Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 16
16 25. apríl 2003 LAUGARDAGUR Fyrsti fótboltaleikur ársins ágrasi fór fram í dymbilviku þegar Afturelding og Akranes léku á Tungubakkavelli. Á sunnu- dag mætast KR og HB á KR-velli í fyrsta stórleik ársins á grasvelli þegar liðin keppa um Atlantic bik- arinn. Endurbætur tókust vel Vallarstjórar eru sammmála um að grasvellir séu í mjög góðu ástandi eftir mildan vetur. Vals- menn þurftu að skipta um gras á hluta vallarins og keppnissvæðis- ins í fyrra og höfðu fyrirvara á því hvort fyrstu leikir færu fram að Hlíðarenda. Þeir sótt um að leika í Laugdalnum en fengu synj- un og var útlit fyrir að þeir þyrftu að leika í Egilshöll. Sveinn Stef- ánsson segir ástand Valsvallar nokkuð gott. Valsmenn könnuðu stöðuna á þriðjudag og eru mjög bjartsýnir ef tíðarfarið í vor verð- ur eins og það hefur verið að und- anförnu. Sveinn á von á að æfing- ar á grasi hefjist um viku fyrir mót og að fyrsti heimaleikur Vals, gegn ÍBV 24. maí, verði á Vals- velli. Fjórir leikir í Símadeildinni fyrir fyrsta landsleikinn Jóhann G. Kristinsson, vallar- stjóri Laugardalsvallar, segir ástand vallarins mjög gott miðað við árstíma. Fjórir leikir í Síma- deildinni fara fram á Laugardals- velli fyrir fyrsta landsleikinn 7. júní. Ekki þurfti að að taka völlinn upp í vetur engin bleyta er í vell- inum enda þurrkar hann sig ágæt- lega. Jóhann segir að kuldi í maí geti farið illa með grasvelli því þá nær grasið ekki að gróa milli leikja. Sama vandamál er með staka leiki sem fara fram seint á haustin. Leikurinn við Skotland í fyrra, sem fór auk þess fram í bleytu, var á við þrjá til fjóra leiki yfir sumarið. Hásteinsvöllur betri en í fyrra Hásteinsvöllur í Vestmanna- eyjum kemur nokkuð vel undan vetri að sögn Birgis Stefánssonar, framkvæmdastjóra knattspyrnu- deildar ÍBV. Hann segir að völlur- inn sé betri nú en á sama tíma í fyrra. Engar æfingar hafa þó far- ið þar fram og ekki heldur á Helgafellsvelli. Þar gætu æfingar hugsanlega hafist eftir viku. Skagamenn og Grindvíking- ar byrjaðir að æfa á grasi Skagamenn byrjuðu að æfa á grasi í dymbilvikunni og Grind- Vallarstjórar eru sammála um að grasvellirnir sem notaðir verða á Íslandsmótinu í fótbolta séu í góðu ásigkomulagi eftir veturinn. Fótboltavellir aldrei betri LAUGARDALSVÖLLUR Ástand þjóðarleikvangsins er gott. Fyrsti landsleikurinn fer fram 7. júní en áður verða leiknir fjórir leikir í Símadeildinni á Laugardalsvelli. AKRANESVÖLLUR Iðagrænn Akranesvöllur í apríl. Völlurinn hefur í raun og veru verið grænn í allan vetur. FRÉTTAB LAÐ IÐ /B ILLI ■ FÓTBOLTI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.