Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 35
HILMAR EINARSSON ... um eftirlætis veitinga- og skemmtistaði sína miðað við hvenær sólarhringsins hann er á ferðinni. Morgun Kaffitár Ég byrja á að hita kaffi handa kon- unni. Svo fer ég á Kaffitár. Við vor- um alltaf á Prikinu, en eftir að það breyttist í bar þá fluttum við okkur. Vildum ekki byrja daginn í vínlykt- inni frá kvöldinu áður. Hádegi Mokka Mokka er hádegið, alltaf. Það eru að verða í 30 ár. Ég veit eiginlega ekki hver djöfullinn þyrfti að koma upp á til þess að ég sleppti Mokka í há- deginu. Það er svo fast í manni. Síðdegi Ölstofa Kormáks og Skjaldar Við endum stundum vinnuvikuna félagarnir og fáum okkur bjór á föstudögum með konunum. Það vilja stundum fleiri slást í hópinn. Við fórum á Kaffi List, en þar sát- um við á löngum bekk og það varð stundum svolítið langt á milli manna. Kvöld Næsti bar Ég fer sjaldan í leikhús af því að ég er svo hræddur við að verða fyrir vonbrigðum. Ég þoli það ekki. Það gildir það sama með að fara út að borða. Ef ég fer út á kvöldin þá er það helst á Næsta bar. Þar er líkleg- ast að maður rekist á fólk sem mað- ur þekkir. Listaspírurnar og þetta lið. Laugardagur Kaffivagninn Ég brýt upp munstrið um helgar. Á laugardagsmorgnum fer ég alltaf á Kaffivagninn. Það er mjög áríðandi. Sunnudagur Kaffi París Ég tek sunnudagskaffið á Kaffi Par- ís. Þar er það sem ég kalla hring- borð dauðans með Kolbeini Þor- leifssyni og fleirum. Maður þolir ekki við þar nema einu sinni í viku. ■ ■ KVIKMYNDIR  15.00 Rússneska kvikmyndin Varð- sveitin frá árinu 1991 verður sýnd í Bíó- sal MÍR að Vatnsstíg 10. Leikstjóri er Al- exander Rogozhkin. Enskur texti. Að- gangur ókeypis og öllum heimill. Þetta er síðasta sýning vetrarins á vegum MÍR.  20.00 Kvikmyndin The Two Towers, fyrsti hluti þríleiksins Hringa- dróttinssaga, verður sýnd í Dalabúð, Búðardal, í tengslum við Jörvagleði Dalamanna. ■ ■ TÓNLIST  14.00 Nemendatónleikar verða í Ráðhúsi Reykjavíkur á vegum Al- menna músikskólans og Harmoniku- miðstöðvarinnar. Um er að ræða ein- leik og samleik sem endar með því að stórsveitin Skæruliðarnir leikur.  17.00 Íslenska óperan sýnir Frá Nagasakí til Alsír á 90 mínútum, út- drætti úr óperunum Madama Butterfly og Ítalska stúlkan í Alsír, í Miðgarði, Skagafirði.  17.00 Sönghópurinn Voces Thules og Björn Steinar Sólbergsson organisti flytja tónlist frá miðöldum ásamt verki eftir franska tónskáldið Maurice Duruflé í Hallgrímskirkju.  17.00 Söngsetur Estherar Helgu verður með fjölbreytta söngskemmtun í Karlakórshúsinu Ými. Flytjendur eru Dægurkórinn, Regnbogakórinn, Regn- bogabandið og einsöngvararnir Esther Helga Guðmundsdóttir, Karl Örn Karls- son og Pálína Gunnarsdóttir. Á efnis- skránni eru annars vegar sönglög frá ýmsum heimshornum og hins vegar syrpur og lög úr þekktum söngleikjum.  20.00 Kór og Kammersveit Lang- holtskirkju flytja Guðbrandsmessu eftir Hildigunni Rúnarsdóttur í Langholts- kirkju ásamt einsöngvurunum Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, Mörtu Hrafns- dóttur, Birni Jónssyni og Eiríki Helga- syni. Stjórnandi er Jón Stefánsson.  20.00 Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari flytur verk eftir W. A. Mozart, Hjálmar H. Ragnarsson, Leos Janácek og Fr. Chopin á tónleikum í Salnum, Kópa- vogi. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Hafnarfjarðarleikhúsið sýnir Gaggalagú eftir Ólaf Hauk Símonarson.  14.00 Karíus og Baktus eftir Thor- björn Egner á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins.  20.00 Breski farsinn Öfugu megin uppí með Eggert Þorleifssyni í aðal- hlutverki verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins.  20.00 Söngleikurinn Með fullri reisn eftir Terrence McNally og Davit Yazbek á Stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Sumarævintýri eftir William Shakespeare og leikhópinn verður sýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins.  20.00 Hugleikur sýnir “Þetta mánaðarlega“ í Kaffileikhúsinu í Hlað- varpanum. ■ ■ SÝNINGAR  Í Borgarskjalasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, var í gær opnuð sýning á kosningaáróðri frá árunum 1880 til 1999. Á henni má fræðast um hvernig baráttumál flokkana fyrir alþingiskosn- ingar í Reykjavík hafa breyst í gegnum tíðina.  