Fréttablaðið - 10.05.2003, Qupperneq 2
2 10. maí 2003 LAUGARDAGUR
“Rétt.“
Þórólfur Árnason er borgarstjóri fjögurra stjórn-
málaflokka í Reykjavík. Hann kýs eins og aðrir í
dag.
Spurningdagsins
Þórólfur, hvað ætlar þú að kjósa?
■ Kosningar
LÍTILL ÁHUGI ERLENDIS Íslensku
þingkosningarnar hafa vakið tak-
markaða athygli erlendra fjöl-
miðla. Ef frá er talin grein í
finnska blaðinu Hufvudstads-
bladet og umfjöllun á fréttavef
norska ríkisútvarpsins hafa fjöl-
miðlar Norðurlandanna ekki fjall-
að um málið. Í breska blaðinu
Financial Times er stutt greinar-
gerð um kosningarnar en lengra
virðist áhugi fjölmiðla í Bretlandi
ekki ná.
HANDTÖKUR
Tveir liðsmenn Bin Laden í haldi lögreglu.
Franskri rannsókn lokið:
Osama Bin
Laden dauður
PARÍS, LE FIGARO Osama Bin Laden
er allur, samkvæmt frétt franska
dagblaðsins Le Figaro, sem byggð
er á rannsóknum Ghislaine
Alleaume, sagnfræðings og sér-
fræðings í málefnum Miðaustur-
landa.
Þessu heldur hann fram eftir
víðtækar rannsóknir á Tora Bora-
svæðinu í Afganistan. Samkvæmt
þeim, lést Bin Laden í desember
2001 eftir harða sprengihrinu
bandarískra flugvéla yfir fjall-
lendið í Tora Bora þar sem Bin
Laden var grunaður um að halda
fyrir. Alleaume heldur því fram að
Osama hafi orðið fyrir sprengi-
broti, þurft hafi að nema brott aðra
hönd hans og vegna lélegra að-
stæðna og lítilla sjúkragagna hafi
honum síðar blætt út. ■
AFRÍKA, AP Allt að 129 manns sog-
uðust út úr rússneskri flutninga-
vél sem var á flugi yfir Afríkurík-
inu Kongó í 33.000 feta hæð. At-
vikið átti sér stað þegar aftur-
hurð vélarinnar sprakk út á flugi
45 mínútum eftir flugtak. Yfir-
menn á flugvellinum í Kinshasa í
Kongó gátu ekki staðfest fjölda
farþega en óstaðfestar fréttir
herma að 129 manns hafi verið
um borð, allt lögreglumenn frá
Kongó og fjölskyldur þeirra.
Flugmönnum vélarinnar, sem
er rússnesk af gerðinni Ilyushin
76, tókst að snúa við og lenda heilu
og höldnu. Vélar þessar eru komn-
ar til ára sinna en er haldið í um-
ferð vegna skorts á ódýrum flug-
vélum til flutninga. Ferill þeirra er
einnig vafasamur. Vitað er um 45
skráð slys slíkra véla gegnum tíð-
ina, og hafa samanlagt tæplega 400
manns látist í þessum slysum. ■
KANNANIR Skoðanakannanir sem
birst hafa síðustu daga gefa
nokkuð misvísandi vísbendingar
um hvernig kosningarnar í dag
fara. Einstök atriði eru svipuð á
milli kannanna en annars staðar
munar miklu á niðurstöðum.
Samhljómur er með nokkrum
könnunum Gallup annars vegar
og Fréttablaðsins hins vegar um
að lítill munur sé á fylgi Sjálf-
stæðisflokks og Samfylkingar.
Kannanir DV, Gallup og IBM
sýna sex til sjö prósenta mun á
flokkunum. Framsóknarflokkur-
inn mælist í flestum tilfellum í
kringum 16%. Ein könnun Gallup
sýnir hann þó með 12,7% en
Félagsvísindastofnun mælir
hann með allnokkru meira fylgi,
18,5%.
Skoðanakannanirnar eru fram-
kvæmdar með misjöfnum hætti,
hvort tveggja hvernig spurt er og
hvernig úrtakið er valið. Þá spyr
hver aðili með sínum hætti.
