Fréttablaðið - 10.05.2003, Side 14

Fréttablaðið - 10.05.2003, Side 14
Viltu vakna með nýrri ríkis-stjórn? Viltu vakna við að kona sé í fyrsta skipti orðin for- sætisráðherra á Íslandi? Viltu taka þátt í að innleiða nýja og ferska stjórnarhætti? Viltu taka þátt í að breyta? Þetta eru spurn- ingarnar sem menn þurfa að gera upp við sig, áður en þeir ganga að kjörborðinu í dag. Þeir, sem svara játandi, gera best í því að kjósa Samfylkinguna. Sérstaða Samfylkingarinnar Samfylkingin hefur borið uppi baráttuna fyrir breytingum og andófið gegn ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Hún er brjóstvörn þeirra, sem vilja nýja ríkisstjórn. Um það efast enginn lengur. Hún hefur skapað skýran valkost við Sjálfstæðisflokkinn. Í því felst sérstaða hennar. Það var athyglis- vert, að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði í sjónvarpsþætti, að Vinstri grænir ættu sér engan höfuðandstæðing. Öðru vísi mér áður brá. Einu sinni voru Vinstri grænir nefnilega samstiga okkur í Samfylkingunni um að forgangsverkið í íslenskum stjórnmálum væri að koma Sjálf- stæðisflokknum út úr Stjórnar- ráðinu. Það hefur verið stefna okkar í Samfylkingunni að beita öllum kröftum okkar gegn stjórnar- flokkunum. Við höfum haft það sem algert forgangsverkefni að koma nýrri ríkisstjórn til valda. Það hefur hins vegar vakið at- hygli mína, að það er engu líkara en Vinstri grænir telji mikilvæg- ara að berjast gegn Samfylking- unni en ríkisstjórninni. Ögmund- ur Jónasson var á baráttufundi í Óperunni í fyrrakvöld og eyddi púðri sínu ekki á Sjálfstæðis- flokkinn, heldur Samfylkinguna. „Hver treystir Samfylkingunni?“ var yfirskrift fréttar frá fundin- um. Svona talar formaður BSRB tveimur dögum fyrir kosningar. Ég hélt í barnaskap mínum að það væri sameiginlegt verkefni okkar Ögmundar að fella ríkisstjórnina, en ekki snúa spjótum hvor gegn öðrum. Þetta undirstrikar sérstöðu Samfylkingarinnar. Við erum nógu stöðug og öflug til að eyða ekki púðri á félaga okkar í stjórn- arandstöðunni. Stefnan okkar er kristaltær: Samfylkingin efast ekkert um það að höfuðandstæð- ingurinn er ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Við ætlum að breyta til. Þess vegna verða allir, sem vilja nýja ríkisstjórn, að styðja Samfylkinguna. Það borgar sig ekki að kjósa þá sem eyða púðrinu í árásir á aðra andstæðinga stjórnarinnar. Skemmtileg kosningabar- átta Kosningabaráttan hefur verið einmuna spennandi og skemmti- leg. Á hana hefur varla fallið dökkur skuggi, ef frá eru taldar ómálefnalegar tilraunir LÍÚ til að sverta Samfylkinguna. Kvóta- kóngar á hennar vegum um allt land gerðu einarða tilraun til að blekkja þjóðina með kolröngum útreikningum til að trúa því að Samfylkingin ætlaði að setja öll fyrirtæki í sjávarútvegi á haus- inn. Enginn þarf heldur að efast um að stórútgerðin hefur styrkt hressilega þá flokka, sem hafa haldið fastast í óbreytt kvóta- kerfi. Hatrammar árásir á stefnu Samfylkingarinnar í fiskveiðimál- um hafa staðfest svo ekki verður um villst að við erum eini flokkur- inn, sem stórútgerðinni stafar ógn af. Ástæðan er einföld. Stefna okkar gengur út á aukið réttlæti. Hún er skýr og einföld. Fólkið styður hana. Það veit, að Samfylk- ingin er eini flokkurinn sem er gegnheill í því að innkalla veiði- heimildir og úthluta þeim upp á nýtt með réttlátum og sanngjörn- um hætti. Ingibjörg og Vigdís Í dag stöndum við frammi fyr- ir einstæðu sögulegu tækifæri. Við getum breytt Íslandssögunni með atkvæði okkar. Í hundrað ár hefur óslitin röð karla streymt inn í Stjórnarráðið í stól forsætisráð- herra. Við eigum í dag einstakt tækifæri til að gera dugmikla og farsæla konu að forsætisráðherra í fyrsta sinn í sögu Íslendinga. Ingibjörg Sólrún hefur sýnt það, að hún er vandanum vaxin, og eflist við hverja raun. Verði Ingibjörg Sólrún forsæt- isráðherra verða þessar kosning- ar ógleymanlegar öllum. Fyrst og fremst okkur sem greiddum henni atkvæði okkar. Þetta rifjar upp sögulegt forsetakjör Vigdísar. Ég gleymi aldrei, þegar ég fór í lest hundruð mílna sem námsmað- ur erlendis til að kjósa Vigdísi. Kjör hennar var ævintýri, og mér fannst ég eiga sterka hlutdeild í því. Í dag getur þú, kæri lesandi, eignast þína hlutdeild í öðru sögu- legu ævintýri. Gríptu tækifærið. Það gefst bara í dag. ■ 14 10. maí 2003 LAUGARDAGUR Ávörp foringjanna Ágætu kjósendur. Í dag göng-um við Íslendingar að kjör- borðinu og veljum hvaða flokkur það er sem við viljum að hafi for- ystu í málefnum þjóðarinnar á næsta kjörtímabili. Atkvæði allra skipta máli. Það skiptir máli að sem flestir nýti sinn lýðræðis- lega rétt og greiði atkvæði í dag. Góðar