Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 20
20 26. apríl 2003 LAUGARDAGUR Ég hef ekki haft tíma til aðvelta fyrir mér hvað mér finnst um að vera ekki fram- bjóðandi,“ segir Karl V. Matthí- asson um að standa fyrir utan mestu kosningabaráttuna. „Ég reyndi að fá sæti en ég er sáttur við mitt líf, hins vegar er ég ekki hættur að hugsa um stjórnmál. Ég veit það verður kosið aftur í síðasta lagi eftir fjögur ár og hef alveg eins áhuga á að reyna aftur, ég fékk mikinn stuðning flokksfélaga minna og engin ástæða til að gefast upp. Þó maður veiði ekki einn daginn er ekki þar með sagt að maður hætti á sjónum.“ Karl segist vera hvorki meira né minna en í heiðurssæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík með Herdísi Þorvaldsdóttur og Eddu Báru Sigfúsdóttur. Einnig er hann kosningastjóri í Norð- vesturkjördæmi ásamt vini sín- um Þorsteini Óskarssyni. Hann segir áhuga sinn á stjórnmálum alls ekki hafa dvínað og er á fullu í kosningabaráttunni með sínum félögum, því hann vill koma Samfylkingunni að. Karl fékk leyfi frá prests- störfum í Grundarfirði fram í október, samkvæmt lögum um leyfi fyrir alþingismenn. „Ég er búinn að vera þingmaður í tvö ár. Fyrsta árið var ég einn í Reykjavík, sem var alveg ómögulegt, en í haust komu kon- an og börnin í bæinn sem breytir mjög miklu.“ Það er af og frá að mig klæi ílófana að taka þátt í þeirri kosningabaráttu sem nú er háð,“ segir Sverrir Hermannsson, al- þingismaður Frjálslynda flokks- ins, en sem kunnugt er hefur hann ákveðið að draga sig í hlé frá þingmannsstörfum. Hátt í fjöru- tíu ár eru liðin síðan Sverrir sett- ist fyrst inn á Alþingi. Árið 1964 varð hann varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Austur- landi. Árið 1971 settist hann á þing og sat sleitulaust á þingi til ársins 1988 er hann ákvað að segja af sér. Á þessu tímabili gegndi Sverrir tveimur ráðherra- embættum. Hann var iðnaðarráð- herra frá 1983 til 1985 og síðan menntamálaráðherra frá 1985 til 1987. Sverrir ákvað að taka slaginn aftur árið 1999 með stofnun Frjáls- lynda flokksins. „Ein megin ástæð- an var sú að Sjálfstæðisflokkurinn yfirgaf mig. Hinn nýi Sjálfstæðis- flokkur, sem nú situr að störfum, á ekkert sameiginlegt með mínum gamla flokki. Eins gekk ýmislegt þvert á hugmyndir mínar eins og málefni fiskveiðistjórnunar. Í mín- um gamla flokki ríkti hugsjónin stétt með stétt. Í dag er mulið und- ir örfáa ríka og afgangurinn má éta það sem úti frýs.“ Sverrir spá- ir því að breytingar verði við næstu kosningar. „Þrátt fyrir að skoðanakannanir séu einungis vís- bendingar bendir allt til þess að Frjálslyndi flokkurinn verði sigur- vegari þessara kosninga.“ Ráðherrar eins og svölur á símavír Sverrir er ómyrkur í máli þeg- ar talið berst að stuðningi ríkis- stjórnarinnar við stríðið gegn Írak. „Það var aldrei svo að Al- þingi væri sniðgengið eins og stjórnarherrarnir leyfðu sér í því máli. Að spyrja ekki sjálfa lög- gjafarsamkunduna um álit heldur rjúfa hefð sem verið hefur frá upphafi að Ísland tæki aldrei beinan þátt í að bera vopn á aðrar þjóðir. Ráðherrar sitja eins og svölur á símavír og skeyta ekki um neitt nema að mál ráðuneyt- anna komist í gegn. Það er engu líkara en að þeir setji upp leður- hlustir ef flutt eru mál sem eru þeim ekki þóknanleg.