Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.05.2003, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 10.05.2003, Qupperneq 50
52 10. maí 2003 LAUGARDAGUR Ég get ekki kveikt á þessari eldspýtu.“ „Hvers vegna ekki?“ „Ég skil það ekki, hún virkaði svo vel áðan.“ Með súrmjólkinni 80 ÁRA Lilja Sólveig Kristjánsdótt- ir er sálmaskáld. Hún er sú kven- na sem hefur þýtt og samið flesta sálma í sálmabókum kirkjunnar. Skáldskapinn drakk hún í sig strax í bernsku í Svarfaðardal. „Það var ekki auður í garði, en menning og mannkærleikur.“ Veganestið reyndist henni drjúgt. Hún ræktaði bæði hag- mælskuna og barnatrúna. Meðal sálma sem hún hefur þýtt er að- ventusálmurinn góðkunni „Við kveikjum einu kerti á“. Lilja er trú stuðlum og höfuðstöfum í skáldskap sínum. „Þetta er þjóð- ararfur sem við megum ekki glata.“ Hún segist aldrei hafa flaggað þessari iðju sinni og líta fremur á sig sem hagyrðing en skáld. „Ég hef ekki verið mikið fyrir að láta á mér bera. Ég hef gert gagn þar sem ég hef getað,“ segir Lilja og bætir því við að hún hafi starfað fyrir KFUK og Kristniboðasambandið auk þjóð- kirkjunnar. Lilja vann áratugum saman á Listasafni Einars Jónssonar. „Þar var gott að vera,“ segir hún. Eig- inmaður hennar, Siguringi E. Hjörleifsson, sem lést árið 1975, var náskyldur Einari. Siguringi var listfengur, málaði, var tón- elskur og hagmæltur. „Það er listræn æð í þessu fólki. Við átt- um vel saman.“ Hún gjörþekkir verk Einars. „Einar hefur rist mjög djúpt í sínum kristindómi.“ Lilja verður áttræð á morgun. Hún heldur upp á daginn með tónleikum í Hallgrímskirkju, þar sem Scola Cantorum flytur sálma eftir hana. Tíu ára gömul yrkir hún kvöldbæn. „Góði Jesú gefðu mér, að geta sofnað rótt í þér.“ Síðan hefur hún túlkað trú sína mar- goft í sálmum. „Ég hef mikinn áhuga á að breiða fagnaðarerind- ið um heiminn. Ég vona að það geti orðið einhverjum til blessun- ar sem ég hef frumort og líka þýðingarnar. Annars finnst mér alltaf hvíla mikil ábyrgð á þeim sem þýða það sem aðrir hafa ort.“ ■ LILJA SÓLVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR Varðveitti og ræktaði barnatrú og skáld- skap frá æskudögum í Svarfaðardal. Afmæli ■ Lilja Sólveig Kristjánsdóttir, heldur upp á áttræðisafmælið með bók og tónleikum. Hún er sú kvenna sem hefur þýtt og samið flesta sálma á Íslandi. Sálmarnir hennar Lilju Í VATNI Vatnagarður eins og margir þekkja erlendis frá er til athugunar á Selfossi. Vatnagarður á Selfossi SUND Bæjarstjórn Árborgar á Sel- fossi hefur sett af stað vinnu við athugun á möguleikum þess að reisa vatnagarð í tengslum við sundlaug á Selfossi. Ef af verður er um að ræða nýjung hér á landi því stefnt er að því að vatnagarð- urinn verði í líkingu við skemmti- garða þessarar gerðar erlendis sem margir þekkja. Hefur At- vinnuþróunarfélag Suðurlands verið beðið um að kanna áhuga fjárfesta og annarra vegna þessa, auk þess sem skipuð hefur verið sérstök nefnd til að vinna í mál- inu. ■ Bókin Dumasarfélagið eftirspænska rithöfundinn Arturo Pérez-Reverte er komin út í kilju hjá Máli og menningu. Aðalper- sóna sögunnar er Lucas Cors, bókaveiðari sem hefur þann starfa að þefa uppi sjaldgæfar bækur og verðmæt handrit fyrir sérvitra safnara. Hann er því kvaddur til þegar upphaflegt handrit að kafla í Skyttunum þremur eftir Alex- andre Dumas finnst í fórum vel- metins bókasafnara sem hefur hengt sig. Fljótlega tekur málið að vinda upp á sig og verða æ furðu- legra, einkum þegar persónur úr Skyttunum taka að skjóta upp koll- inum á ólíklegustu stöðum og elt- ingaleikur hefst við ýmsar gerðir bókar frá miðöldum sem ýmislegt bendir til að sjálfur kölski hafi haft hönd í bagga með. Pérez-Reverte þykir skrifa einkar snjalla og vel ofna reyfara og Roman Polanski gerði kvik- myndina The Ninth Gate fyrir nokkrum árum en hún byggir á Dumasarfélaginu. Bókin Refskák eftir Pérez-Reverte hefur einnig komið út á íslensku og íslenskir reyfaraunnendur ættu því að vita að hverju þeir ganga. Kristinn R. Ólafsson þýddi Dumasarfélagið úr spænsku. ■ ■ Bækur

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.