undirtektir og velvilji Við lok þessarar kosningabar- áttu er mér efst í huga þakklæti til þess fjölda fólks sem ég hef kynnst og átt ánægjuleg sam- skipti við undanfarnar vikur. Ég hef hitt mikinn fjölda fólks að máli víða um land, hlustað eftir sjónarmiðum kjósenda og kynnt mín stefnumál og okkar fram- sóknarmanna. Ég hef, eins og aðr- ir frambjóðendur Framsóknar- flokksins, hvarvetna fengið góðar undirtektir og mætt velvilja al- mennings. Um leið og ég þakka ánægjuleg kynni fyrir hönd okkar allra, fram- bjóðenda og starfsmanna Fram- sóknarflokksins, vil ég nota þetta tækifæri til þess að árétta hvað það er sem mér er efst í huga við lok kosningabaráttunnar – hvað það er sem ég tel að kosningarnar snúist um í raun og veru: Kosningarnar snúast um framtíðina Okkur Íslendingum hefur geng- ið vel undanfarin ár og útlitið er bjart. Ég vil að allir landsmenn njóti ávaxtanna af því sem byggt hefur verið upp. Horfurnar eru góðar en við megum ekki tefla stöð- ugleikanum í tvísýnu. Þess vegna skipta kosningarnar í dag miklu máli – þær snúast um framtíðina. Sammála um grundarvallaratriðin Ef þið - eins og ég - viljið að við höldum áfram að bæta kjörin, og styrkja velferðarkerfið, þá erum við sammála um grundvallarat- riðin. Kosningarnar snúast um stöð- ugleika í efnahagslífinu og vel- ferð fólksins í landinu. Ég bið um ykkar stuðning. Hann skiptir miklu máli. ■ Atkvæði allra kjósenda skipta máli Ávarp foringjanna HALLDÓR ÁSGRÍMSSON ■ formaður Framsóknarflokksins. Ávarp foringjanna ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON ■ formaður Samfylkingarinnar. Ágæti lesandi. Ég vil hvetja þigtil að nýta atkvæðisrétt þinn í dag. Í dag höfum við tækifæri til að tryggja stöðugleika og velmeg- un á Íslandi. Við skulum grípa það tækifæri. Lífskjör okkar Íslendinga hafa batnað meira en þeirra þjóða sem við berum okkur helst saman við. Í níu ár samfleytt hefur kaup- máttur launa vaxið og erum við Íslendingar nú í hópi þeirra ríkja sem lengst hafa náð í þessum efn- um. Mest hefur þó vaxið kaup- máttur lægstu launa og er það ein- stakur árangur sem við getum öll verið stolt af. En kosningarnar í dag snúast einungis að hluta til um það sem gert hefur verið. Kosningarnar snúast fyrst og fremst um hvað við ætlum að gera á næsta kjör- tímabili. Þegar við vegum og metum þau loforð sem stjórn- málaflokkarnir gefa þá skulum við horfa til þess hvernig þeir hafa staðið við orð sín. Kjörseð- illinn er ekki þakkarbréf kjós- enda heldur er hann samningur á milli þín og stjórnmálamannanna um framtíðina. Og það skiptir öllu máli þegar við gerum samn- ing að hægt sé að treysta því að sá samningur haldi. Tækifærin eru framundan Stjórnmál snúast um lífsskoð- un. Ég hef á stjórnmálaferli mín- um barist fyrir því að draga úr áhrifum og völdum stjórnmála- manna til þess að hvert og eitt okkar fái sem mestu ráðið um eigin framtíð. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur ætíð verið málsvari þeirrar hugsjónar að okkur sjálf- um sé best treystandi til að skipa okkar eigin málum á farsælan og gifturíkan hátt. Þess vegna vill Sjálfstæðisflokkurinn lækka skatta á almenning á næsta kjör- tímabili þannig að um munar. Stjórnmálamenn eiga að sýna í verki að þeir treysta fólki og þá farnast þjóðinni best. Fram- kvæmdagleði einstaklinganna og þörf okkar til að finna kröftum okkar verðugt viðnám er upp- spretta allra efnahagslegra framfara. Þess vegna er það höf- uðskylda stjórnvalda að tryggja að það sé næg vinna fyrir alla þá sem hana geta stundað. Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að okkur hefur tekist að byggja upp heilbrigðis- og vel- ferðarkerfi sem eru í fremstu röð í heiminum. Til að geta hald- ið áfram á þessari braut er nauð- synlegt að tryggja undirstöður efnahagslífsins því þannig og einungs þannig er hægt að veita þá þjónustu sem við öll viljum að sé til staðar í okkar samfélagi. Framundan eru mikil tæki- færi og á næstu árum eigum við Íslendingar mikla möguleika ef rétt er á málum haldið. Ísland er nú í sjöunda sæti þeirra landa heims sem Sameinuðu þjóðirnar telja hvað eftirsóknarverðast að búa í. Ef við nýtum tækifærin sem við okkur blasa er ekkert sem kemur í veg fyrir að við færumst ofar á þeim lista. Metn- aður okkar allra á að standa til þess að Ísland verði áfram í fremstu röð þjóða. Í dag skulum við vera bjart- sýn – við eigum tækifærin og framtíðin er björt. Það er undir okkur sjálfum komið að nýta þau. ■ Tækifæri til að tryggja stöðugleika Viltu vakna með nýrri ríkisstjórn? Ávarp foringjanna DAVÍÐ ODDSSON ■ formaður Sjálfstæðisflokksins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.