Fréttablaðið - 10.05.2003, Page 36

Fréttablaðið - 10.05.2003, Page 36
38 10. maí 2003 LAUGARDAGUR TÓNLIST Það hefur verið siður í menntaskólum landsins nánast í áratug að halda svokölluð „80s böll“. Þar birtist nostalgían í eft- iröpun á blásnu hári, glimmeri, axlapúðum og öðrum hallæris- klæðnaði frá níunda áratugnum. Tónlist Duran Duran er svo meðal vinsælli tóna á þessum „nostalgíu- hátíðum“. Tvennt er þó afar skemmtilegt við þessi böll. Flestir af þeim skælbrosandi menntskælingum sem samkomurnar sækja eru fæddir á árunum 1983-1986, á blómaskeiði Duran Duran. Þeir geta því varla verið að upplifa raunverulega nostalgíu þar sem þeir muna varla eftir áratuginum. Og... það sem er miklu skemmti- legra, fáir þora að viðurkenna að þeir hafi í raun gaman af tónlist- inni. Jú, hárið var út í hött og klæðnaðurinn fífldjarfur. Það væri þó synd að neita Duran Dur- an um þá virðingu sem sveitin á skilið. Hún er án efa ein áhrifa- mesta sveit níunda áratugarins og áhrif hennar má auðveldlega greina í sveitum á borð við Blur, The Dandy Warhols, Deftones, Korn og Mansun. Pels og leðurbuxur Það voru félagarnir Nicholas James Bates og John Taylor sem stofnuðu Duran Duran í Birming- ham í Englandi árið 1978. Það var sameiginlegur áhugi þeirra á tón- list David Bowie og Roxy Music sem laðaði þá að hvor öðrum. Eins og í tilfelli Bowie var það nauðsyn- legt að fá sér listamannsnafn ef skírnarnafnið var óþjált. Nicholas tók sér því upp nafnið Nick Rhodes, en eftirnafnið fékk hann að láni frá uppáhaldshljómborðs- tegundinni sinni. Nick og John fengu fljótlega til liðs við sig bassaleikarann Simon Colley og söngvarann Stephen Duffy. Trommuheili sá um taktinn. Hljómsveitarnafnið völdu þeir sér til heiðurs illmenninu úr geim- myndinni „Barbarella: Queen of the Galaxy“ frá 1968. Reyndar hét vondi kallinn þar Durand Durand. Barbarella var svo auðvitað leikin af Jane Fonda. Eftir eins árs samstarf gáfust Duffy og Colley upp og söngvarinn Andy Wickett tók við hljóðneman- um. Trommuleikarinn Roger Taylor bættist fljótlega við hópinn eftir það. Eftir fyrstu prufuupptökurnar færði John Taylor sig yfir á bass- ann og gítarleikarinn John Curtis plokkaði strengi tímabundið en gafst fljótlega upp. Þá auglýsti sveitin eftir gítarleikara í Melody Maker og var Andy Taylor valinn úr þeim sem sóttu um stöðuna. Um mitt árið 1979 gafst söngv- arinn svo upp og prófaði sveitin nokkra pilta í stöðuna áður en leik- listarneminn og fyrrum söngvari pönksveitarinnar Dog Days, Simon Le Bon, sótti um. Síðar í viðtölum viðurkenndi Nick Rhodes að hann hefði í rauninni verið rammfalskur í prufunni og að hann hefði aðeins verið ráðinn vegna þess að hann var sætur og með flott eftirnafn. Pelsinn og leðurbuxurnar sem hann mætti í á prufuna hefðu held- ur ekki skemmt fyrir. Plánetan Jörð ekki nógu stór Leið Duran Duran upp á stjörnuhiminn var nánast á ljós- hraða eftir að Le Bon bættist í hóp- inn. Sveitin varð fljótt vinsæl inn- an nýrómantísku stefnunnar í Englandi og tryggði sér samning Ég hafði mjög gaman af þeim,“segir Kristján Viðar Har- aldsson í Greifunum um Duran Duran. „Mér þóttu þeir samt ekk- ert endilega neitt skemmtilegri en hvað annað og hafði líka gaman af Wham!. Fólk skiptist í tvær fylk- ingar og fylgdi annað hvort Wham! eða Duran Duran að málum. Ætli það megi ekki orða það þannig að ég hafi verið það þroskaður að ég gat hlustað á báðar sveitirnar. Eftir á að hyggja held ég nú að það hafi ekki verið margt mjög skemmtilegt að gerast á þessum tíma og margt af þessu eldist ekki vel, enda var sándið svolítð sér- stakt. Duran Duran var til dæmis með svolítið spes sánd og margt af því sem þeir voru að gera var nú einhvern veginn ekki tímalaust en það er mjög gott að vera tímalaus ef maður vill lifa af.“ Viddi segir þó með sítt að aftan tímabilið hafa verið mjög skemmtilegt. „Þetta voru góðir tímar. Maður var ungur og opinn fyrir öllu. Við tókum stílinn með trompi og gengum einna lengst í tískunni ásamt Rikshaw. Við vor- um til dæmis í frökkum sem voru mjög Duran Duran-legir með mikl- um og breiðum axlapúðum. Þeir voru meira að segja seldir í Flónni sem sérstakir Greifafrakkar. Ég held örugglega að við höfum verið í þessum frökkum á fyrsta plakat- inu okkar.“ Viddi vill lítið ræða gæði tón- listarinnar sem kennd er við þetta tímabil en segir að vissulega hafi mátt hlusta á margt af því sem var í gangi. „Ég er að vísu ofsalega mikil alæta á tónlist og hef mjög breiðan tónlistarsmekk en ég hlusta nú ekki á þessa tónlist í dag. En ef maður myndi setja disk frá þessum tíma í spilarann myndi maður örugglega fá nostalgíukast og hverfa aftur í tímann svona eins og gengur og gerist.“ ■ Með sítt að aftan: Greifarnir fóru alla leið GREIFARNIR Gulli Helga nefnir Greifana sem dæmi um hljómsveit sem tók allan Duran-pakkann. „Hárgreiðslan sem fylgdi þessu var mjög sérstök og sumir gengu lengra en aðrir. Greifarnir tóku allan pakkann og voru með sítt að aftan og toppinn beint upp í loft“. Viddi í Greifunum man sérstaklega eftir frökkunum þeirra, sem voru ansi Duran- legir með risastórum axlapúðum. Á mánudaginn kemur út safnbox með öllum smáskífum poppsveitarinnar Duran Duran á tímabilinu 1981-1985. Allir upprunalegu liðsmenn sveitarinnar hafa svo komið saman að nýju og ætla að leggjast í tónleikaferð um heiminn. Villtir drengir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.