Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.05.2003, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 10.05.2003, Qupperneq 18
Þetta eru stórtíðindi og merki-legur fundur. Á þeim 13 árum sem ég hef verið í þessum bransa hafa rekið á fjörur mínar tvær Nínumyndir. Þær eru mjög sjald- gæfar og liggja ekki á lausu,“ seg- ir Bjarni Sigurðsson sem rekur Smiðjuna - listhús. Nýverið fékk Bjarni, sem gengur undir nafninu Bjarni í Smiðjunni, í hendur 13 áður óþekkt verk eftir Nínu Tryggva- dóttur til innrömmunar og um- boðs. Verkin bárust honum frá Danmörku, árituð en ekki ársett. Þá er rétt að taka fram að þau eru öll nafnlaus þó hér séu þau nefnd í myndatexta til hægðarauka. Bjarni telur næsta víst að verkin séu frá námsárum Nínu, senni- lega allar frá árunum 1934 til 1939, en um er að ræða olíumál- verk á striga - fimm talsins, þrjú olíuverk á spjöld og afgangurinn klippiverk sem eru minni myndir. Sölusýning í þessum mánuði Nú stendur Bjarni í samninga- viðræðum við eigendur verkanna en ganga þarf frá ýmsum lausum endum. Stefnt er að því að halda á verkunum sölusýningu nú í þess- um mánuði. Verk eftir Nínu Tryggvadóttur eru með þeim eft- irsóttustu íslenskra listmálara og má heita nokkur tilviljun að þau komi í ljós meðan beðið er dóms í því sem kallað hefur verið Stóra málverkafölsunarmálið. Þar eru 5 verk sem talin eru fölsuð eignuð Nínu. Það liggur því beint við að spyrja Bjarna beint hvort þessi verk séu ekki fölsuð? Bjarni segir það af og frá, eigendasagan sem með þeim fylgir sé traustari en svo. En hvernig bárust verkin þér í hendur? „Mér skilst að þau séu upp- runnin hjá dönskum listmálara sem deildi vinnustofu með Nínu á sínum tíma. Hann er nú fallinn frá og verkin eru úr búi hans. Þaðan komu þau í hendur dansks gallerí- eiganda og hann hafði svo sam- band við mig eftir ákveðnum krókaleiðum. Erfingjarnir telja vænlegast að selja verkin á Ís- landi enda Nína þekktust hérlend- is þó svo að hún sé auðvitað lista- maður á heimsmælikvarða.“ Sanngjörn verðlagning Bjarni í Smiðjunni þrætir ekki fyrir að umræðan um mál- verkafalsanir hafi komið illa við listaverkamarkaðinn. Hann segir þetta einkum koma illa við þá sem eldri eru en þeir hafi reyndar í gegnum tíðina verið mikilvirk- ustu listaverkakaupendurnir. „Þeir halda að sér höndunum núna og óttast að verða fyrir barðinu á málverkafölsurum. Hins vegar er þetta náttúrlega rétti tíminn til að kaupa. Verð á málverkum hefur staðið í stað lengi vel og þessi fölsunarumræða hefur orðið til að lækka þau í verði ef eitthvað er.“ Þó að Bjarni reki gallerí er inn- römmun málverka hans aðal at- vinna. „En ég hef haldið einhverj- ar fjórar til fimm sýningar sem vakið hafa athygli. Ekki fyrir löngu hélt ég vel heppnaða sýn- ingu á verkum Jóns Engilberts. Öll verkin á sýningunni seldust þannig að ofsagt er að listaverka- markaðinn undanfarið sé í algjöru frosti.“ Verðlagning verkanna er enn á huldu en Bjarni í Smiðjunni segir að hún verði sanngjörn. Líklegt má teljast að tvö olíuverkanna, þau sem stærst eru og máluð á striga, fari á yfir milljónina. Bjarni hefur enn sem komið er ekki sett sig í samband við list- fræðinga. Þeir sem teljast helstir sérfræðingar í list Nínu Tryggva- dóttur eru erlendis, þau Hrafn- hildur Schram og Aðalsteinn Ing- ólfsson. Í stuttu samtali við Hrafnhildi segist hún ekki muna til þess að svo mörg verka Nínu hafi komið fram í einu. Hún treysti sér ekki til að fullyrða um mikilvægi þessa fundar að óat- huguðu máli. jakob@frettabladid.is 18 10. maí 2003 LAUGARDAGUR Félagsmenn 4x4 og aðrir ábyrgir ferðamenn. Nú er tími aurbleytunnar á fjallvegum. Hafa ber þessar að- stæður í huga áður en lagt er í ferðalög og forðast þannig skemmdir á vegum og landi. Félagar, munið landgræðsluferðina í Þórsmörk helgina 20. - 22. júní n.k. Nánari upplýsingar má finna á vef klúbbsins, www.f4x4.is S Rúmur tugur áður óþekktra málverka eftir Nínu Tryggvadóttur er nú í höndum listaverkasala sem hyggst sýna þau og selja. Verk eftir Nínu eru sjaldgæf og má heita sérkennileg tilviljun að þau skjóti upp kollinum nú þegar dóms í Stóra málverkafölsunarmálinu er beðið. SVEITALÍF Önnur skemmtileg klippimynd í hópi þeirra 13 verka sem fundust. HLJÓÐFÆRALEIKARI Olía á striga. Verk sem gera má ráð fyrir að Nína hafi málað á námsárum sýnum og má strax greina hinn sérstæða kúbíska stíl sem hún er svo þekkt fyrir. MÓDEL Þetta er stærst þeirra verka sem Bjarni hefur til umsjónar. Olía á striga og fastlega má gera ráð fyrir að myndin verði aldrei verðlögð á minna en milljón. STILLT UPP Á STÓL Olíuverk, líklega frá námsárum Nínu. KONUR Í ÞORPI Stórskemmtileg klippimynd og athyglisvert að sjá hvernig klippitækni Nínu nýtist henni í olíuverkunum. 13 málverk eftir Nínu - líta dagsins ljós BJARNI SIGURÐSSON Þetta eru stórtíð- indi enda ekki á hverjum degi sem á fjörur manns rekur verk eftir Nínu, ég tala nú ekki um í þessu magni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.