“ „Alþingi hefur verið lagt til hliðar og það sem meira er og ekki betra er yfirgangur dóm- stóla. Þrískipting valdsins er ekki til. Framkvæmdavaldið er búið að sölsa þetta undir sig. Ég hélt að ég myndi aldrei upplifa að á Ís- landi ríkti eins konar einræðis- stjórn. Þessu stöndum við frammi fyrir og þessu þarf að breyta. Sagan má ekki endurtaka sig. Við verðum að reisa Alþingi til þess vegs og virðingar sem er íslensku lýðveldi lífsnauðsyn,“ segir Sverrir. Kvíðir ekki aðgerðaleysi En hyggst Sverrir Hermanns- son setjast í helgan stein? „Nei, það er af og frá. Ég er í ráðslagi án þess að vera með neina stjórn á hendi, held mig meira á bak við tjöldin. Þá er ekki loku fyrir það skotið að ég stingi niður penna af og til. Eins á ég geysimikið af bók- um ólesnum og náttúru- og fugla- skoðun skipa stóran sess. Yfir sumartímann dvelst ég jafnan vestur í Djúpi. Þar á ég trillu sem ég nota til að fara á skak. Ég hef nóg að gera og kvíði engu um það. Ég ætla að taka mér frí frá því að vera á kafi í pólitík. Ég hlífist við að horfa á allar þessar endalausu þrætur. Að sjálfsögðu fylgist ég með mínu fólki en er hálf latur við annað. Öll þessi greinaskrif spek- inganna valda því að reyni ég við þær týni ég lestrarkunnáttunni.“ kolbrun@frettabladid.is SVERRIR HERMANNSSON Sverrir segir þingmannsstörf hafa gjör- breyst á fjörutíu árum, sér í lagi þegar efri og neðri deild lögðust af. „Eftir sat „spaug- stofan“. Það var hægt að komast hjá skyssum með tvöfaldri afgreiðslu. Í þessari einu deild sem er eftir verða of mörg slys. Nú vilja menn gera sig til fyrir stóra bróður og harðpólitíkin er þess valdandi að ekki er staldrað við. Flokkslínan verður að ganga fyrir.“ Svanfríður Jónasdóttir: Leggur stund á háskóla- nám Ég stend nú ekki beinlínis fyrirutan kosningabaráttuna vegna þess að ég er í kosningastjórn Samfylkingarinnar og tek virkan þátt í þessum slag frá degi til dags,“ segir Svanfríður Jónas- dóttir, alþingismaður Samfylking- arinnar, sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áfram- haldandi setu. Svanfríður segir að þrátt fyrir að hún sé búin að vera í framboði í yfir tuttugu ár, ýmist til sveitarstjórnar eða Al- þingis, ríki enginn tregi að vera ekki með í slagnum nú. „Ég er mjög sátt við mitt hlutskipti. Ég er ekki hætt í pólitík þrátt fyrir að vera ekki í framboði.“ Svanfríður telur að jákvæðar breytingar hafi orðið innan veggja Alþingis með aukinni þátttöku kvenna. „Ég held að við munum sjá enn frekari breyting- ar í framtíðinni. Karlar hafa gengið tiltölulega gagnrýnislaust inn í hefðina en konur hafa ekki haft þessa hefð að byggja á. Með þátttöku kvenna er þingið orðið málefnalegra, sem er betra fyrir lýðræðið í landinu.“ Svanfríður stundar nú fram- haldsnám við Háskóla Íslands. „Merkilegt nokk, ég er að læra stjórnun,“ segir hún og hlær inni- lega. „Ég geri mér grein fyrir því að vinnumarkaðurinn er kröfu- harður. Lífið býður upp á margt spennandi og skemmtilegt, hvað tekur við kemur í ljós.“ KARL V. MATTHÍASSON Karli fannst mun betra að hafa konuna og börnin hjá sér í bænum. Karl V. Matthíasson: Berst með sínum félögum SVANFRÍÐUR JÓNASDÓTTIR Svanfríður segist stíga sátt úr þingmanns- stólnum. „Ég er sannfærð um að ég hef haft áhrif á umræðuna um auðlindapólitík. Ég hef tekið mikinn þátt í umræðunni um sjávarútvegsmálin og trúi því að það hafi skipt máli.“ Sverrir Hermannsson: Hlífist við enda- lausum þrætum Ekki eru allir þingmenn í kosningabaráttu. Sumir hafa hætt að eigin vilja – öðrum var hafnað við val á framboðslista. Þrír þeirra segja frá breyttri stöðu, hvað tekur við og hvernig þeim þykir þeir standa sig sem draga vagninn núna. Á hliðarlínunni Hótel á miklu athafnasvæði frábært tækifæri!Af sérstökum ástæðum býðst rótgróið hót- el nánast í túnfæti álversframkvæmda á Austurlandi. Álversframkvæmdum fylgja mikil umsvif sem kalla á mikla þörf fyrir gistiaðstöðu, veitingastað og bar. Þetta er til staðar hér. Um er að ræða 7 ágætlega búin tveggja manna herbergi, veitingasal og bar. Hótelið er til afhendingar strax. Seljandi skoðar ýmis skipti og greiðslukjör. Fjöldi mynda á heimasíðunni www.fyrirtaekjasala.is Ásett verð er 15 millj og áhvílandi eru 8 millj. Nánari upplýsingar gefnar hjá Fyrirtækjasölu Íslands

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.