Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 23
Veruleg andstaða í veigamiklum málum Ríkisstjórnin virðist hafa siglt gegn almenningsálitinu í að minnsta kosti tveimur stórum mál- um. Á liðnum vikum og mánuðum hefur innrásina í Írak borið þar hæst. Þann 18. janúar mældist fylgi við innrás í Írak aðeins um 9%. Um 91% var á móti. Þann 22. mars mældust fylgismenn innrás- ar nokkuð fleiri, eða 24%, á móti 76% sem voru andvíg. Viku síðar, eða 29. mars, var spurt hvort fólk væri fylgjandi því að ríkisstjórnin styddi innrásina. Reyndist þá fylgi stuðningsmanna nokkuð lítið, eða 18%. Um 82% að- spurðra sögðust vera á móti. Þess- ar tölur breyttust nokkuð í könnun blaðsins þann 12. apríl, þótt and- staðan mældist enn veruleg. Þá lýstu um 28% yfir stuðningi við stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. Um 72% voru á móti. Annað mál ríkisstjórnarinnar sem virðist búa við andstöðu landsmanna, samkvæmt könnun Fréttablaðsins, er kvótakerfið. Þann 12. apríl mældust fylgis- menn kerfisins einungis um 20%. Um 80% lýstu sig andsnúin því. Þó nokkur stuðningur í öðrum Ríkisstjórninni er þó ekki alls varnað þegar kemur að viðhorfi almennings til stjórnvaldsað- gerða. Fylgið hefur mælst þó nokkuð við virkjunarfram- kvæmdir við Kárahnjúka og ál- ver við Reyðarfjörð, eða 64%, í könnun blaðsins 11. janúar. And- víg voru 36%. Þann 1. febrúar mældi blaðið afstöðu fólks til úr- skurðar Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, út af Norðlingaölduvirkjun. Úrskurð- urinn reyndist mælast ákaflega vel fyrir. Um 80% kváðust ánægð með hann. Þá naut ákvörðun ríkisstjórn- innar um að veita rúmum 6 millj- örðum til samgöngumála og menningarmála á landsbyggðinni verulegs fylgis aðspurðra í könn- un blaðsins 15. febrúar. Um 80% voru fylgjandi, en 20% á móti. Einkavæðing, landbúnaður og hvalveiðar Ef stjórnvöld komandi ára hyggjast einkavæða í heilbrigðis- og skólakerfinu meira en orðið er þurfa þau að öllum líkindum að glíma við talsverða andstöðu. Í könnun blaðsins 27. janúar lýstu um 60% sig andvíg frekari einka- væðingu í heilbrigðiskerfinu, en 40% sögðust fylgjandi. Andstaða við frekari einkarekstur í skóla- kerfinu var heldur minni, en 57% þeirra sem tóku afstöðu voru því andvíg en 43% fylgjandi. Niðurstaða könnunar frá því 27. janúar bendir til að meirihluti þjóðarinnar sé jafnframt andvíg- ur frjálsum innflutningi á land- búnaðarafurðum. Ef eitthvert stjórnmálaafl hefur slíkt á stefnu- skránni á annað borð getur það þó huggað sig við það, eins og í tilviki einkavæðingar, að þó nokkur hóp- ur fólks virðist þrátt fyrir allt vera fylgjandi slíku. Í könnuninni reyndust 57% andvíg frjálsum innflutningi, en 43% voru honum fylgjandi. Ef stjórnmálamenn vilja hins vegar hefja hvalveiðar á næst- unni, eins og margir vilja og er opinber stefna Íslendinga, þá þurfa þeir hinir sömu ekki að ótt- ast almenningsálitið. Í könnun blaðsins í janúar lýstu um 88% sig fylgjandi því að hefja hvalveiðar strax í sumar. Aðeins um 12% eru því andsnúin. Tvístígandi um Evrópusambandið Þjóðin virðist á báðum áttum þegar kemur að hugsanlegri um- sókn Íslendinga um aðild að Evr- ópusambandinu. Í þremur könn- unum blaðsins, 11. janúar, 8. febr- úar og 19. apríl, hefur fylgi stuðn- ingsmanna umsóknar mælst í kringum 27%, en andsnúnir hafa verið á bilinu 42-45%. Óákveðnir hafa hins vegar mælst nokkurn veginn jafn margir fylgismönnun- um í öllum könnunum þremur, eða upp undir 30%. Þessar kannanir virðast því benda til að um 70% landsmanna séu annað hvort and- snúnir inngöngu eða hafa ekki ákveðið sig. Draugar Að síðustu er vert að geta þess að samkvæmt könnun blaðsins frá því í byrjun mars trúa um 40% landsmanna á drauga. Ekki skal fjölyrt neitt um það hvort átrún- aðurinn á drauga skarast á ein- hvern hátt við fylgi eða andstöðu fólks í öðrum málum. Þjóðin virð- ist tvíklofin á margan hátt, í stuðningi við ríkisstjórnina og andstöðu við hana, í stuðningi við forsætisráðherra og andstöðu við hann, í stuðningi við ESB og and- stöðu við það, í stuðningi við einkavæðingu og andstöðu við hana, og nú síðast í þessu: trúnni á drauga. Þess má jafnframt geta í því sambandi að fleiri konur trúa á drauga en karlar, samkvæmt könnuninni, eða upp undir helm- ingur. gs@frettabladid.is LAUGARDAGUR 26. apríl 2003 Kárahnjúkar – hvað svo? Atvinnukostir framtíðarinnar til umræðu hjá Samfylkingunni á Lækjargötu 2A Atvinna, virkjanir, menntun, hugvit, náttúra, menning. Stutt innlegg, fyrirspurnir, samræður Margrét S. Björnsdóttir, forstöðumaður við Háskóla Íslands Óskar Helgi Guðjónsson, Ultima Thule Tryggvi Felixson, kynningarfulltrúi rammaáætlunar um virkjunarkosti Helgi Hjörvar, frambjóðandi Samfylkingarinnar og stjórnarmaður í Landsvirkjun Atvinna, konur, hugbúnaður, ferðaþjónusta, nýsköpun, framtíð. Stutt innlegg, fyrirspurnir, samræður Ásgeir Friðgeirsson, ritstjóri striks.is og frambjóðandi í Suðvestri Jón Karl Ólafsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Rósa Erlingsdóttir, stjórnmálafræðingur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar Matti þenur nikkuna Elísabet Jökulsdóttir lyftir ljóðhugum Jakob og Ragga svífa á vængjum söngsins Gestgjafar: Mörður Árnason og Þórhildur Þorleifsdóttir frambjóðendur Samfylkingarinnar í Reykjavík Dagskráin hefst um 13.30 og stendur fram eftir degi til um 16.30 Allir velkomnir – kaffi og með því FÁTÆKT Hátt í 7% landsmanna segjast vera fátæk. Almennt virðist þjóðin bera sig fremur illa þegar kemur að stöðunni í buddunni. Einungis um 30% telja kjör sín hafa batnað á undanförnum árum. Enn færri telja að þau muni batna. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.