Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.04.2003, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 26.04.2003, Qupperneq 46
Hrósið 46 26. apríl 2003 LAUGARDAGUR Fyrir allmörgum árum var égeinstæð móðir og bjó undir súð í Hlíðunum. Einni pabbahelginni átti að eyða við uppáhaldsiðjuna, sem var að liggja uppi í sófa og lesa. Ósköpin dundu svo yfir þegar mikl- um skugga brá yfir stofuna og í ljós kom sú allra stærsta fluga sem ég hef séð. Stærðin á skepnunni var með þeim ólíkindum að allir þeir sem trúa mér eru sammála um að endurskoða þurfi þyngdarlögmálið. Á ógnarhraða hendist ég fram á gang íbúðarinnar og skelli stofu- hurðinni rækilega. Þegar bráir af mér næ ég að opna glufu á hurðina og draga til mín símann. Hringi í barnsföðurinn sem hikar áður en hann spyr: „Var þetta karl- eða kvenfluga?“. „Ertu að fara á líming- unum maður, heldurðu að ég hafi verið að kyngreina skepnuna?“ Hann sækir í sig veðrið: „Það er nefnilega þannig að á vissum árs- tíma verða kvenflugurnar.....“. „Ætlarðu að gera eitthvað?“ er hvæst áður en hann getur haldið áfram fyrirlestrinum. „Nei,“ svarar hann og þetta er endanlegt svar. Fyrir utan harðlokaðar stofu- dyrnar er gripið aftur til símans. Lækka registerið í röddinni til að hljóma ábúðarfull og segi: „Góðan daginn. Þið hjálpið almennum borg- urum sem eiga í erfiðleikum, er ekki svo?“ Þegar loks stór og stæði- legur lögreglumaðurinn stendur í dyrunum er ljóst að honum er ekki kunnugt um ástæður útkallsins. „...og ég get svo svarið að ég sá hálskirtlana í skepnunni þegar hún flaug framhjá, svo stór er hún!“ Þannig lýkur útskýringum mínum og tilraun til að gera manninum ljóst að skörp athyglisgáfa mín sé á engan hátt slævð af áfengi eins og hann augljóslega grunar. Ósann- færður heldur lögreglumaðurinn upp í risið. Og þar verður ljóst að versti mögulegi endirinn á ævin- týrinu er orðinn að veruleika. Það er engin fluga! Nú þarf aldeilis að bjarga trúverðugleikanum og sjálfsvirðingunni með einni hnit- miðaðri setningu. Sú hljómar svona: „Hún hefur séð ykkur koma og ákveðið að forða sér áður en hún væri dregin héðan út í handjárn- um.“ ■ Sagan ■ Kristín Atladóttir kvikmyndagerðarmað- ur segir frá glímu við stærstu flugu sem sögur fara af og skorar á Ástu R. Jóhann- esdóttur þingmann, „sem komið hefur sjálfri sér og öðrum í og úr klandri vítt um álfur“, að segja næstu sögu. ...fær Pétur Már Ólafsson og aðr- ir starfsmenn Eddu miðlunar fyr- ir að hafa komið öllum bókum Laxness á Netið – samtals átta megabæt. Náttúrutöffari í uppnámi KRISTÍN ATLADÓTTIR En frásögnin hefur greinilega haft áhrif því lögreglumaðurinn hikar eitt augnablik áður en hann hrindir stofuhurðinni upp. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2.. 3.. Við Select-stöðina á Vestur- landsvegi. Frá Færeyjum. Justin Timberlake. ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að vetnisbílar springa ekki í loft upp á holóttum vegum. Ég hef lengi verið viðloðandibókaútgáfu með einum eða öðrum hætti,“ segir Heiðar Ingi Svansson en þetta er annað árið í röð sem hann sér um fram- kvæmdastjórn Viku bókarinnar fyrir Félag íslenskra bókaútgef- enda. „Það má segja að ég sé upp- alinn í þessum bransa en fóstur- faðir minn rekur Bókaútgáfuna Skjaldborg.“ Heiðar er fæddur á Akureyri. „Ég flutti þaðan 1986. Það er orðið svo langt síðan að ég tel ekki einu sinni árin,“ segir Heiðar, sem fer þó norður reglu- lega. „Ég útskrifaðist sem rekstrar- fræðingur frá Bifröst og að því námi loknu gerðist ég ferðamála- fulltrúi á Blönduósi í tvö ár en fór svo að vinna hjá Skjaldborg. Nú starfa ég sjálfstætt að markaðs- og kynningarmálum og tek oft að mér verkefni fyrir Félag íslenskra bókaútgefenda.“ Heiðar segist hafa fundið sig í markaðsmálunum en meðfram vinnu sinni er hann á kafi í alþjóðamarkaðsfræðinámi við Tækniháskólann. Heiðar er giftur Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur og segist hafa átt miklu barnaláni að fagna. „Þegar allt er talið, með fóstur- börnum, á ég sex börn. Það yngsta er eins og hálfs árs en elsta sautján þannig að það er mikið og stöðugt fjör á mínu heimili.