Þrjár sýningar standa yfir Nýlista- safninu við Vatnsstíg. Á annarri hæð safnsins er Sólveig Aðalsteinsdóttir með sýninguna Úr möttulholinu en á þeirri þriðju eru Hanne Nielsen og Birgit Johnsen með Stað-hæfingar eða Territorial Statements í suðursal. Í norð- ursal á sömu hæð er landi þeirra Kaj Nyborg með sýninguna Nágranni eða Next door neighbour.  Í Listasafni Íslands stendur yfir yfir- litssýning á verkum Georgs Guðna. Einnig er í safninu sýning á landslagsmálverkum Ásgríms Jónssonar og vídeóinnsetning eftir Steinu Vasulka.  Helgi Þorgils Friðjónsson er með einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar eingöngu ný málverk. Á sama stað sýnir Ilmur Stefánsdóttir umbreytt farartæki, vídeómyndir og örsögur. Einnig er í safninu yfirlitssýning á verk- um Jóhannesar Kjarval.  Þrjár myndlistarkonur opnuðu um páskana sýningar í Hafnarborg, Menn- ingar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Björg Þorsteinsdóttir sýnir þar akrýlmál- verk og vatnslitamyndir, sem unnar eru á tveimur síðustu árum. Auður Vé- steinsdóttir er með tvær sýningar á list- vefnaði og ljósmyndum. Loks sýnir Sig- ríður Ágústsdóttir handmótuð, reyk- brennd leirverk.  Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús- inu, stendur yfir sýning á sovéskum veggspjöldum úr eigu safnsins, sem hafa ekki komið áður fyrir almennings- sjónir. Þar er einnig sýningin Penetration, sem er sýning á verkum norska listamannsins Patrick Huse. Loks er í safninu fastasýning á verkum Erró.  Í Kúlunni í Ásmundarsafni við Sigtún er innsetning Eyglóar Harðardóttur. Í safninu stendur einnig yfir sýningin List- in meðal fólksins, þar sem listferill Ás- mundar Sveinssonar er settur í sam- hengi við veruleika þess samfélags sem hann bjó og starfaði í.  Sýningin Undir fíkjutré: Alþýðulist- ir og frásagnarhefðir Indlands stendur yfir í Listasafninu á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem indversk myndlist er kynnt með jafn víðfeðmum hætti hér á landi.  Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir yfirlitssýning á verkum Gerðar Helgadóttur. Safnið er opið í dag laug- ardag kl. 11-17.  Sari Maarit Cedergren sýnir um þessar mundir steyptar lágmyndir í Gall- erí Slunkaríki á Ísafirði. Sýningin er opin kl. 16 -18 fimmtudaga til sunnudaga og stendur til 4. maí.  Sænski listamaðurinn Thomas Broomé er með sýningu sem hann nefnir „Locust“ í Gallerí Hlemmi. Á sýn- ingunni getur að líta sexhundruð engi- sprettur sem gerðar eru úr kókdósum. Galleríið er opið á laugardag kl. 14-18, Engu að síður sést vel inn um gluggana alla daga.  Jóna Þorvaldsdóttir sýnir átta svart- LAUGARDAGUR 26. apríl 2003 ■ TÓNLIST 35 Við höfum sérhæft okkur í tónlistfrá miðöldum og höfum grúskað mikið í íslenskum handritum,“ seg- ir Sverrir Guðjónsson söngvari, einn félaga sönghópsins Voces Thules. „Við höfum fundið þar tölu- vert af tónlist sem hefur ekki heyrst í margar aldir. Þetta hefur spurst svolítið út fyrir landsteinana en við höldum sjaldan tónleika hér heima.“ Á sunnudaginn klukkan fimm gefst tækifæri til að hlýða á Voces Thules á tónleikum í Hallgríms- kirkju. Flutt verða verk sem spanna tímabilið allt frá miðöldum til síðustu aldar. „Þetta eru tónleik- ar sem hverfast um miðaldamunka- söng. Verkin fjalla um boðun Mar- íu, krossfestinguna og upprisuna og við getum kannski hugsað þetta sem óð til friðar og vonar.“ Frá tólftu öld er verk eftir Leon- in, eitt þekktasta tónskáld Frakka á þeim tíma, sem fjallar um boðun Maríu. „Svo flytjum við verk úr ís- lensku handriti sem heitir Stabat mater. Það er byggt upp á hinum forna íslenska fimmundarsöng.“ Loks verður flutt verk frá síð- ustu öld eftir franska tónskáldið Duruflé, sem nefnist Cum jubilo. Gestur á tónleikunum er org- anistinn Björn Steinar Sólbergsson, sem spilar með Voces thules í verk- inu eftir Duruflé. „Hann ætlar svo að tengja þetta saman, sem við erum að gera, þannig að tónleikarnir mynda eitt flæði sem stendur í um það bil klukkustund.“ ■ Fornir tónar lifna á ný SVERRIR GUÐJÓNSSON Hann og félagar hans í sönghópn- um Voces Thules halda tónleika í Hallgrímskirkju klukkan fimm á sunnudag ásamt organistanum Birni Steinari Sólbergssyni. FR ÉT TA B LA Ð I/ B IL LI Staðirnirmínir ✓ ✓ ✓

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.