksins verða af því að fá mér tattú mun Fjölnir teikna eitthvað allt annað en það sem ég bið um. Svei, hin ei- lífa sálarkreppa gagnrýnandans! Birgir Örn Steinarsson GODSMACK: Faceless Umfjölluntónlist Ullabjakk  Gleði- og söngvasýningin Þrjár systur verður flutt í NASA við Austur- völl.  Moonshine Band spilar á Kránni, Laugavegi 73.  Bjössi sér um stemninguna á mið- hæðinni á Laugavegi 22.  Ball með Johnny Dee í Leikhús- kjallaranum.  Jazzsunnudagur á Kránni, Lauga- vegi 73, með Árna Ísleifs og góðum gestum. hvað?hvar?hvenær? 23 24 25 26 27 28 29 APRÍL Laugardagur hvað?hvar?hvenær? 24 25 26 27 28 29 30 APRÍL Sunnudagur TÓNLIST Söngkonan Sinéad O’Connor hefur tekið ákvörðun um það að hætta í tónlist. Ástæðuna segir hún vera að hún eigi ekkert eftir til þess að gefa. Þetta til- kynnti hún í gær á heimasíðu sinni. Í tilkynningunni segist hún ekki vilja frægð og biður aðdáendur sína jafnvel að leyfa sér að vera í friði ef þeir rekist á hana úti á götu. Besta leiðin til þess að sýna frægri persónu virðingu þína sé að láta hana algerlega í friði. O’Connor segist ætla að ein- beita sér að annars konar verkefn- um í framtíðinni en lætur ekkert uppi með hver þau eru. Fyrir tólf árum síðan sagðist hún ætla að hætta einn daginn í tónlistarbransanum til þess að gerast prestur. Síðasta plata hennar, „Sean-Nós Nua“, kom út við litlar undirtektir í október. Platan fékk þó afbragðs dóma gagnrýnenda. Hún syngur þrjú lög á nýjustu plötu Massive Attack og lagið „A Thousand Mirrors“ fyrir Asian Dub Foundation sem nú er vin- sælt. „Síðustu upptökurnar sem ég mun gera verða (ótrúlegt en satt) lag fyrir plötu sem er gefin út til þess að heiðra Dolly Parton og lag sem ég syng á plötu Sharon Shann- on,“ segir hún í tilkynningunni. „Lögin verða hljóðrituð í maí. Svo kemur út DVD-diskur í júlí sem heitir „Goodnight, Thank You, You’ve Been a Lovely Audience“. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa stutt mig á þeim 22 árum sem ég hef starfað í tónlistarbransanum.“ Í tilkynningunni biður hún einnig fjölmiðla um að gefa sér næði frá og með júlí næstkomandi. Sinead O’Connor gaf út sína fyrstu plötu, „The Lion and the Cobra“ árið 1987, þá 21 árs gömul. Hún hafði þá gert tónlist frá 15 ára aldri. Ef hún stendur við til- kynningu sína verða breiðskífur hennar sex talsins. Sinead sló í gegn árið 1990 þegar hún söng Prince-lagið „Nothing Compares 2 U“ og hefur alla tíð verið þekkt og gagnrýnd fyrir að tjá skoðanir sínar með táknrænum háttum. Til dæmis féll hún í ónáð í Bandaríkjunum eftir að hún reif mynd af páfanum í beinni sjónvarpsútsendingu. O’Connor var vígð sem prestur árið 1999 og hefur viljað láta kalla sig Móðir Bernadette síðan þá. biggi@frettabladid.is Sinéad hætt að gera tónlist Írska söngkonan Sinéad O’Connor tilkynnti það á heimasíðu sinni í gær að hún ætli að hætta að gera tónlist í júlí. Eftir það vill hún lifa „eðlilegu lífi“ og biður aðdáendur sína um að láta sig í friði. SINEAD O’CONNOR Gaf út fréttatilkynningu í gær þar sem hún seg- ist ætla að hætta í tónlist í júlí. Hún biður að- dáendur og fjölmiðla um algjört næði eftir það. Tilkynningu hennar má lesa á www.sineadoconnor.com.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.