Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.05.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 42 Leikhús 42 Myndlist 42 Bíó 44 Íþróttir 20 Sjónvarp 46 KVÖLDIÐ Í KVÖLD TÓNLIST Villtir drengir VIÐTAL Menning er ekki lúxus LAUGARDAGUR 10. maí 2003 – 106. tölublað – 3. árgangur bls. 24 bls. 38 SAMKOMA Fjölskylduhátíð hefst í Vetrargarðinum í Smáralind klukk- an 14. Kynnir er Halldóra Geir- harðsdóttir. Birgitta Haukdal og Írafár flytja nokkur lög. Einnig verður sýndur dans og fimleikar. Fjölskylduhátíð í Smáralind KOSNINGAR Kosið verður til Alþingis í dag. Kjörstaðir opna að öllu jöfnu klukkan níu og kosningu lýkur klukkan tíu í kvöld. Sex flokkar bjóða fram í öllum kjördæmunum sex, en sjö flokkar bjóða fram í Suðurkjördæmi. Alls eru 211.289 kjósendur á kjörskrá, tæpum 5% fleiri en fyrir fjórum árum. Alþingiskosningar FÓTBOLTI Breiðablik mætir Val í úr- slitaleik deildabikarkeppni kvenna í knattspyrnu klukkan 16.30. Leik- urinn fer fram á Kópavogsvelli. Úrslit í deildabikarnum SÝNING Fyrsta Vorhátíð Listaháskól- ans hefst klukkan 14. Hátíðin hefst með opnun útskriftarsýningar myndlistar- og hönnunarnemenda í Listasafni Reykjavíkur í Hafnar- húsinu. Vorhátíð Listaháskólans KOSNINGAR Íslendingar ganga til kosninga í dag. Mikil spenna er í loftinu þar sem skoðanakannanir hafa ýmist sýnt að núverandi stjórn sé fallin eða muni haldi naumum meirihluta. Úrslitin ráð- ast í nótt. Kosningabaráttan hefur verið löng og ströng fyrir frambjóðend- ur flokkanna, en flestir eru sam- mála um að hún hafi farið drengi- lega fram. Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra og þing- maður Sjálfstæðisflokksins, segir að baráttan hafi verið hörð. „Það er mikil spenna, en við lif- um það af,“ segir Árni. „Það hefur verið fín stemning hjá okkur og ekki neinir erfiðleikar eða hnökrar á baráttunni.“ Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt- ir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist vera sátt við kosningabar- áttuna. „Venjulega er það þannig að spjótin beinast að stjórnarflokkun- um,“ segir Ásta Ragnheiður. „Við höfum í raun látið þá mikið til í friði með ýmislegt, þannig að mér finnst við hafa rekið mjög heiðar- lega kosningabaráttu. Það hefur líka verið mikil gleði í okkar hópi.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segist vera bærilega sáttur. „Við höfum barist vel og heiðar- lega á þeim forsendum sem við völdum okkur, að leggja áherslu á málefni,“ segir Steingrímur J. „Við sögðum að okkar markmið væri að fella ríkisstjórnina og mynda vel- ferðarstjórn. Við sögðum að tækist stjórnarandstöðunni að ná meiri- hluta ætti hún að mynda ríkis- stjórn. Það er í sjónmáli og ég vil halda í þá von að svo geti orðið.“ Siv Friðleifsdóttir, umhverfis- ráðherra og þingmaður Framsókn- arflokksins, segir kosningabarátt- una hafa verið skemmtilega. „Það hefur verið mikil leikgleði og kraftur í okkar hópi og mikið af ungu og nýju fólki í framboði,“ segir Siv. „Við höfum tekið góðan endasprett og erum enn að. Það er gífurleg spenna í loftinu.