Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.05.2003, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 10.05.2003, Qupperneq 25
26 10. maí 2003 LAUGARDAGUR Íkjölfar stjórnarskrárbreyting-ar árið 1999 var lögum umkosningar til Alþingis breytt til samræmis við stjórnarskrána og var kjördæmum fækkað úr átta í sex. Kosning hefst að öllu jöfnu klukkan níu að morgni kjördags og lýkur klukkan tíu að kvöldi. Þess ber að geta að kjörstjórn get- ur ákveðið að kosning hefjist síð- ar, en þó ekki síðar en klukkan tólf á hádegi. Að kjósa Kjósandi skal gera grein fyrir sér á kjörstað með því að fram- vísa kennivottorði eða nafnskír- teini, eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjórnar. Kenni- vottorð er persónuskilríki með mynd, svo sem vegabréf, ökuskír- teini, bankakort eða greiðslukort. Ef hann á rétt á að greiða atkvæði fær hann afhentan einn kjörseðil. Í kjörklefanum Þegar kjósandi hefur tekið við kjörseðlinum fer hann inn í kjör- klefann. Þar merkir hann í box framan við listabókstaf þess flokks sem hann ætlar að greiða atkvæði sitt. Breytingar á kjörseðli Vilji kjósandi breyta röð fram- bjóðenda á lista þeim er hann kýs setur hann tölustafinn 1 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa efst, töluna 2 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa annað í röðinni, töluna 3 fyrir framan það nafn sem hann vill hafa það þriðja o.s.frv. Ef kjósandi vill hafna fram- bjóðanda á þeim lista sem hann kýs strikar hann yfir nafn hans. Ógilt atkvæði Kjósandi má ekki hagga neitt við listum sem hann ekki kýs, hvorki strika yfir nöfn á þeim né breyta á þeim nafnaröð. Slíkt ógildir atkvæðið. Þá verður kjós- andi að gæta þess, hvernig sem hann kýs, að gera engin merki á kjörseðilinn fram yfir það sem hér segir, slíkt gæti valdið ógild- ingu atkvæðisins. Kjörkassinn Þegar kjósandi hefur gengið frá kjörseðlinum samkvæmt framansögðu brýtur hann seðilinn í sama brot og hann var í þegar hann tók við honum, svo að letrið snúi inn, gengur út úr klefanum og að atkvæðakassanum og legg- ur seðilinn í kassann í viðurvist fulltrúa kjörstjórnar. ■ Alþingis/kosningar 2003 Breyttar reglur um útstrikanir Reglum um útstrikanir var breytt með samþykkt nýrra laga árið 2000. Tekin hefur verið aftur upp svokölluð „Borda-regla“ við út- reikninga útstrikana og breytinga á lista. Reglan var notuð í ýmsum útgáfum hér á landi til ársins 1987. Nokkrar takmarkanir eru þó settar á beitingu reglunnar nú og má þar helst nefna að útstrik- anir taka aðeins til sæta kjör- dæmakjörinna aðalmanna og varamanna þeirra. Þar sem kosnir eru t.d. tveir menn og því fjórum mönnum list- ans reiknuð atkvæði þurfa a.m.k. 20% kjósenda listans að strika út 2. mann listans til þess að fella hann úr aðalmannssæti í vara- mannssæti ef engar aðrar breyt- ingar eru gerðar. Samkvæmt gömlu lögunum þurfti meira en helmingur kjósenda að strika út frambjóðanda til þess að hann félli úr sæti og þá féll hann reynd- ar út af listanum. ■ Kosningaúrslitin árið 1999 1 8 ,4 % 1 2 þ in g m e n n 4 0 ,7 % 2 6 þ in g m e n n 4 ,2 % 2 þ in g m e n n 2 6 ,8 % 1 7 þ in g m e n n 9 ,1 % 6 þ in g m e n n Aldrei meiri spenna

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.