Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 38
26. apríl 2003 LAUGARDAGUR Mikið er hún falleg og búsáhalda-leg,“ sagði vinkona mín fyrir margt löngu þegar hún leit augum nýfædda dóttur mína, og átti að sjálf- sögðu við búsældarleg, enda barnið búttað og sællegt. Þær voru líka búsældarlegar ís- lensku sveitirnar sem útlendingarnir frá Whole Food heimsóttu á dögunum í leit að nýjum og kristaltærum af- urðum fyrir Bandaíkjamarkað. Í heimildarmyndinni Glöggt er gests augað, sem Ríkissjónvarpið sýndi í vikunni, mátti meðal annars sjá Bandaríkjamennina heimsækja ís- lenska sveitabæi, borða rammís- lenska kjötsúpu, taka þátt í að draga í dilka í réttunum og fara á gúmbáti niður Hvítá, allt við gríðarlegan fögnuð. En fyrst og fremst gátu þeir ekki nógsamlega tíundað fegurð landsins og hreinleika. Ég er ein af þeim sem eiga það til að bölva landi og þjóð norður og niður, en ræð svo ekki við mig af fögnuði og stolti þegar á reynir. Gamla ættjarðarhjartað belgd- ist út meðan á myndinni stóð og ég var að rifna úr monti yfir að eiga svona hreint og ómengað land, æðislegar landbúnaðarafurðir og besta fisk í heimi. Íslenska sauðkindin og fiskur- inn okkar eiga án efa erindi við al- menning í útlöndum, og ekki annað að sjá, eftir að herlegheitin voru komin á borð í erlendum veislusölum, en gest- ir gerðu góðan róm að krásunum. Von- andi að slagorðið Hreint land – fagurt land verði áfram sannleikurinn um gamla Frón og orðið „búsældarlegur“ verði hverju mannsbarni tamt í munni framvegis. ■ Við tækið EDDA JÓHANNSDÓTTIR ■ er stolt af landinu sínu og hjartað bókstaflega belgist út þegar útlend- ingar sýna því verðskuldaðan áhuga. Glöggt er gests augað 20.00 Billy Graham 21.00 Praise the Lord 23.00 Robert Schuller 0.00 Miðnæturhróp C. Parker Thom- as 0.30 Nætursjónvarp – blönduð inn- lend og erlend dagskrá Á Breiðbandinu má finna 28 erlendar sjónvarpsstöðvar sem seldar eru í áskrift og þar af eru 6 Norðurlandastöðvar. Að auki sendir Breiðbandið út flestar ís- lensku útvarpsrásirnar ásamt 10 erlendum tónlistarrásum með mismunandi tónlistarstefnum. 11.15 Enski boltinn Bein útsending frá leik Bolton Wanderers og Arsenal. 14.00 4-4-2 (Snorri Már og Þorsteinn J.) Snorri Már og Þorsteinn J. fjalla um enska og spænska fótboltann, Meistara- deildina og allt markvert sem gerist í þessum hasarleik tuttugu og tveggja leik- manna. Þetta er þáttur fyrir þá sem vita allt um fótbolta og líka þá sem vita lítið sem ekkert. Þátturinn var tilnefndur til Eddu-verðlaunanna 2002. 15.00 Football Week UK (Vikan í enska boltanum) 15.30 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) 16.30 Fastrax 2002 (Vélasport) Hrað- skreiður þáttur þar sem ökutæki af öllum stærðum og gerðum koma við sögu. 17.00 Toppleikir 18.50 Lottó 19.00 Making Of TBA (Gerð TBA) 19.20 Spænski boltinn (Spænski bolt- inn) Bein útsending. 21.30 Rocky V 23.10 MA Barrera - K. Kelley Útsend- ing frá hnefaleikakeppni í Las Vegas. Á meðal þeirra sem mættust voru fjaður- vigtarkapparnir Marco Antonio Barrera og Kevin Kelley. Áður á dagskrá 12. apríl sl. 1.10 Bráðin Bráðin er erótísk, íslensk stuttmynd þar sem segir frá óvenjuleg- um kynlífsþríhyrningi á vinnustað í Reykjavík. Myndin er hispurslaus og djörf og höfðar jafnt til karla sem kvenna. Handritið skrifaði Ágúst Borgþór Sverris- son. Stranglega bönnuð börnum. 1.30 Heartbreaker (Brostið hjarta)Erótísk kvikmynd. Stranglega bönnuð börnum. 