Fréttablaðið - 10.05.2003, Qupperneq 16
16 10. maí 2003 LAUGARDAGUR
Ávörp
foringjanna
Í dag gengur þjóðin að kjörborðiog vonandi verða sem flestir til
þess að nýta atkvæðisrétt sinn. Að
baki er löng og á köflum ströng bar-
átta sem hefur engu að síður verið
skemmtileg og gefandi á margan
hátt. Við í Vinstrihreyfingunni -
grænu framboði settum okkur það
markmið að halda fast við okkar
stefnu í aðdraganda kosninganna og
elta ekki aðra flokka í loforðakapp-
hlaupum. Því markmiði höfum við
náð og það er mér út af fyrir sig
ánægjuefni.
Við höfum haldið áfram að
kynna og tala fyrir okkar áherslum
á öllum sviðum – velferðarmálum,
alþjóðamálum, umhverfis- og nátt-
úruverndarmálum, jafnréttismál-
um, sjávarútvegsmálum, húsnæðis-
málum og svo framvegis. Það er
skylda hvers stjórnmálaflokks sem
vill láta taka mark á sér að kynna
kjósendum stefnu sína og tala einni
röddu - í öllum kjördæmum.
Alltaf má spyrja sig hvort nóg sé
að gert og skilaboðin hafi komist
nægilega vel á framfæri. Úr því
verður líklega aldrei skorið en svo
mikið er víst að enginn getur keypt
sig frá þeim efasemdum með aug-
lýsingaflóði. Hlutverki okkar fram-
bjóðendanna í kynningarstarfinu er
lokið í bili. Framhaldið er í höndum
kjósenda.
Skemmtileg barátta
Nú þegar kosningabaráttan er á
enda vil ég færa öllum sem lagt hafa
hönd á plóg í þágu framboðsins og
okkar málstaðar þakkir fyrir ein-
arða baráttu. Það hefur verið í senn
krefjandi og gjöfult að taka þátt í
baráttunni og eiga þess kost að
fylgjast með starfinu um allt land.
Við engan vildi ég skipta nema sjálf-
an mig hvað þetta hlutskipti varðar.
Barátta Vinstrihreyfingarinnar -
græns framboðs hefur verið upp-
byggileg og málefnaleg og ein-
kennst af lífsgleði og kæti. Það hafa
verið forréttindi að taka þátt í þess-
ari kosningabaráttu um allt land.
Sérstakar þakkir vil ég færa
unga fólkinu okkar fyrir mikið starf,
upplífgandi baráttuanda og frum-
kvæði sem oft hefur komið á óvart.
„Það er engin þörf að kvarta þegar
blessuð sólin skín,“ segir í textanum
og sama má segja um baráttu unga
fólksins okkar. Fari heimur versn-
andi er það a.m.k. ekki þeim að
kenna sem eru að öðlast reynslu
þessa dagana til þess að taka við
keflinu, heldur okkur hinum sem
eitthvað hefur mistekist á leiðinni
inn í skiptireitinn.
Þakkir til allra sem tekið hafa
þátt í baráttunni. Gleðilegan kjör-
dag og ánægjulega kosninganótt!
Sólríkt og gleðilegt sumar – undir
velferðarstjórn! ■
Verkalok – vel unnið dagsverk
Það þarf hugrekki til að takast ávið vandamál þjóðfélagsins og
þjóðin þarf á leiðtogum að halda,
ekki sölumönnum. Í kosningabar-
áttunni hefur komið í ljós að nóg er
af sölumönnum en lítið af leiðtog-
um. Auglýsingar flokkanna bera
þetta með sér. Sölumennskan er
allsráðandi en málefnin víkja. Um
þverbak keyra auglýsingar stjórn-
arflokkanna sem eru bæði rangar
og villandi að mörgu leyti. Hags-
munaaðilar í sjávarútvegi telja að
nú þurfi að leggja fram fjármuni til
að koma í veg fyrir að þjóðin endur-
heimti þjóðarauðlindina.
Stjórnarflokkarnir bjóða upp á
óbreytt fiskveiðistjórnarkerfi og
óbreytt skipulag í landbúnaði. Þeir
munu ekki taka á háu matarverði
en munu hér eftir sem hingað til
setja hagsmuni fjármagnseigenda í
öndvegi á kostnað lántakenda. Ekki
verður tekið á útlánsvöxtum til
neytenda og smærri fyrirtækja og
við ein þjóða í okkar heimshluta
verðum með verðtryggð útlán.
Stjórnarflokkarnir munu ekki
lækka skatta nema þá með því að
reka ríkissjóð með halla og skuld-
setja framtíðina. Þeir hafa aukið
ríkisútgjöld um 70 milljarða á kjör-
tímabilinu og sjá enga leið til að
skera niður í ríkisrekstrinum.
Bruðlið og sóunin munu halda
áfram og það verður haldið áfram
að forgangsraða vitlaust. Siglu-
fjarðargöng verða grafin en slysa
og dauðagildrurnar í Reykjavík og
nágrenni bíða. Stjórnarsamstarf
Sjálfstæðisflokks og Framsóknar-
flokks þýðir kyrrstaða. Gjafakvót-
inn verður festur enn betur og
bandaríska fyrirtækið Decode fær
20 milljarða ríkisábyrgð sem fellur
á þjóðina innan nokkurs tíma. Fá-
tæktin minnkar ekki. Er þetta
framtíð sem þú kýst?
