Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 26. apríl 2003 Það er búið að vera nóg aðgera, ég hef mest spilað í Danmörku hennar hátignar, Þýskalandi og svo heima á Ís- landi núna í vetur,“ sagði hinn fjölþjóðlegi trúbador og tón- listarmaður Sigurður Björnsson, betur þekktur sem Siggi Björns, þar sem hann var að stíga á svið á írsku festivali á Vestur-Jót- landi ásamt félaga sínum Keith Hopcraft, enskum tónlistar- manni. Skemmtunin fór fram fyrir fullum sal í stórri íþróttahöll og ljóst að danskir kunna vel að meta tónlist þeirra, enda hvergi slegið af. „Ég veit ekkert hvað við erum að gera hérna, kunnum ekki nema eitt írskt lag. En svona er líf tónlistarmannsins,“ sagði Siggi þegar þeir komu af svið- inu. En af klappi áheyrenda og viðbrögðum var ekki um að vill- ast að þeir voru klárir á því að félagarnir hefðu átt fullt erindi á sviðið. Hituðu upp fyrir Slade Siggi hefur um árabil búið og starfað í Danmörku og hefur spilað í öllum gerðum og stærð- um af klúbbum þar á undanförn- um árum auk þess að ferðast um heiminn þess á milli og spila og syngja fyrir fólk. Stærsta verk- efnið í vetur var án efa þegar þeir félagar hituðu upp fyrir tónleika hinnar fornfrægu rokksveitar Slade í Flensborg í Þýskalandi. „Það var gaman að spila fyrir þá og komast í návígi við þessa gömlu rokkhunda og spila svo þremur dögum seinna í félags- heimilinu á Flateyri,“ segir hann og hefur gaman af enda þekktur fyrir að setja ekki fyrir sig vega- lengdir eftir að hafa spilað í öll- um heimsálfum. Jafnframt því að vera að taka upp nýjan geisladisk með Keith spilar Siggi þrjú til fjögur kvöld í viku. Diskurinn mun koma formlega út í Þýskalandi í haust en verða fáanlegur á Íslandi með vorinu. „Það er ekkert hægt að flokka efnið í einhverjar tónlistarlínur, þetta erum bara við. Efnið er frumsamið og með enskum text- um. Reyndar er búið að taka upp þennan eina írska slagara sem við kunnum í undarlegri karab- ískri útgáfu sem varð til í Fær- eyjum á norðureyjastefnu í Klakksvík, okkur sjálfum til gamans. Það er reyndar ekki víst að þetta lag komist á plötuna en verður allavega gefið út á „síngli“. Gullkorn hins þekkta veitingamanns Guðbjarts Jóns- sonar vagnstjóra er orðið að ein- kunnarorðum síngulútgáfunnar: „Margt smátt gerir lítið eitt“. Á leið til landsins Þeir félagar voru á Íslandi um páskana og spiluðu á höfuðborg- arsvæðinu og á Vestfjörðum, þar sem Siggi er á heimavelli. Hvar- vetna þar sem Siggi og Keith spiluðu var vel mætt. Á Vagninn á Flateyri mættu fjölmargir og fagnaðarlátunum ætlaði seint að linna þegar Siggi og Keith fluttu írska slagarann með karabíska taktinum. Ferðinni lauk með þátttöku í alþjóðlegu hrútavina- móti í listhúsinu á Stokkseyri. „Það er mikill heiður fyrir okkur að fá að koma fram á þessu móti Hrútavinafélagsins Örvars og spurning hvort hægt sé að ná lengra. Það eru ekki margir tónlistarmenn sem hafa náð þessum áfanga. Ég hef spil- að áður með Hinu konunglega danska hrútavinafélagi og nú er komið að því að stjórna því breska. Vonandi verður þetta til þess að ég fái hljómsveitar- stjórastöðu hjá Hrútavinafélag- inu,“ segir Siggi bjartsýnn. Undanfarin tólf sumur hefur hann slegið gítarinn fyrir fiski- og ferðamenn á Borgundarhólmi og verður komandi sumar engin undantekning þar frá enda nokk- uð um að fólk hátti sumarleyfi sínu eftir því hvenær Siggi er þar. Nokkuð er um ferðafólk frá Norðurlöndunum en mest ber þó á Þjóðverjum sem nýta sér þessa litlu paradís í Eystrasaltinu. „Það er komin hefð á að ég sé þarna og ekki nokkur ástæða til að breyta því. Hápunkturinn á sumrinu vona ég þó að verði hin veglega hátíð Grænlenskar næt- ur sem haldin verður á Flateyri í júlímánuði í sumar. Það er alltaf gaman að spila á heimavellin- um,“ segir hann og er þegar rok- inn í hljóðverið á nýjan leik. reynir@frettabladid.is Írskur slagari í karabískri útgáfu Dansk-íslenski trúbadorinn Siggi Björns gerði það gott á írsku festivali í Danmörku og stefnir á grænlenska hátíð á Flateyri: Á SVIÐI Siggi Björns á írsku festivali á Vestur-Jótlandi ásamt félaga sínum, Bretanum Keith Hopcraft. ■ FÓLK M YN D /G U S

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.