2.50 Dagskrárlok og skjáleikur 6.00 Baby Genius 8.00 How Green Was My Valley 10.00 Anywhere But Here 12.00 Reversal of Fortune 14.00 Baby Genius 16.00 How Green Was My Valley 18.00 Anywhere But Here 20.00 Reversal of Fortune 22.00 Lara Croft: Tomb Raider 0.00 Stranger in the Kingdom 2.00 The Unholy 4.00 Lara Croft: Tomb Raider 7.00 Meiri músík 12.00 Lúkkið 14.00 X-TV.. 15.00 Trailer 16.00 Geim TV 17.00 Pepsí listinn 19.00 XY TV 20.00 Meiri músík 12.30 Listin að lifa (e) 13.30 Mótor (e) 14.00 Jay Leno (e) 15.00 Yes, Dear (e) 15.30 Everybody Loves Raymond (e) 16.00 Djúpa laugin (e) 17.00 Survivor Amazon (e) 18.00 Fólk með Sirrý (e) 19.00 Cybernet (e) 19.30 Life with Bonnie (e) 20.00 Charmed Heillanornirnar þrjár gera allt sem þær geta til að halda heimi sínum og andanna í jafnvægi en ill öfl reyna hvað þau geta að sundra félags- skap þeirra. Þær njóta sín best í selskap engla og fagurra vera en neyðast meira til að eiga kompaní við djöfla, drýsla og dára af ýmsu tagi. 21.00 According to Jim 21.30 The Dead Zone Johnny Smith sér í gegnum holt og hæðir, fortíð og framtíð liggja ljós fyrir honum. Þessi skyggnigáfa leggur honum þá skyldu á herðar að aðstoða fólk við að leysa úr vandamálum fortíðar og framtíðar. Einnig er hann betri en enginn þegar lögreglan þarf að finna hættulegja morðingja. Johnny þráir þó allra mest fyrrverandi kærustu sína og barnsmóður sem nú er gift fógeta sýslunnar og virðist ekki eiga afturkvæmt í faðm hans. 22.20 Leap Years Hæfileikarík ung- menni kynnast árið 1993 og halda vin- skap sínum lifandi næstu ár. Rugla sam- an reitum og eiga (stundum óþarflega) náin kynni. 23.10 Law & Order SVU (e) 0.00 Philly (e) 0.50 Tvöfaldur Jay Leno (e) Enginn er eyland og því bjóðum við upp á tvö- faldan skammt af Jay Leno en hann er einmitt tvíræður, tvöfaldur (í roðinu), tví- fari (á sér marga) og eldri en tvævetra. 2.20 Dagskrárlok Sjá nánar á www.s1.is Sjónvarpið 20.55 Stöð 2 21.05 Töffarinn Vin Diesel Vin Diesel leikur aðalhlutverkið í hasarmyndinni Ofvirk og ótta- laus, eða The Fast and the Furi- ous, sem er frá árinu 2001. Dominic Toretto er kaldur karl sem stundar kappakstur á göt- um Los Angeles sér til dægra- styttingar. Hópur fólks fylgist með þessu ólöglega athæfi af miklum áhuga en talsverðar fjárhæðir eru lagðar undir. Brian O’Connor er nýjasti ökuþórinn í þessum geira en hann vill ólmur sanna sig fyrir Toretto og félög- um hans. Leikstjóri er Rob Cohen. Myndin er bönnuð börn- um. DAGSKRÁ LAUGARDAGSINS 26. APRÍL 9.00 Morgunstundin okkar 9.02 Mummi bumba (17:65) 9.08 Stjarnan hennar Láru 9.19 Engilbert (10:26) 9.30 Albertína ballerína (13:26) 9.45 Hænsnakofinn (3:4) 9.54 Babar (6:65) 10.18 Gulla grallari (27:52) 10.50 Viltu læra íslensku? 11.10 Kastljósið 11.30 At 12.00 Geimskipið Enterprise 12.50 Kosningar 2003 - Reykjavík suður 13.50 Kosningar 2003 - Suðvestur- kjördæmi 14.50 Kosningar 2003 - Suðurkjör- dæmi 15.55 Íslandsmótið í handbolta Bein útsending frá leik í úrslitum kvenna. 17.50 Táknmálsfréttir 18.25 Flugvöllurinn (13:16) 18.54 Lottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.40 Laugardagskvöld með Gísla Marteini 20.25 Spaugstofan 20.55 Skólaskipið (White Squall) Bíó- mynd eftir Ridley Scott frá 1996 byggð á sannri sögu um hóp unglinga sem fer í siglingu með skólaskipi en ýmislegt kem- ur upp á. Kvikmyndaskoðun telur mynd- ina ekki hæfa fólki yngra en 12 ára. Leik- stjóri: Ridley Scott. Aðalhlutverk: Jeff Bridges, Caroline Goodal, John Savage, Scott Wolf, Jeremy Sisto og Ryan Phillippe. 23.00 Beck - Andlitslausi maðurinn (Beck: Mannen utan ansikte) Sænsk saka- málamynd frá 2001 þar sem lögreglu- maðurinn Martin Beck glímir við dularfullt morðmál. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. Leikstjóri: Harald Hamrell. Að- alhlutverk: Peter Haber, Mikael Pers- brandt, Malin Birgerson, Marie Göranzon, Hanns Zischler og Ingvar Hirdwall. 0.30 Hefndarvíg (A Time to Kill) Kvikmyndaskoðun telur myndina ekki hæfa fólki yngra en 16 ára.Leikstjóri: Joel Schumacher.Aðalhlutverk: Matthew McConaughey, Sandra Bullock, Samuel L. Jackson, Oliver Platt og Kevin Spacey. e. 2.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok 8.00 Barnatími Stöðvar 2 9.55 Titan A.E. Frábær teiknimynd þar sem barátta góðs og ills er í algleymingi. 