Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 6
6 26. apríl 2003 FIMMTUDAGUR ■ Asía ■ Asía GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 75.92 0,13% Sterlingspund 120.65 0,84% Dönsk króna 11.24 0,54% Evra 83.41 0,47% Gengisvístala krónu 119,19 0,43% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 288 Velta 3.097 milljónir ICEX-15 1.403 -0,20% Mestu viðskipti Líf hf. 378.149.280 Bakkavör Group hf. 194.384.785 Landsbanki Íslands hf. 111.931.634 Mesta hækkun Olíuverslun Íslands hf. 5,00% Eskja hf. 1,91% Pharmaco hf. 0,61% Mesta lækkun Flugleiðir hf. -4,44% Íslandssími hf. -3,31% Sölumiðstöð Hraðfr.húsanna hf. -0,98% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ*: 8303,2 -1,6% Nasdaq*: 1436,3 -1,4% FTSE: 3870,2 -0,7% DAX: 2841,1 -1,8% NIKKEI: 7699,5 -2,0% S&P*: 900,9 -1,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Nýja Norræna kom til Seyðisfjarðar áþriðjudag. Hvað kostaði skipið og hvað tekur það marga farþega? 2Heimsþekktur strengjakvartett ætlarað flytja lög íslensku sveitarinnar Sig- ur Rósar á fyrirhugaðri tónleikaferð sinni um Bandaríkin og Evrópu. Hvað heitir kvartettinn? 3Fræg bandarísk djasssöngkona lést áheimili sínu í Frakklandi á mánudag. Hvað hét söngkonan? Svörin eru á bls. 46 FARALDUR Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin gaf um miðja viku út tilkynningu þar sem fram kemur að hún mælist til þess að allir ferðamenn fresti ferðum sínum til Peking og Shanxi-héraðs í Kína og Toronto í Kanada nema brýna ástæðu beri til ferða þangað. Frá þessu er skýrt á heimasíðu Landlæknisembættisins en til- mæli Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar til ferðamanna frá 2. apríl um að fresta ferðum sínum til Hong Kong og Guang- dong-héraðs í Suður-Kína eru enn í fullu gildi. Þessi tímabundnu til- mæli verða endurmetin í ljósi þróunar bráðrar lungnabólgu á þessum svæðum. Ef ástæða er til gætu þessi tilmæli einnig beinst að öðrum svæðum í heiminum síðar. Guðrún Sigmundsdóttir, sótt- varnarlæknir hjá Landlæknis- embættinu, segir að komið hafi verið upp skiltum á Leifsstöð með leiðbeiningum um hvernig bregð- ast eigi við ef einkenna verði vart. Embættið hefur einnig ósk- að eftir því við Flugleiði að mið- um verði í sama tilgangi dreift í flugvélum fyrirtækisins. Aðspurð um hvort ekki sé ástæða til að banna ferðir til sýktra svæða segir Guðrún svo ekki vera að svo komnu máli. Engin þjóð hafi brugðist svo hart við enn sem komið er. ■ RÍKI OG KIRKJA „Því miður getum við ekki annað sagt en það hafi verið móðgandi að fá tilboð frá ríkinu síðastliðið haust um 150 milljónir sem lokagreiðslu. Á sama tíma var ríkið að kaupa hús á Þingvöllum fyrir hærri upphæð, Valhöll,“ seg- ir séra Halldór Gunnarsson á Holti, en hann er í samninganefnd á vegum kirkjunnar. Að sögn Halldórs hafa allar um- leitanir um fundi og að sest verði við samningaborð verið hunsaðar af hálfu yfirvalda. Kirkjan fer fram á arðgreiðslu af jörðum í eigu kirkjunnar auk prestsetra sem ríkið hefur tekið til sín og selt. Þar er um miklar upphæðir að ræða sem skipta milljörðum. „Við höfum óskað eftir því að um þessa upphæð sem út af stendur verði gerður samningur um ákveðnar arð- greiðslur sem nema 50 til 100 milljónum á ári um ótilgreindan tíma. Þessa fjár- hæð hyggjumst við nýta til þjón- ustu við fólkið í landinu og að standa vörð um það starf sem kirkjan innir af hendi; hjálpar- og fjölskyldustarf. Við viljum ná samkomulagi og komast hjá því, vegna náinna tengsla ríkis og kirkju, að setja fram ítrustu kröf- ur sem skipta milljörðum.“ Halldór nefnir sem dæmi að 28. júlí 1992 gekk þáverandi land- búnaðarráðherra frá kaupsamn- ingi um sölu 12 jarða úr Garða- kirkjueigninni 410 hektarar. Kirkjan mótmælti og lét Ólafur Skúlason biskup þinglýsa þeim mótmælum. Ótvíræð lagaákvæði voru þá í gildi um að Þjóðkirkjan skyldi fá andvirði slíkra eigna, en fyrir allt þetta land fékk kirkjan rúmar 49 milljónir, greitt með 5,2 milljónum í útborgun og eftir- stöðvar á skuldabréfi til 10 ára með 2 prósent vöxtum á ári. Þetta telur séra Halldór ótækt með öllu. Engin áhöld séu um að söluand- virði þessa lands átti að skila til kristnisjóðs. Þá sé óuppgert hvað á að gera gagnvart prestsetrinu