Stefnumál Nýs afls eru skýr.
Við munum hækka skattleysis-
mörkin í 100 þúsund þannig að tekj-
ur undir 100 þúsundum verða skatt-
lausar. Við munum hætta bruðli og
sóun í ríkisbúskapnum og minnka
ríkisbáknið án þess að draga úr
nauðsynlegri þjónustu. Við munum
lækka verð á lífsnauðsynjum. Við
munum með því að tryggja virka
samkeppni ná niður útlánsvöxtum
og við munum afnema verðtrygg-
ingu útlána. Forgangsverkefni er
að eyða biðlistum á sjúkrahúsum.
Það er ekki sæmandi að láta fólk
bíða sárkvalið eftir aðstoð. Við
munum breyta fiskveiðistjórnar-
kerfinu og færa þjóðinni full yfir-
ráð yfir fiskimiðunum. Við viljum
virkt lýðræði þar sem þjóðarat-
kvæðagreiðslur verða auðveldaðar
og kosningalögum verði breytt. ■
Frjálslyndi flokkurinn hóf fund-arferðir sínar í upphafi ársins
undir kjörorðinu „Baráttan fyrir
byggðirnar.“ Á landsfundi Frjáls-
lynda flokksins, 7.-8. mars var lagt
upp í kosningabaráttuna með ein-
kunnarorðin frelsi, jafnrétti og
bræðralag; kjörorð frönsku bylt-
ingarinnar þar sem lýðræðið á
rætur sínar.
Frelsi til orða og athafna er
undirstaða lýðfrelsisins. Frjálsir
menn í frjálsu landi eru forsenda
framfara, menningar og gróandi
þjóðlífs.
Jafn réttur til lífsgæðanna,
heilbrigðis, menntunar og nýting-
ar auðlinda eigin lands er undir-
staða þess jafnréttis sem flokkur-
inn vill berjast fyrir.
Íslendingar þurfa að kveða nið-
ur úlfúð og stéttaríg, sem vaxið
hefur hröðum skrefum undir nú-
verandi ríkisstjórn sérhagsmuna
og mismununar. Bræðralagið ís-
lenska hefur verið rofið með ótrú-
legum yfirgangi valdsstjórnar
sem rutt hefur braut hinu nýja
auðvaldi og náð hefur undir sig
arðbærasta atvinnuveginum og á
nú eignir og hefur völd í flestum
stærri fyrirtækjum landsins.
Frjálslyndi flokkurinn hefur náð
eyrum kjósenda með afstöðu sinni í
sjávarútvegsmálum. Kvótaflokkun-
um hefur loks mistekist að drepa
þeim málum á dreif með loforða-
vaðli og háskalegum blekkingum.
Kvótakerfinu hrundið frá
Frjálslyndi flokkurinn er
flokkur einkaframtaksins, þar
sem allir sitji við sama borð.
Flokkurinn varar við fálæti í
garð lítilla og meðalstórra fyrir-
tækja af hálfu stjórnvalda sem
virðast eingöngu hafa hagsmuni
stórfyrirtækja og auðmanna í
fyrirrúmi. Nú er lítið haldið á
lofti hinu gamla slagorði Sjálf-
stæðisflokksins „stétt með
stétt?“ Þau sóma sér hins vegar
vel innan Frjálslynda flokksins í
dag.
Í hinum fjölmörgu minni fyr-
irtækjum liggur vaxtarbroddur
íslensks atvinnulífs. Að þeim
þurfum við að hlúa með lækkun
vaxta og gjalda og stórbættri að-
stöðu að öðru leyti.
Frjálslyndi flokkurinn vill út-
rýma fátækt með öllu og styður
af alefli kjarabaráttu aldraðra og
öryrkja. Hann mun hvergi draga
af sér í stuðningi við sjúka og
gerir sér grein fyrir að stórátak
bíður nýrra landsstjórnarmanna
í heilbrigðismálum.
Frjálslyndi flokkurinn gerir
sér grein fyrir að bættar sam-
göngur eru undirstaða búsetu í
öllu landinu og að jafnræðis þarf
að gæta í flutningskostnaði.
Lausn byggðavandans liggur
þó fyrst og fremst í því að hrund-
ið verði með öllu hinu illvíga
kvótakerfi.
Frjálslyndi flokkurinn vill efla
kristni og kirkju en vill að allir séu
jafnir að trú sinni. Hann mun veita
fullan stuðning stóraukinni
menntun á öllum sviðum og menn-
ingu. Flokkurinn mun hafa í fyrir-
rúmi eflingu íslenzkrar tungu sem
tilveruréttur okkar sem þjóðar
byggist á.
Mannrækt, landrækt og vernd
gæða lífs, láðs og lagar eru mark-
mið Frjálslynda flokksins. ■
Ávarp
foringjanna
STEINGRÍMUR
J. SIGFÚSSON
■ formaður Vinstri-
hreyfingarinnar -
græns framboðs.
Ávarp
foringjanna
JÓN
MAGNÚSSON
■ varaformaður
Nýs afls.
Hugrekki,
ekki sjálfs-
ánægja Ávarp
foringjanna
GUÐJÓN
ARNAR
KRISTJÁNSSON
■ formaður
Frjálslynda flokksins.
Frelsi, jafnrétti, bræðralag
undir forystu Frjálslyndra