11.25 Yu Gi Oh (14:48) 11.50 Bold and the Beautiful 12.50 Tónlist 13.15 Alltaf í boltanum 13.45 Enski boltinn 16.10 Michael Jackson¥s Face 17.10 Sjálfstætt fólk 17.40 Oprah Winfrey 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.55 Lottó 19.00 Ísland í dag, íþróttir, veður 19.30 Bossa Nova Rómantíkin blómstrar í Ríó og suðrænir elskhugar heilla vestrænar dömur upp úr skónum. Sambönd þeirra eru flókin en léttur andi svífur yfir vötnum og unun að fylgjast með undarlegum samskiptum kynjanna. Aðalhlutverk: Amy Irving, Antonio Fagundes, Alexandre Borges. Leikstjóri: Bruno Barreto. 1999. 21.05 The Fast and the Furious (Ofvirk og óttalaus) Hasarmynd af bestu gerð. Dominic Toretto er kaldur karl sem stundar kappakstur á götum Los Angeles sér til dægrastyttingar. Hópur fólks fylgist með þessu ólöglega athæfi af miklum áhuga en talsverðar fjárhæðir eru lagðar undir. Brian O’Connor er nýjasti ökuþór- inn í þessum geira en hann vill ólmur sanna sig fyrir Toretto og félögum hans. Aðalhlutverk: Vin Diesel, Paul Walker, Michelle Rodriguez. Leikstjóri: Rob Cohen. 2001. Bönnuð börnum. 22.55 Shaft Þriggja stjarna glæpa- mynd. Löggan John Shaft lætur menn ekki komast upp með neitt múður. Hann gengur rösklega fram og á óvildarmenn á ýmsum stöðum. Shaft þarf nú að vera á varðbergi því ungur morðingi telur sig eiga óuppgerðar sakir og ætlar að koma honum í gröfina. Fleiri tengjast þessu sama máli sem Shaft verður að upplýsa áður en það verður um seinan. Aðalhlut- verk: Samuel L. Jackson, Vanessa L. Willi- ams, Jeffrey Wright, Christian Bale. Leik- stjóri: John Singleton. 2000. Stranglega bönnuð börnum. 0.35 Crimson Rivers (Blóðstraumur) Aðalhlutverk: Jean Reno, Vincent Cassel, Nadia Farés. Leikstjóri: Mathieu Kassovits. 2000. Stranglega bönnuð börnum. 2.15 Max Q Emergency Landing (Geimferð) Aðalhlutverk: Bill Campbell, Paget Brewster, Ned Vaughn. Leikstjóri: Michael Shapiro. 1998. Bönnuð börnum. 3.40 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí 38 Skólaskipið Leikstjórinn góðkunni, Ridley Scott, gerði bíómyndina Skóla- skipið (White Squall) árið 1996. Myndin er byggð á sannri sögu um hóp unglinga sem fór í sigl- ingu með skólaskipi en í sjó- ferðinni kom ýmislegt upp á. Í helstu hlutverkum eru Jeff Bridges, Caroline Goodal, John Savage, Scott Wolf, Jeremy Sisto og Ryan Phillippe. Kvikmynda- skoðun telur myndina ekki hæfa fólki yngra en 12 ára. SJÓNVARP Vinsældir raunveruleika- sjónvarpsþátta í Bandaríkjunum eru slíkar að nú er leiðin greið fyrir þá upp á hvíta tjaldið. Fyrsta kvikmynd- in sem gerð er eftir reglum raun- veruleikasjónvarps, „The Real Cancun“, var frumsýnd í kvikmynda- húsum vestra í gær. Það eru fram- leiðendur MTV-sjónvarpsþáttarins „The Real World“ sem gera myndina í samvinnu við New Line Cinema. Myndin fylgist með nokkrum bandarískum unglingum sem fara til Cancun í útskriftarferð. Einn þeirra er afskaplega prúður Texasbúi sem reykti hvorki né drakk fyrir ferðina en kemur sér allsvakalega í óregluna í myndinni. Einnig er fylgst með platónskum vinum, strák og stúlku, sem byrja að fella saman hugi í ferð- inni. Þó ótrúlegt megi virðast var það mjög erfitt að finna unglinga til þess að taka þátt í verkefninu. Ástæðan er sú að þegar auglýsingarnar birtust í blöðunum eftir „ungum, vel á sig komnum einstaklingum til þess að taka þátt í ævintýrum á sólar- strandaparadís“ virtust allir halda að verið væri að leita að leikurum í klámmynd. Vanalega sækja um 25 þúsund ein- staklingar um þátttöku í „The Real World“ þáttunum en aðeins sex þús- und sóttu um þátttöku í myndinni. Ef myndin gengur vel í bíó meg- um við búast við bylgju af slíkum raunveruleikakvikmyndum frá Hollywood. ■ FJÖR Í CANCUN Myndin fylgist með nokkrum ung- um einstaklingum sem fara í viku skemmtireisu til Cancun. Raunveruleikasjónvarp: Á leið upp á hvíta tjaldið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.