“ Heiðar efast ekki um gagnsemi Viku bókarinnar enda séu viðburð- ir af þessu tagi meðal annars til þess fallnir að varpa kastljósi fjöl- miðlanna á bækurnar á öðrum tím- um en jólunum. Heiðar segir að auk markaðs- mála og bóklesturs hafi hann mik- inn áhuga á tónlist. „Ég nýt tónlist- arinnar ekki síst sem neytandi en syng líka í kirkjukór. Ég eyði líka drjúgum tíma í fjölskylduna en finnst ég samt aldrei hafa nægan tíma fyrir hana. Ætli það megi ekki flokka fjölskylduna undir áhuga- mál.“ thorarinn@frettabladid.is Persónan ■ Heiðar Ingi Svansson er framkvæmda- stjóri Viku bókarinnar. Hann hefur sjálfur verið með puttana í bókaútgáfu og þekk- ir því umhverfið vel auk þess sem hann er sílesandi. Hann starfar sjálfstætt að markaðs- og kynningarmálum og tekur oft að sér verkefni fyrir Félag bókaútgef- enda. Á kafi í bókum Fréttiraf fólki Kötturinn Moli týndist á Holta-vörðuheiði fyrir þremur vik- um í umferðarslysi þegar bíll valt þar. Moli var í búri í bílnum og hentist úr því og bílnum í velt- unni. Síðan hefur ekkert til hans spurst: „Það hafa margir farið og leit- að; fjöldi manns auk allra hinna sem beðnir hafa verið um að svip- ast um eftir honum,“ segir Sigríð- ur Heiðberg hjá Kattavinafélag- inu. „Þetta er því raunalegra vegna þess að Moli er bæklaður og gengur á kjúkunum á öðrum framfæti. Við erum hrædd um að tófan hafi jafnvel náð honum. Þetta er átakanlegt,“ segir Sigríð- ur, sem þó hefur ekki enn gefið upp alla von um að Moli finnist. Enn hvetur hún vegfarendur sem leið eiga um Holtavörðuheiði að svipast um eftir litlum, höltum ketti sem verið hefur of lengi einn á heiðinni – sé hann þá á lífi. Moli er steingrár og hvítur: „Í umferðarslysinu sem Moli lenti í slasaðist fólk sem betur fer ekki. Missirinn yfir Mola er þó sá hinn sami,“ segir Sigríður Heið- berg. ■ HEIÐAR INGI SVANSSON „Bókaútgáfa á vorin er líka alltaf að færast í aukana og nú er verið að gefa út töluvert af nýjum bókum, meðal annars ljóðabókum. Þá er kiljuútgáfan orðin mjög lífleg en kiljunni er beint gagngert á sumarmarkað enda tilvalin í fríið og sumarbústaðinn.“ Kattarhvarf ■ Köttur sem týndist í bílslysi á Holta- vörðuheiði fyrir þremur vikum er enn ófundinn. Fjöldi manns hefur leitað katt- arins og óttast menn jafnvel að tófan hafi náð honum. Moli týndur á Holtavörðuheiði TÝNDI KÖTTURINN Moli er steingrár og hvítur og bæklaður á framfæti. Forsætisráðherraefni Samfylk-ingarinnar velur flugfélag al- þýðunnar þeg- ar hún bregður sér á milli landa. Farþeg- ar með Lund- únaflugi Iceland Ex- press á mið- vikudagskvöld- ið tóku eftir Ingibjörgu Sól- rúnu í farþega- rýminu, sólbrúnni og sællegri á leið heim úr páskafríi. Þannig ætlar hún að skella sér í loka- sprett kosningabaráttunnar; end- urnærð og fín. Heldur mun óal- gengt að stjórnmálamenn fljúgi með Iceland Express. Vefurinn www.haegri.is, semHuginn félag ungra sjálf- stæðismanna heldur úti, hef- ur auglýst eftir Össuri Skarp- héðinssyni, sem „virðist hafa horfið sporlaust í að- draganda al- þingiskosninga 2003.“ Þeir sem hafa séð Össur eru vinsamlega beðnir að senda haegri.is póst og er við- komandi heitið páskaeggi að launum ef upplýsingarnar leiða til fundar Össurar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Skráning í síma 894 7096 og 565 6676 e. 18:00 eða í síma 565 9494 mið. 30. apríl milli kl. 18:00 og 19:00. Garðbæingar! Börn og umhverfi Garðabæjardeild Rauða kross Íslands heldur námskeiðið Börn og umhverfi fyrir einstaklinga á aldrinum 11-15 ára. Námskeiðið fer fram 5., 6., 7. og 8. maí kl. 16:30-19:30 alla dagana. Kennt er á Garðaflöt 16-18, Garðabæ. Námskeiðið er 16 kennslustundir og er farið í ýmsa þætti er varða umönnun og framkomu við börn, leiki og leikföng. Umfjöllun um slysavarnir og algengar slysa- hættur í umhverfinu ásamt kennslu í skyndihjálp. Leiðbeinendur eru leikskólakennari og hjúkrunarfræðingur. Námskeiðsgjald er kr. 5.300.- (systkini fá afslátt). Innifalið í námskeiðsgjaldi er handbók og skyndihjálparbakpoki. (áður barnfóstrunámskeið)

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.