Fréttablaðið - 26.04.2003, Page 18
18 26. apríl 2003 LAUGARDAGUR
GÍSLI HELGASON
Langaði að verða útvarpsmaður og fékk
tækifærið.
F R U M S
Nýr AVENSIS verður frumsýndur í sýningar -
sölum Toyota á Akureyri, Selfossi og í
Reykjanesbæ laugard. 26 apríl frá kl.12.00-
16.00 og sunnud. 27. apríl frá kl.13.00-16.00.
Nýr AVENSIS nýtur þess að vera af sterkum
stofni, hlaðinn fullkomnustu tækni frá Toyota.
Þú upplifir nýja fjöðrun og meira akstursöryggi,
öflugri og vandaðri vél og mun meiri munað
í allri innréttingu. Nýr AVENSIS er bæði
liprari og sterkari en áður og útlits hönnunin
er kraftmikil og fjaður mögnuð. Nýr Avensis
var kjörinn besti bíllinn í sínum flokki af hinu
kröfuharða bílatímiriti What Car í Bretlandi.
Vertu því viðbúin að allar þínar væntingar
verði uppfylltar. Það eru mörg einstök atriði
sem gera nýjan AVENSIS að fullkominni
gæðabifreið: sjálfvirkur regn skynjari á
þurrkum, tölvustýrð loftræsting í miðstöð,
klemmuvörn í rúðum, hágæða hljóm flutnings -
tækni og einn fullkomnasti fjöðrunar -,
hemlunar- og öryggisbúnaður sem fyrirfinnst
eru aðeins nokkur dæmi um þessi atriði.
Komdu og prófaðu. Komdu og upplifðu
nýjan AVENSIS. www.toyota.is
NÝR AVENSIS - Sannkallað meistaraverk
Dagur B. Eggertsson borgar-fulltrúi eyddi stórum hluta
páskanna, ásamt eiginkonu sinni
Örnu Einarsdóttur, í það að mála
risið heima hjá sér. Við þá iðju
gefur tónlist kjark og ýtir undir
nákvæmni í vinnubrögðum og
kemur hugmyndafluginu af stað.
Hver stroka er þannig fram-
kvæmd með ástríðu og af mikl-
um metnaði.
„Málningartónlistin hefur
einkennst af því að við vorum að
kaupa Megasarsafnið, úrval
hans bestu laga,“ segir Dagur.
„Við höfum verið að rifja upp lög
hans. Gamlar plötur Neil Young
hafa svo endað oft í tækinu. Svo
vorum við að fjárfesta í nýju
Cardigans-plötunni, sem kemur
skemmtilega á óvart. Síðan höf-
um við verið að rúlla í gegn disk-
um sem við höfum keypt á und-
anförnum mánuðum en aldrei
náð að kynnast almennilega. Þar
má nefna plötur Orgelkvartetts-
ins Apparats og múm.“
Dagur og kona hans laðast að
blíðu tónunum. Hann segir
plötusafn þeirra fullt af
„melódískum notalegheitum“,
gömlum perlum í bland við það
sem þeim þyki nýtt og spenn-
andi. „Tónlistin verður meira
eins og undirspil hversdagslífs-
ins. Platan með Ske hefur verið
töluvert í tækinu undanfarið ár
og líka ný tónlist frá Skandinav-
íu.“
Á þeim tíma þegar Duran
Duran og Wham! skiptu grunn-
skólakrökkum landsins í hægri-
og vinstrifylkingar var hann í
miðjunni, einlægur aðdáandi
Michael Jackson. Hann segist
hafa safnað plötum hans og að
þær sé enn að finna í safninu. Á
unglingsárunum þáði hann svo
ráðgjöf frá félögum í leit sinni
að athyglisverðri tónlist.
„Ég er gamall sessunautur
Helga Más Bjarnasonar tónlist-
argúrus sem hefur verið með
Partyzone. Á unglingsárunum
kynnti hann mig fyrir tölvutón-
list, Kraftwerk og öðru, sem
enginn hafði heyrt um áður í Ár-
bæjarhverfinu. Það kom ýmis-
legt inn í gegnum hann. Á
menntaskólaárunum hlustaði ég
svo á Pixies, B52’s, Ham, Sykur-
molana, Björk og Risaeðluna. Ég
á flest það sem Sykurmolarnir
og Björk hafa gefið út. Ég hef nú
samt ekki verið með viðvarandi
söfnunaráráttu,“ segir Dagur að
lokum.
biggi@frettabladid.is
DAGUR B. EGGERTSSON
Segist ekki hafa komist upp á lagið með að nota Netið til þess að nálgast tónlist. Hann bætir um 25 diskum á ári við safn sitt. „Ég er
bara vanur því að fara út í búð til þess að kaupa plötur. Ég nota Netið í flest annað. Það er samt býsna dýrt að kaupa sér tónlist hér.“
■ PLÖTUKASSINN MINN■ ÉG ÁTTI MÉR DRAUM...
Rættist
að hluta
Frá því ég var lítill átti ég mérþann draum að verða útvarps-
maður,“ segir Gísli Helgason tón-
listarmaður. „Ég hafði mikinn
áhuga á útvarpi og hlustaði mikið
á útvarp, sérstaklega á leikrit og
alls kyns samsetta þætti. Svo
gerðist það árið 1973 að mér var
fleygt aldeilis óforvarendis inn í
dagskrárgerð í útvarpi. Ég var
settur í það, ásamt Arnþóri tví-
burabróður mínum, að sjá um
þáttinn Eyjapistil, sem var útvarp-
að nærri á hverjum einasta degi í
tæpt ár í Ríkisútvarpinu eftir gos-
ið í Vestmannaeyjum og fjallaði
um málefni Vestmannaeyinga.“
Þar með rættist bernsku-
draumur stráksa um að verða út-
varpsmaður, en Gísli segist
gjarnan hefðu viljað halda því
áfram. „Ýmis atvik höguðu því
þó þannig að ég er frekar stopull
útvarpsmaður. „Ég hefði alveg
getað hugsað mér að þessi
draumur rættist enn frekar,“
segir Gísli. ■
„Tónlist er undirspil
hversdagslífsins“