“ Magnús Þór Hafsteinsson, vara- formaður Frjálslynda flokksins, segir kosningabaráttuna hafa ver- ið ævintýri líkasta. „Við virðumst vera að ná mark- miði okkar og gott betur. Við erum að tvöfalda og kannski þrefalda fylgi okkar frá 1999,“ segir Magn- ús Þór. „Við erum mjög þakklát fyrir þann mikla stuðning sem við virðumst vera að fá.“ Nánar bls. 2, 4 og 6. FJÁRSÖFNUN „Við erum himinsælir og þetta eykur á ánægjuna,“ segir Sigurður Mar Halldórsson, formað- ur Karlakórsins Jökuls á Höfn í Hornafirði, sem heldur upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikaferð til Færeyja. Gleði kórfélaga stafar af óvæntum fjárstuðningi, bæði frá fjármálaráðherra og utanríkisráð- herra, sem báðir reiddu fram 300 þúsund krónur án þess að eftir þyrfti að ganga. Var sótt um styrk til fararinnar til þessara aðila eins og svo margra annarra en ekki bú- ist við svo skjótum viðbrögðum eða þvílíkum upphæðum. Rausnarlegir styrkir ráðherranna gera kórnum nú kleift að kaupa ný jakkaföt á alla kórfélagana en þau eru rauð og sér- saumuð. Formaður kórsins telur ekki að ráðherrastyrkirnir eigi eftir að hafa áhrif á hvað kórfélagar kjósa í væntanlegum alþingiskosningum: „Þetta er sundurleitur hópur og ég held að hver kórfélagi kjósi eftir eigin sannfæringu,“ segir Sigurður Mar. Fjörutíu félagar eru í Karla- kórnum Jökli og geta þeir nú allir klæðst nýjum rauðum jakkafötum þegar þeir koma til Færeyja 17. maí næstkomandi: „Við fengum einnig afmælisgjafir í formi fjár- stuðnings frá sveitarfélaginu og verkalýðsfélaginu hér á staðnum,“ segir formaður Jökuls. ■ Guðni Ágústsson skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi Kjósum flokk sem framkvæmir STA Ð R EY N D UM MEST LESNA DAGBLAÐIÐ Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars/apríl 2003 22,1% 52,3% 61,7% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V KARLAKÓRINN JÖKULL Mikil gleði vegna óvænts og rausnarlegs stuðnings frá tveimur ráðherrum samtímis. REYKJAVÍK Norðaustlæg átt 3-8 m/s og skúrir. Hiti 5 til 10 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-13 Skúrir 8 Akureyri 5-10 Skýjað 10 Egilsstaðir 5-10 Skýjað 10 Vestmannaeyjar 3-8 Skúrir 7 ➜ ➜ ➜ ➜ + + Munið Íslandsbylgjuna! S A M F Y L K I N G A R F Ó L K : Karlakórinn Jökull í afmælisferð til Færeyja: Jakkaföt fyrir rausnarskap ráðherra Tvísýnustu kosningar í mjög langan tíma Stjórnarsamstarfið hangir á bláþræði samkvæmt skoðanakönnunum. Mikil spenna er í loftinu. Kjörstaðir opna klukkan níu. Alls eru 211.289 kjósendur á kjörskrá. Kjörstaðir undirbúnir: Í nógu að snúast KOSNINGAR „Það er mikið um snún- inga,“ sagði Gunnar Eyjólfsson, húsvörður í Lækjarskóla, sem hafði umsjón með því í gær að breyta kennslustofum skólans í kjördeildir fyrir kosningarnar í dag. „Það er búið að kjósa hérna í mörg ár þannig að þetta liggur að mestu klárt fyrir,“ bætti Gunnar við. Hann hefur kynnst verkefn- inu áður. Kosningarnar í dag eru þær sjöttu sem hann hefur undir- búið í skólanum. Mikið verk var að vinna í skól- um, íþróttahúsum og öðrum stöð- um um allt land þar sem kosið verður í dag. ■KOSNINGARNAR UNDIRBÚNAR Það var nóg að gera í Lækjarskóla á fimmta tímanum í gær þegar skólastofum var breytt í kjördeildir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.