Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 26.04.2003, Blaðsíða 29
Kristín Magnúsdóttir er 46 áragömul og býr við Víðihlíð ásamt tveimur öðrum konum, þeim Auði Einarsdóttur og Maríu Sveinbjörnsdóttur. Allar hafa þær sér íbúð en stofa og eldhús á neðri hæð eru sameiginleg. Kristín kemur brosandi til dyra og býður blaðamanni inn. Eftir að hafa gengið um neðri hæðina þar sem allt er í röð og reglu býður hún inn til sín. „Þetta er mín íbúð og hérna tek ég á móti gestum,“ segir hún. Íbúðin er lítil en mjög notaleg. Komið er inn í lítinn gang og ann- ars vegar er svefnherbergi og hins vegar notaleg stofa sem Kristín hefur búið eigin húsgögn- um. „Ég er alin upp í Mosfellsbæ hjá foreldrum mínum og var heima þar til ég var þrítug. Mér þótti mjög gott að flytja burtu og enn betra var þegar ég fékk litla íbúð fyrir sjálfa mig fyrir tæpum þremur árum,“ segir hún. Hún sýnir stolt myndir á veggjum og fallega muni sem hún hefur keypt í ferðalögum á sumrin. „Ég er að safna englum,“ segir hún og það klingir í tveimur óróum í stofunni. Í vinnu á gistiheimili Kristín starfaði á vinnustof- unni Ási í tuttugu ár og segist hafa verið orðin leið á vinnunni þar þegar hún fór að leita sér að nýrri vinnu. Hún var svo lánsöm að fá vinnu á gistiheimili hjá Guð- mundi Jónassyni í Borgartúni við þrif og tiltekt á skrifstofunni. Það var stór dagur í lífi hennar þegar hún kvaddi Ás með viðurkenning- arplagg í ramma og mætti í fyrsta sinn í nýja vinnu. „Hjá Guðmundi Jónassyni er ég eins og aðrir starfsmenn og vinn fyrir launum á sama hátt og þeir. Mér líkar það vel og er ekki ánægð þegar ég er litin öðrum augum en venjulegt fólk,“ segir Kristín. Hún fer út að skemmta sér með samstarfs- mönnunum og í ferðir þegar þannig háttar til. Í vinnunni er hver dagur skemmtilegur og bíð- ur hún með eftirvæntingu eftir að mæta til vinnu á morgnana. Hún er í vinnu til klukkan tvö á daginn og tekur strætó til og frá vinnu. „Ég fer eiginlega allt sem mig langar í strætó. Skemmtilegast er að fara á kaffihús og Kringluna og stundum fer ég í Smáralind,“ seg- ir Kristín. Hún fær reglulega svo- kallaða liðveislu sem er fólgin í að stúlka kemur til hennar og þær gera það sem Kristínu langar að gera hverju sinni. „Við förum oft í gönguferðir, stundum í bíó eða leikhús. „Við gerum bara það sem okkur dettur í hug,“ segir hún og strýkur kusk á buxunum sínum. Langar að læra margt Kristín hefur mjög gaman af því að elda mat og það dæmist oft- ar á hana en hinar þess vegna. Henni þykir það ekki leitt og talar um að hún ætli sér að fara í nám- skeið í matreiðslu til að læra meira. Hana langar einnig að læra ensku og bútasaum. Námskeiðin sækir hún hjá Fjölmennt og fyrir þau greiðir hún sjálf. „Mig langar að búa til teppi fyrir litla frænda minn sem er nýfæddur og búa til eitthvað fallegt fyrir börnin í fjöl- skyldunni,“ segir hún. Fjölskyld- an samanstendur af móður henn- ar og uppkomnum systkinum sem eiga börn og barnabörn. „Ég heimsæki þau oft og fer í veislur til þeirra. Þau koma líka stundum til mín. Þá býð ég þeim upp í íbúð- ina mína. Oftar er ég samt bara eitthvað að dunda mér eins og að horfa á sjónvarpið,“ segir Kristín og gjóir augum í átt til sjónvarps- ins sem hún á alveg út af fyrir sig. Fyrir dyrum stendur hjá Krist- ínu að fara í heilsuátak og hreyfa sig meira. Hún bendir á að hægt sé að fara í skemmtilegar göngu- ferðir nærri Víðihlíðinni. „Ég þarf að grenna mig dálítið,“ segir hún og strýkur magann á sér. Hvort hún eigi kærasta svarar hún ákveðið: „Neiii aldeilis ekki...mig langar sko ekki mikið í kærasta,“ segir hún og klappar sér á læri til áherslu á þeim orðum. „Ég er ekki hrifin af strákum og finnst þeir ekkert skemmtilegir,“ bætir hún við. Kristín segist vera afar sátt við líf sitt. Hún er ánægð með kon- urnar sem búa í Víðihlíðinni með henni og allt er í föstum skorðum. Hún hefur þegar pantað sér ferð til Benidorm í sumar og fer með ferðafélögum sem hún veit ekki enn hverjir verða. Það er í gegn- um ferðaskrifstofu sem tekur að sér að skipuleggja ferðir fyrir fatlaða. „Ég er mjög spennt og hlakka mikið til að vita herjir verða ferðafélagar mínir. Ég vona bara að þeir verði skemmtilegir,“ segir hún og brosandi. ■ LAUGARDAGUR 26. apríl 2003 29 KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR Hefur mjög gaman af eldamennskunni. Kristín Magnúsdóttir: Ekki ánægð þegar hún er litin öðrum augum en aðrir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.