Gallup velur svarendur með
tilviljanakenndu úrtaki úr þjóð-
skrá. Misjafnlega margir hafa
verið spurðir í hverri könnun, frá
1.000 til 1.600. Fyrst er spurt
hvaða lista fólk ætlar að kjósa í
kosningunum, síðan hvað er lík-
legast að það kjósi og að lokum
hvort líklegra sé að það kjósi
Sjálfstæðisflokk eða einhvern
hinna flokkanna.
DV spurði 2.500 manns hvaða
flokk þeir myndu kjósa ef gengið
yrði til kosninga nú.
Í könnun Fréttablaðsins voru
3.000 manns spurðir: Hvaða lista
myndir þú kjósa ef gengið yrði til
þingkosninga nú? Þeir sem ekki
svöruðu voru spurðir: Hvaða lista
er líklegast að þú myndir kjósa ef
gengið yrði til þingkosninga nú?
Félagsvísindastofnun notar
1.200 manna slembiúrtak úr þjóð-
skrá. Fyrst var spurt hvað við-
komandi myndi kjósa ef kosning-
ar yrðu á morgun, þá var spurt
hvað væri líklegast að viðkom-
andi kysi og loks hvort væri lík-
legra að hann kysi Sjálfstæðis-
flokk eða einhvern hinna flokk-
anna.
IBM notar kvótaúrtak úr
hverju kjördæmi skiptu eftir kyni
og aldri, alls 3.500 manns. Fyrst er
spurt hvað fólk ætli að kjósa, svo
hvað sé líklegast að það kjósi.
brynjolfur@frettabladid.is
KOSNINGAR Hlutfall þeirra sem
leggja leið sína á kjörstað í alþing-
iskosningum hefur farið lækkandi
þrjú síðustu skipti sem kosið hefur
verið um hverjir skyldu fara með
stjórn landsins.
Þegar litið er á kjörsókn síðustu
hálfa öldina, í þeim 15 þingkosn-
ingum sem hafa verið haldnar frá
1953, kemur í ljós að níu sinnum
hefur kjörsókn verið yfir 90% og í
einum kosningum til viðbótar
munaði einungis tíunda hluta úr
prósenti upp á að 90% kjörsókn
næðist. Þær fimm kosningar þar
sem fæstir hafa greitt atkvæði
áttu sér allar stað síðasta aldar-
fjórðunginn, og er þar í raun um að
ræða allar kosningar frá 1979
nema kosningarnar 1987.
Kosningaþátttaka í síðustu
kosningum var aðeins 84,1% en
það er þó hátt hlutfall í samanburði
við mörg þau lönd sem við berum
okkur saman við. Samt þarf að
fara aftur til ársins 1942 til að
finna kosningar þar sem kosninga-
þátttaka var minni. Þá var hún
80,3% og 82,3% í tveimur kosning-
um sama árið, sem haldnar voru í
skugga seinni heimsstyrjaldar.
Fara þarf aftur til ársins 1934 til að
finna kosningar á friðartímum þar
sem þátttaka er minni en í kosn-
ingunum fyrir fjórum árum. 1934
var þátttakan 81,5%. ■
Kosningaþátttaka 1999 var sú minnsta í 57 ár:
Minnkandi kjörsókn 84,1%87,4%
87,6%
90,1%
88,3%
89,3%
90,3%
91,4%
90,4%
91,4%91,1%90,4%90,6%
92,1%
89,9%
0
10
20
30
40
50
60
70
80
90
100
19
53
19
56
19
59
19
59
19
63
19
67
19
71
19
74
19
78
19
79
19
83
19
87
19
91
19
95
19
99
KJÖRSÓKN Í HÁLFA ÖLD
Mesta kjörsókn í alþingiskosningum var 1956. Mesta kjörsókn sem mælst hefur hérlendis var í
þjóðaratkvæðagreiðslu um stofnun íslenska lýðveldisins 1944, 98,4%. Sagt hefur verið að þá hafi
allar lýðræðislegar leikreglur verið brotnar til að tryggja góða kosningu.
Heimild: Kosningaskýrslur Hagstofu Íslands.
