Fréttablaðið - 10.05.2003, Side 33
ekki og hljómsveitin var leyst
upp. Dátarnir fóru í hinar og
þessar hljómsveitir og kom það
mörgum aðdáendum Rúnars,
sem þá var einskonar tákngerv-
ingur hinnar villtu bítlaæsku, í
opna skjöldu þegar hann gekk til
liðs við Sextett Ólafs Gauks.
Mörgum þótti sem hann hefði
svikið lit.
Hér gala gaukar
Ólafur Gaukur hljómsveitar-
stjóri segist hafa gert nokkuð af
því að fá yngri menn í hljómsveit-
ina, það hafi gefið góða raun og
Rúnar hafi verið mikill náttúru-
maður í tónlistinni. „Það var ekki
um annað að ræða en að hann tæki
að sér bassann, hann fékk vinnuna
út á það. Það er ósköp svipað að
spila á þessi hljóðfæri - bassa og
gítar,“ segir Ólafur Gaukur.
Í Sextettnum réði fagmennsk-
an ríkjum og voru skrifaðar út
nótur fyrir hljómsveitina. Enn-
fremur gerði hún sjónvarpsþætt-
ina Hér gala gaukar. Að sögn Jón-
atans Garðarssonar poppfræðings
var Rúnar algjör súperstjarna á
þessu tímabili og talsvert frægari
en Hljómarnir – enda hver sá sem
kom fram í sjónvarpi á þessu
tímabili almenningseign. „Rúnar
var sjarmerandi týpa, töffari á
sinn einfalda hátt og heillaði bæði
eldri sem yngri. Sextett Ólafs
Gauks spilaði lög sem voru vin-
sæl. Það var sérstakur tónn í lög-
um Rúnars og ráðgáta hvernig
hann náði þessum einstæða tóni.“
Óveðurský hrannast upp
Í árslok 1968 var Rúnar orðinn
þreyttur á erlinum sem fylgdi
sviðsljósinu og hugleiddi að draga
sig í hlé sem var hægara sagt en
gert. Allt varð til að leggjast á eitt
um að gera honum lífið erfitt.
Móðir Rúnars dó árið 1965; á við-
kvæmum tíma var Rúnari sagt að
hann væri ekki rétt feðraður og á
sama tíma skildi hann við barns-
móður sína. „Endalausar kjafta-
sögur gengu um Rúnar sem var
viðkvæmur fyrir þeim. Skrápur-
inn var bara úti á götu og uppi á
sviði,“ segir Þorsteinn.
Rúnar öðlaðist gríðarlegar vin-
sældir þegar hann var í raun
ómótaður og frægð sem hefði get-
að verið hverjum manni ofraun.
Gera má sér í hugarlund að hon-
um hafi verið fyrirmunað að sjá
sig í hlutverki venjulegs borgara
eftir hið mikla flug Dáta og svo
Sextettsins. Um svipað leyti fóru
geðræn vandamál að gera vart við
sig og Rúnar var greindur með
geðklofa. Hann hætti með Sex-
tettnum í upphafi árs 1969. Hippa-
bylgjan var ráðandi og til stóð að
Rúnar færi í Tilveru, sem þá þótti
lofa góðu, en hætti þar skyndi-
lega. Lítið heyrðist opinberlega
frá Rúnari næstu árin og var hann
í meðferð vegna veikinda sinna.
Árið 1972 kom út tveggja laga
plata með honum, sem var tekin
upp í Klúbbnum, og innihélt lögin
Við söng og gleði og Draumanótt
en hlaut fremur dræmar viðtökur.
Ómögulegt er að segja til um
hvaða væntingar Rúnar gerði til
hennar en nokkrum mánuðum síð-
ar var hann allur.
jakob@frettabladid.is
Heimild: meðal annars Mannlíf, mars 1997
LAUGARDAGUR 10. maí 2003 35
FYRSTA PLATAN
Sló alveg í gegn. Þarna voru þrjú lög eftir
Þóri Baldursson. Á næstu plötu lét Rúnar
til sín taka sem lagahöfundur.
SEXTETT ÓLA GAUKS
Mörgum fannst Rúnar svíkja lit þegar hann
gekk til liðs við hljómsveitina, en þar skein
stjarna hans skærar en nokkru sinni og
fagmennsku hljómsveitarstjórans var við
brugðið.
Þorsteinn
Eggertsson:
„Rúnar var
stjarnan í hljóm-
sveitinni, hafði
mikla útgeislun og
gekk í augun á
stelpunum. En hann var
sýnd veiði en ekki gefin í
þeim efnum og lenti oft í
vandræðum. Til dæmis
man ég að á Ísafirði gat
hann ekki klárað lag því
ein stelpan læsti sig um
lappirnar á honum.“
Jónatan Garðarsson:
„Rúnar var al-
gjör súperstjarna
á þessum tíma og
talsvert þekktari en
meðlimir Hljóma.
Hann var sjarmer-
andi týpa, töffari á sinn
einfalda hátt og heillaði
bæði eldri sem yngri. Það
var sérstakur tónn í lögum
Rúnars og ráðgáta hvernig
hann náði þessum ein-
stæða tóni.“
Ólafur Gaukur:
„Hann kunni
ekkert en var
mikill náttúrumaður
með ótvíræða hæfi-
leika og setti sinn
sérkennilega og
skemmtilega tón á þetta.
Það er á hreinu.“