á Þingvöllum. Ríkið geti ekki tekið það til sín án eignaupptöku. Prestshúsið á Þingvöllum, þaðan sem presti var úthýst, var byggt að 2/3 úr kirkjujarðasjóði. Halldór vill taka fram að ís- lenska kirkjan hefur fengið það sjálfstæði sem mest er á vestur- löndum í tengslum kirkju og ríkis með löggjöf sem heimilar kirkj- unni að setja starfsreglur sem hafa reglugerðarígildi um megin- mál. Frekari aðskilnaður ríkis og kirkju sé miklum mun flóknari en margur hyggur. „Við náðum samningum um kirkjujarðir árið 1997 en þær voru afhentar gegn skuldbindingu ríkis um að greiða laun presta og starfsmanna bisk- ups. En prestsetrin standa út af ásamt því sem þeim fylgir.“ jakob@frettabladid.is LEITAÐ Í RÚSTUNUM Slökkviliðsmenn leituðu fórnarlamba í rústum verslunarmiðstöðvarinnar við afar erfiðar aðstæður. Sjö taldir af: Gasspreng- ing í verslun- armiðstöð TORONTO, AP Gassprenging jafnaði við jörðu litla verslunarmiðstöð í Toronto í Kanada. Sjö manns eru taldir af en fjórir voru fluttir á sjúkrahús með áverka. Að sögn talsmanns slökkviliðs- ins var verið að gera við gas- leiðslu í byggingunni þegar atvik- ið átti sér stað. Rúður sprungu auk þess sem mikill eldur breidd- ist út í kjölfar sprengingarinnar. Töluverðar skemmdir urðu á nær- liggjandi húsum. ■ SEX MYRTIR MEÐ KJÖTÖXUM Á þriðja tug manna réðust að nætur- lagi á þorp í norðvesturhluta Bangladesh. Árásarmennirnir, sem voru vopnaðir kjötöxum, drógu þorpsbúa fram úr rúm- unum og drápu sex menn á hrottafenginn hátt, að sögn lög- reglumanns á svæðinu. Talið er að uppreisnarmenn úr röðum komm- únista hafi staðið að árásinni. SJÁVARHITI „Sjávarhiti hefur farið hækkandi síðustu ár, en hann sveiflast alltaf fram og til baka,“ segir Svend-Aage Malmberg hjá Hafrannsóknastofnun. Svend-Aage segir flæði hlýsjávar að sunnan inn á íslensk mið hafa aukist. Útbreiðsla hans sé meiri en hún hefur verið í nokk- uð langan tíma þar á undan. Þessi hlýi sjór er angi af Norðaustur- Atlantshafsstraumnum, svoköll- uðum Golfstraum, en hefur ekki áhrif á þann straum í heild. „Þessi hækkun á hitastigi sjávar er innan við eina gráðu í hlýja sjónum. Skil- in á milli heita og kalda sjávarins færast norður eða suður eftir at- vikum. Munurinn þar er um fjórar gráður eftir því hvaða sjógerð er á svæðinu. Þessi skil liggja töluvert fyrir norðan land þegar vel árar en færast upp að landinu þegar árar illa.“ Árið 1963 gerði vorhret sem skemmdi út frá sér gróður og ann- að. „Þó sjórinn sé hlýr eins og hann var er lítil hætta á slíku vor- hreti. Þá voru skilin á milli heita og kalda sjósins mun nær landinu og vindar voru kaldari. En nú blása vindar að sunnan og skilin mikið fjær landinu en þá var,“ seg- ir Svend-Aage. ■ Hafrannsóknastofnun: Hlýr sjór umlykur landið SJÁVARHITI HEFUR HÆKKAÐ Lítil hætta á vorhreti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Lungnabólgufaraldurinn: Miðum dreift í flugvélum Flugleiða DREIFT Í FLUGI Til stendur að afhenda öllum farþegum þessi spjöld í flugvélum á leið til landsins. Þau eru með enskum texta á annarri hlið- inni og íslenskum texta hinum megin. HERÞYRLA FERST Í HIMALAYA- FJÖLLUM Pakistönsk herþyrla flaug á fjallshlíð í norðanverðu Pakistan með þeim afleiðingum að þrettán hermenn sem um borð voru létu lífið. Talsmaður hersins segir að um slys hafi verið að ræða en vildi ekki veita nánari upplýsingar um tildrög þess. SPRENGING Í DÓMSHÚSI Þrír létu lífið og 34 slösuðust þegar öflug sprenging varð í dómshúsi í bænum Pattan í Kasmír. Lögregl- an telur að sprengju hafi verið komið fyrir inni í byggingunni. Einnig er talið hugsanlegt að sprengju hafi verið kastað inni í dómshúsið. Fórnarlömbin voru öll óbreyttir borgarar. Ríkið neitar kröf- um kirkjunnar Kirkjan gerir kröfu á hendur ríkinu um 50 til 100 milljóna arðgreiðslur á ári vegna yfirtöku ríkisins á prestsetrum. Himinn og haf skilja á milli. Móttilboð dóms- og kirkjumálaráðherra er beinlíns móðgandi. SÉRA HALLDÓR GUNNARSSON Vegna náinna tengsla ríkis og kirkju vill kirkjan ekki setja fram ítrustu kröfur sem gætu numið milljörðum. „Kirkjan fer fram á arð- greiðslur sem nema 50 til 100 milljón- um á ári um ótilgreindan tíma.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.