Mikil óvissa um úrslit
Skoðanakannanir sem birtar hafa verið í vikunni sýna mjög misjafnar
niðurstöður um hvernig kosningarnar í dag fara. Misjöfn tímasetning,
úrtak og ólíkar spurningar kunna að ráða muninum.
15
,9
%
35
,7
%
9,
3%
29
,5
%
8,
1%
16
,7
%
32
,7
%
8,
9%
32
,6
%
8,
0%
16
,1
%
34
,4
%
8,
4%
33
%
7,
1%
16
,2
%
37
,0
%
7,
8%
29
,4
%
6,
9%
18
,5
%
36
,1
%
7,
6%
28
,5
%
8,
4%
12
,7
%
34
,9
%
9,
2%
32
,7
%
8,
3%
15
,7
%
36
,9
%
8,
9%
26
,6
%
10
,1
%
16
,4
%
37
,1
%
9,
3%
26
,1
%
9,
8%
0
5
10
15
20
25
30
35
40
17
,3
%
35
,8
%
6,
3%
31
,7
%
7,
9%
Gallup 3.- 4. maí
Gallup 4.- 5. maí
Gallup 5.- 6. maí
Félagsvísindast. 5.- 7. maí
IBM 5.- 7. maí
Gallup 6.- 7. maí
Fréttablaðið 7.- 8. maí
Gallup 7.- 8. maí
DV 8. maí
Kannanir
sem birtar
hafa verið
í vikunni
HITI FIMM TIL TÍU STIG
Kjósendur þurfa ekki að láta veðrið aftra
sér við atkvæðagreiðsluna.
Veðurstofa Íslands:
Ágætis kosn-
ingaveður
VEÐUR „Útlit er fyrir ágætis kosn-
ingaveður,“ segir Kristín Her-
mannsdóttir, veðurfræðingur á
Veðurstofu Íslands. Það verður
hæg norðaustlæg átt nánast um
land allt en heldur hvassara á
Vestfjörðum, fimm til tíu metrar
á sekúndu. Búast má við skúrum á
Norður- og Austurlandi en þurru
og skýjuðu annars staðar. Hiti
verður fimm til tíu stig. Á sunnu-
dag verður svipað veður nema að-
eins bætir í vind. Á þriðjudag og
miðvikudag fer hlýnandi, þá helst
á Austurlandi, en um miðja vik-
una getur hitinn þar farið upp í
fimmtán stig. ■
Barnaníðingur:
Fangelsi í
þrjá mánuði
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað-
fest átján mánaða fangelsisdóm
yfir manni sem misnotaði þrjár
barnungar stúlkur kynferðislega.
Manninum var virt til vorkunn-
ar að hafa verið ungur þegar hann
braut gegn börnunum, eða 15 til
18 ára. Eins er litið til þess að
hann er í sambúð og á barn.
Fimmtán mánuðir refsingarinnar
voru því skilorðsbundnir.
Barnaníðingurinn var heimilis-
vinur á heimili stúlknanna. Meðal
annars er talið sannað að hann
hafi rofið meyjarhaft einnar
stúlkunnar þegar hún var aðeins
sjö ára. Hún þorði ekki að segja
frá því fyrr en sex árum síðar. ■
■ Dómsmál
VAGNSTJÓRI SEKUR UM GÁLEYSI
Strætisvagnabílstjóri hefur verið
dæmdur í 80 þúsund króna sekt
fyrir að aka yfir á rauðu ljósi og
stórslasa farþega fólksbíls sem
hann lenti í árekstri við. Atburð-
urinn varð á nýársdag í fyrra á
mótum Gullinbrúar og Höfða-
bakka.
STÓRSMYGLARI Í FANGELSI
Hæstiréttur hefur staðfest
þriggja ára fangelsisdómi yfir
Sigurði Hilmari Ólasyni fyrir að-
ild að smygli á tæpum 30 kílóum
af hassi til landsins. Sigurður Óli
var einnig dæmdur í þriggja ára
fangelsi fyrir fíkniefnasmygl
árið 1997.
FLUGVÉL SÖMU GERÐAR OG Í SLYSINU
Óttast er að allir farþegarnir hafi sogast út.
Flugslys yfir Kongó:
129 farþegar soguðust út